Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 15:30 Aur flæddi meðal annars inn í kjallara hússins við Strandarveg 27 á Seyðisfirði. Viðlagatrygging Íslands Líklegt er að tjónið sem varð í vatnavöxtum og aurskriðum á Austfjörðum um helgina hlaupi á tugum milljóna króna, að sögn framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands. Upplýsingar eru um tjón á fjörutíu stöðum en um helmingur gæti fallið undir bótaskyldu viðlagatryggingar. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðifirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir að starfsmenn hennar og óháðir matsmenn séu komnir austur til að byrja að leggja mat á tjónið. Það virðist hins vegar ekki vera stórkostlegt. „Okkar mat er að við séum að telja þetta frekar í tugum milljóna en hundruð milljóna. Það er langmest hjá einstaklingum og fyrirtækjum,“ segir hún.Fyrirtæki eiga mörg húsannaTjónið varð fyrst og fremst þegar vatn og aur flæddi inn í hús og kjallara, aðallega á Seyðifirði. Húsin sem urðu fyrir tjóni gætu verið á bilinu sextán til tuttugu á Seyðifirði en tvö á Eskifirði, að sögn Huldu Ragnheiðar. Á Eskifirði urðu einnig skemmdir á umgjörð brúar og lagnastokkum undir henni í aurskriðu á föstudag. Mörg húsanna sem urðu fyrir skemmdum eru í eigu fyrirtækja þar sem gistiheimili og annar rekstur var í þeim, að sögn framkvæmdastjórans. Viðlagatrygging nær yfir tjón á fasteignum, brunatryggðum innbúum, opinberum mannvirkjum, þar á meðal veitu- og lagnakerfum sveitarfélaga. Hulda Ragnheiður segir að það gæti tekið sex til átta vikur þar til endanleg niðurstaða fæst um hversu mikið greitt verður úr viðlagatrygginguAurskriða féll á Strandarveg á Seyðifirði á laugardag.Viðlagatrygging Íslands Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Líklegt er að tjónið sem varð í vatnavöxtum og aurskriðum á Austfjörðum um helgina hlaupi á tugum milljóna króna, að sögn framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands. Upplýsingar eru um tjón á fjörutíu stöðum en um helmingur gæti fallið undir bótaskyldu viðlagatryggingar. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðifirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir að starfsmenn hennar og óháðir matsmenn séu komnir austur til að byrja að leggja mat á tjónið. Það virðist hins vegar ekki vera stórkostlegt. „Okkar mat er að við séum að telja þetta frekar í tugum milljóna en hundruð milljóna. Það er langmest hjá einstaklingum og fyrirtækjum,“ segir hún.Fyrirtæki eiga mörg húsannaTjónið varð fyrst og fremst þegar vatn og aur flæddi inn í hús og kjallara, aðallega á Seyðifirði. Húsin sem urðu fyrir tjóni gætu verið á bilinu sextán til tuttugu á Seyðifirði en tvö á Eskifirði, að sögn Huldu Ragnheiðar. Á Eskifirði urðu einnig skemmdir á umgjörð brúar og lagnastokkum undir henni í aurskriðu á föstudag. Mörg húsanna sem urðu fyrir skemmdum eru í eigu fyrirtækja þar sem gistiheimili og annar rekstur var í þeim, að sögn framkvæmdastjórans. Viðlagatrygging nær yfir tjón á fasteignum, brunatryggðum innbúum, opinberum mannvirkjum, þar á meðal veitu- og lagnakerfum sveitarfélaga. Hulda Ragnheiður segir að það gæti tekið sex til átta vikur þar til endanleg niðurstaða fæst um hversu mikið greitt verður úr viðlagatrygginguAurskriða féll á Strandarveg á Seyðifirði á laugardag.Viðlagatrygging Íslands
Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48
Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18