Lögreglan tekur háskaakstur til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júní 2017 18:45 Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka nánar háskaakstur ökumanns rútu sem náðist á myndband á Suðurlandsvegi í gær en litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu líkir atvikinu við banatilræði. „Það ver svakalegt að sjá þetta. Maður sér þarna hegðun sem að í rauninni er hrein heppni að það verði ekki mjög alvarlegar afleiðingar af þessari hegðun,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu. Einar segir hegðun eins og sést í myndbandinu oft líka þeim sem eru í aðdraganda alvarlegustu umferðarslysa sem verða hér á landi. Á síðasta ári urðu 986 umferðarslys þar sem 1411 slösuðust. Í 47 slysum sem rekja má til framanákeyrslu slösuðust 95. Sex af þeim átján sem létust í umferðarslysum á síðasta ári voru í árekstri þar sem bílar lentu framan á hvor öðrum. Atvikið í gær átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt austan við Hjörleifshöfða og var rútan á vesturleið. Einar segir það í raun kraftaverk að þarna hafi ekki farið verr og í raun hafi hinir ökumennirnir forðað árekstri. „Algjörlega. Það eru þeirra viðbrögð sem að voru alveg rétt. Þeir hægðu á sér, sérstaklega sá sem á móti kom. Hann hægði á sér og fór út í kant en það mátti litlu muna,“ segir Einar Magnús. Mikil áhætta fylgir framúrakstri og segir Einar skilyrði til framúraksturs hér á landi mjög ströng. „Við megum ekki taka fram úr nema bara við bestu mögulegu skilyrði og þá verðum við að vanda okkur mjög vel og taka enga áhættu í þeim efnum,“ segir Einar Magnús. Hópferðabíllinn sem um ræðir er merktur fyrirtækinu Kynnisferðum og sagði Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Vísi að akstursháttur ökumannsins sé engan veginn ásættanlegur. Hann sagði að hart yrði tekið á málinu. Þessu er Einar Magnús sammála. „Ökumaður sem að verður valdur að banaslysi eða alvarlegu slysi með þessu háttalagi. Hann getur sætt ákæru um manndráp af gáleysi. Þetta er í rauninni brot á hegningarlögum. Þú ert að stofna lífi fólks í hættu bara eins og þú ert að gera þegar menn eru að viðhafa hverslags tilræði eða annað því um líkt,“ segir Einar Magnús. Fréttastofan leitaði viðbragða við myndbandinu hjá Lögreglunni á Suðurlandi í dag og staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli að atvikið yrði rannsakað nánar. Tengdar fréttir Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38 „Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka nánar háskaakstur ökumanns rútu sem náðist á myndband á Suðurlandsvegi í gær en litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu líkir atvikinu við banatilræði. „Það ver svakalegt að sjá þetta. Maður sér þarna hegðun sem að í rauninni er hrein heppni að það verði ekki mjög alvarlegar afleiðingar af þessari hegðun,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu. Einar segir hegðun eins og sést í myndbandinu oft líka þeim sem eru í aðdraganda alvarlegustu umferðarslysa sem verða hér á landi. Á síðasta ári urðu 986 umferðarslys þar sem 1411 slösuðust. Í 47 slysum sem rekja má til framanákeyrslu slösuðust 95. Sex af þeim átján sem létust í umferðarslysum á síðasta ári voru í árekstri þar sem bílar lentu framan á hvor öðrum. Atvikið í gær átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt austan við Hjörleifshöfða og var rútan á vesturleið. Einar segir það í raun kraftaverk að þarna hafi ekki farið verr og í raun hafi hinir ökumennirnir forðað árekstri. „Algjörlega. Það eru þeirra viðbrögð sem að voru alveg rétt. Þeir hægðu á sér, sérstaklega sá sem á móti kom. Hann hægði á sér og fór út í kant en það mátti litlu muna,“ segir Einar Magnús. Mikil áhætta fylgir framúrakstri og segir Einar skilyrði til framúraksturs hér á landi mjög ströng. „Við megum ekki taka fram úr nema bara við bestu mögulegu skilyrði og þá verðum við að vanda okkur mjög vel og taka enga áhættu í þeim efnum,“ segir Einar Magnús. Hópferðabíllinn sem um ræðir er merktur fyrirtækinu Kynnisferðum og sagði Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Vísi að akstursháttur ökumannsins sé engan veginn ásættanlegur. Hann sagði að hart yrði tekið á málinu. Þessu er Einar Magnús sammála. „Ökumaður sem að verður valdur að banaslysi eða alvarlegu slysi með þessu háttalagi. Hann getur sætt ákæru um manndráp af gáleysi. Þetta er í rauninni brot á hegningarlögum. Þú ert að stofna lífi fólks í hættu bara eins og þú ert að gera þegar menn eru að viðhafa hverslags tilræði eða annað því um líkt,“ segir Einar Magnús. Fréttastofan leitaði viðbragða við myndbandinu hjá Lögreglunni á Suðurlandi í dag og staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli að atvikið yrði rannsakað nánar.
Tengdar fréttir Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38 „Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“ Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. 25. júní 2017 22:38
„Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“ Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag eins og myndband ber með sér. 25. júní 2017 21:09