Gott fyrir líkamann að hlaupa úti í náttúrunni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. júní 2017 14:00 Elísabet Margeirs segir mikilvægt að fara ekki of geyst af stað. Gönguhvíldir séu nauðsynlegar í byrjun. Þeir sem hafi gott þol úr öðrum íþróttum megi ekki ofmeta færni sína. Visir/Eyþór Elísabet Margeirsdóttir, hlaupakona og næringarfræðingur, segir marga byrja af of miklum ákafa þegar þeir byrja að hlaupa úti. „Ég hugsa að það sé aldrei hægt að fara of rólega af stað þegar fólk er að byrja í hlaupum. Best er að fylgja góðri áætlun sem er sniðin að byrjendum þar sem gert er ráð fyrir reglulegum gönguhvíldum. Ef fólk hefur aldrei hlaupið áður eða ekki stundað hlaup í langan tíma er gríðarlega mikilvægt að leyfa líkamanum aðlagast hreyfingunni til að fyrirbyggja meiðsli. Margir æða þó af stað og vilja ekkert stoppa og byrja jafnvel að hlaupa eins hratt og þeir geta,“ segir Elísabet og segir gönguhvíldir í byrjendaprógrömmum stuðla að því að fólk geti hreyft sig lengur í einu og sé fljótara að jafna sig. „Smám saman fer fólk að ráða betur við það að hlaupa samfellt í lengri tíma og minni líkur verða á álagsmeiðslum eins og t.d. beinhimnubólgu. Það eru margir sem byrja af of miklum ákafa og hlaupa sig í meiðsli fyrstu mánuðina sem hefði verið hægt að fyrirbyggja með markvissari æfingum á minna álagi til að byrja með,“ segir Elísabet og segir gott ráð að hlaupa fyrstu mánuðina á hraða sem er auðvelt að spjalla á, en þegar fólk hefur náð góðum tökum og komið með ákveðið grunnþol megi fara að skoða æfingaprógrömm fyrir vanari hlaupara. Hvaða mistök skyldu flestir gera fyrir utan að fara of hratt að stað? Elísabet ítrekar að margir fari of hratt af stað og ofmeti getu sína því þeir hafi jafnvel gott þol úr öðrum íþróttum. „Þeir gleyma hins vegar því að hlaupahreyfingin er gríðarlega mikið álag á líkamann ef engin aðlögun hefur átt sér stað og liðir, sinar og vöðvar hafa ekki styrkinn til að taka við þessu nýja álagi. Sumir byrja af krafti aftur í hlaupum og draga fram gamla æfingaskó sem eru komnir til ára sinna og jafnvel ekki gerðir fyrir hlaup, það er ákveðin meiðslahætta sem fylgir því þar sem sumir þurfa oft meiri dempun og styrkingu í hlaupaskóna og sérstaklega þeir sem eru að byrja eða eru sterklega byggðir og í þyngri kantinum.“ Elísabet mælir með því að hlaupa úti í náttúrunni og á mjúkum stígum. „Ég æfi mest í Öskjuhlíð, Heiðmörk og á Esjunni. Það hentar byrjendum sérstaklega vel að hlaupa á sléttum stígum því að mýkra undirlag dempar aðeins höggin af hlaupaskrefinu sem líkaminn þarf að taka við og venjast smám saman. Með því að hlaupa sem oftast á stígum get ég æft meira í hverri viku því líkaminn þolir betur álagið og magnið með því að vera alltaf á mýkra undirlagi.“ Heilsa Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, hlaupakona og næringarfræðingur, segir marga byrja af of miklum ákafa þegar þeir byrja að hlaupa úti. „Ég hugsa að það sé aldrei hægt að fara of rólega af stað þegar fólk er að byrja í hlaupum. Best er að fylgja góðri áætlun sem er sniðin að byrjendum þar sem gert er ráð fyrir reglulegum gönguhvíldum. Ef fólk hefur aldrei hlaupið áður eða ekki stundað hlaup í langan tíma er gríðarlega mikilvægt að leyfa líkamanum aðlagast hreyfingunni til að fyrirbyggja meiðsli. Margir æða þó af stað og vilja ekkert stoppa og byrja jafnvel að hlaupa eins hratt og þeir geta,“ segir Elísabet og segir gönguhvíldir í byrjendaprógrömmum stuðla að því að fólk geti hreyft sig lengur í einu og sé fljótara að jafna sig. „Smám saman fer fólk að ráða betur við það að hlaupa samfellt í lengri tíma og minni líkur verða á álagsmeiðslum eins og t.d. beinhimnubólgu. Það eru margir sem byrja af of miklum ákafa og hlaupa sig í meiðsli fyrstu mánuðina sem hefði verið hægt að fyrirbyggja með markvissari æfingum á minna álagi til að byrja með,“ segir Elísabet og segir gott ráð að hlaupa fyrstu mánuðina á hraða sem er auðvelt að spjalla á, en þegar fólk hefur náð góðum tökum og komið með ákveðið grunnþol megi fara að skoða æfingaprógrömm fyrir vanari hlaupara. Hvaða mistök skyldu flestir gera fyrir utan að fara of hratt að stað? Elísabet ítrekar að margir fari of hratt af stað og ofmeti getu sína því þeir hafi jafnvel gott þol úr öðrum íþróttum. „Þeir gleyma hins vegar því að hlaupahreyfingin er gríðarlega mikið álag á líkamann ef engin aðlögun hefur átt sér stað og liðir, sinar og vöðvar hafa ekki styrkinn til að taka við þessu nýja álagi. Sumir byrja af krafti aftur í hlaupum og draga fram gamla æfingaskó sem eru komnir til ára sinna og jafnvel ekki gerðir fyrir hlaup, það er ákveðin meiðslahætta sem fylgir því þar sem sumir þurfa oft meiri dempun og styrkingu í hlaupaskóna og sérstaklega þeir sem eru að byrja eða eru sterklega byggðir og í þyngri kantinum.“ Elísabet mælir með því að hlaupa úti í náttúrunni og á mjúkum stígum. „Ég æfi mest í Öskjuhlíð, Heiðmörk og á Esjunni. Það hentar byrjendum sérstaklega vel að hlaupa á sléttum stígum því að mýkra undirlag dempar aðeins höggin af hlaupaskrefinu sem líkaminn þarf að taka við og venjast smám saman. Með því að hlaupa sem oftast á stígum get ég æft meira í hverri viku því líkaminn þolir betur álagið og magnið með því að vera alltaf á mýkra undirlagi.“
Heilsa Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira