Hindra ekki fólk í að hægja sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Maður mígur á Þingvöllum á góðviðrisdegi. Þjóðgarðsvörður segir þó ekki skorta á salernisaðstöðu. Ábyrgðin sé ferðamanna sjálfra. vísir/pjetur „Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í náttúrunni þótt ekkert skorti á salernisaðstöðuna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum„Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bakvið salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar.Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. vísir/pjeturÓlafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferðaþjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður gagnrýndi salernisaðstöðuna á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í náttúrunni þótt ekkert skorti á salernisaðstöðuna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum„Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bakvið salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar.Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. vísir/pjeturÓlafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferðaþjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður gagnrýndi salernisaðstöðuna á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira