Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Útsýnið aftan úr hjólabátnum á planinu þar sem slysið varð. Mynd/RNSA Afmarka þarf betur umferð gangandi vegfarenda, ökutækja, hjólabáta og þyrla við Jökulsárlón til að tryggja öryggi. Þessum tilmælum beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa til eigenda jarðarinnar Fells og rekstraraðila, það er íslenska ríkisins og Vatnajökulsþjóðgarðs, í skýrslu um slys er varð á jörðinni árið 2015. Slysið varð á malarplani þar sem ökumaður hjólabáts var að bakka. Þá stóðu þrír ferðamenn aftan við bátinn og fylgdust með þyrlu sem var að lenda til að sækja þá. Skipstjóri bátsins bakkaði á fólkið og kanadísk kona varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Lögregla rannsakaði málið en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort þeirri rannsókn væri lokið. Bakkmyndavél bátsins Jaka var biluð og enginn baksýnisspegill var stjórnborðsmegin. „Hafði skipstjórinn ekki litið sjálfur yfir svæðið fyrir aftan bátinn áður en hann bakkaði,“ segir í skýrslunni. „Treysti skipstjórinn alfarið á þann sem gaf merki um að í lagi væri að bakka farartækinu.“ Skipstjórinn hafði ekki réttindi til að stýra bátnum. Hann hafi verið með réttindi til að stjórna skipum styttri en tólf metrar að lengd, áður nefnd þrjátíu brúttótonn, en samkvæmt haffærisskírteini Jaka þarf skipstjóri að hafa gild réttindi til að stýra farþegaskipum undir 65 brúttótonnum. Skipstjórinn hafi sömuleiðis ekki haft réttindi til að flytja fleiri en tólf farþega en í umræddri ferð voru farþegarnir 24. Þar sem bátnum er einnig ekið á landi er óljóst hvort réttindi þurfi til farþegaflutninga á landi en slík réttindi hafði skipstjórinn ekki. „Samkvæmt skipstjóranum uppfyllti hann þær kröfur um réttindi sem eigandi Jaka gerði við ráðningu hans,“ segir í skýrslunni. Ekki náðist í Einar Björn Einarsson, eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlóns sem gerir út hjólabátinn, við vinnslu fréttarinnar. Rannsóknarnefndin setur fram fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Auk fyrrnefndrar tillögu um afmörkun umferðar segir að nauðsynlegt sé að öryggisbúnaði báta verði haldið í fullkomnu lagi og að til sé varabúnaður. Heppilegast væri að aldrei þyrfti að bakka bátunum sökum slæms útsýnis frá þeim á landi. „Nefndin bendir sérstaklega á það í ljósi þessa slyss að reglur verði settar um öryggisbúnað slíkra farartækja,“ segir í skýrslunni. Kröfur um réttindi til að stýra hjólabátum eru óljósar og telur rannsóknarnefndin ófullnægjandi að miða kröfur eingöngu við haffæri þar sem bátunum sé einnig ekið með og án farþega á landi. Samgöngustofa þurfi að skoða sérstaklega skráningu, kröfur og réttindi til að aka og sigla slíkum bátum. Samgöngustofu er einnig ráðlagt að setja verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni og einkaflugi. Því er beint til rekstraraðila að skipstjórar sem stýri hjólabátum hafi tilskilin réttindi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Afmarka þarf betur umferð gangandi vegfarenda, ökutækja, hjólabáta og þyrla við Jökulsárlón til að tryggja öryggi. Þessum tilmælum beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa til eigenda jarðarinnar Fells og rekstraraðila, það er íslenska ríkisins og Vatnajökulsþjóðgarðs, í skýrslu um slys er varð á jörðinni árið 2015. Slysið varð á malarplani þar sem ökumaður hjólabáts var að bakka. Þá stóðu þrír ferðamenn aftan við bátinn og fylgdust með þyrlu sem var að lenda til að sækja þá. Skipstjóri bátsins bakkaði á fólkið og kanadísk kona varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Lögregla rannsakaði málið en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort þeirri rannsókn væri lokið. Bakkmyndavél bátsins Jaka var biluð og enginn baksýnisspegill var stjórnborðsmegin. „Hafði skipstjórinn ekki litið sjálfur yfir svæðið fyrir aftan bátinn áður en hann bakkaði,“ segir í skýrslunni. „Treysti skipstjórinn alfarið á þann sem gaf merki um að í lagi væri að bakka farartækinu.“ Skipstjórinn hafði ekki réttindi til að stýra bátnum. Hann hafi verið með réttindi til að stjórna skipum styttri en tólf metrar að lengd, áður nefnd þrjátíu brúttótonn, en samkvæmt haffærisskírteini Jaka þarf skipstjóri að hafa gild réttindi til að stýra farþegaskipum undir 65 brúttótonnum. Skipstjórinn hafi sömuleiðis ekki haft réttindi til að flytja fleiri en tólf farþega en í umræddri ferð voru farþegarnir 24. Þar sem bátnum er einnig ekið á landi er óljóst hvort réttindi þurfi til farþegaflutninga á landi en slík réttindi hafði skipstjórinn ekki. „Samkvæmt skipstjóranum uppfyllti hann þær kröfur um réttindi sem eigandi Jaka gerði við ráðningu hans,“ segir í skýrslunni. Ekki náðist í Einar Björn Einarsson, eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlóns sem gerir út hjólabátinn, við vinnslu fréttarinnar. Rannsóknarnefndin setur fram fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Auk fyrrnefndrar tillögu um afmörkun umferðar segir að nauðsynlegt sé að öryggisbúnaði báta verði haldið í fullkomnu lagi og að til sé varabúnaður. Heppilegast væri að aldrei þyrfti að bakka bátunum sökum slæms útsýnis frá þeim á landi. „Nefndin bendir sérstaklega á það í ljósi þessa slyss að reglur verði settar um öryggisbúnað slíkra farartækja,“ segir í skýrslunni. Kröfur um réttindi til að stýra hjólabátum eru óljósar og telur rannsóknarnefndin ófullnægjandi að miða kröfur eingöngu við haffæri þar sem bátunum sé einnig ekið með og án farþega á landi. Samgöngustofa þurfi að skoða sérstaklega skráningu, kröfur og réttindi til að aka og sigla slíkum bátum. Samgöngustofu er einnig ráðlagt að setja verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni og einkaflugi. Því er beint til rekstraraðila að skipstjórar sem stýri hjólabátum hafi tilskilin réttindi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira