Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2017 18:31 Fjármálaráðherra telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. Opna þurfi aðgang almennings að hlutfélagaskrá og bæta skráningu eigenda og einfalda virðisaukaskattskerfið með það að markmiði að takmarka undanskot. Þess eru fá dæmi að hugmynd fái eins hörð viðbrögð og skjótan endi og hugmynd starfshóps á vegum fjármálaráðherra að leggja af tíu þúsund króna og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn í baráttunni gegn skattsvikum. Tæpum sólarhring eftir að hugmyndin var sett fram hefur henni verið ýtt út af borðinu. „Það er greinilegt að þetta féll ekki í kramið. Ég hugsaði það nú, að þetta var ekkert meginefni í tillögum nefndanna. Þannig að ég hugsaði með mér að við skulum frekar sameinast um markmiðið sem við erum öll sammála um. Berjast gegn skattsvikunum og tökum þetta út af dagskrá,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Virðisaukaskattskerfið einfaldað Í tillögunum sem tveir starfshópar fjármáláráðherra kynntu í gær er meðal annars lagt til að virðisaukaskattskerfið verði einfaldað, bæði í framkvæmd og álagningu. Lagt er til að bilið milli efra og neðra þreps verði minnkað eða tekið upp eitt þrep sem gæti þá verið 20 prósent í stað 24 prósenta nú í evra þrepi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013.Vísir/GVA„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum t.d. með mat í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi og það hefur verið viðkvæmara en aðrar vörutegundir. Þannig að við verðum líka að gera okkur grein fyrir því hvort pólitísk samstaða er um þetta. Er líklegt að fólk sé ánægt með að borga aðeins meira fyrir amt gegn því að það borgi almennt minni virðisaukaskatt. Þetta þarf að vega og meta og það eru ekki bara skattverndarsjónarmið, við verðum að hafa önnur sjónarmið í huga líka,“ segir fjármálaráðherra. Þá leggur starfshópur til að aðgengi almennings að hlutafélagaskrá verði opnari til hægt sé að fletta eigendum fyrirtækja upp og strangari skilyrði verði sett fyrir því að stofna hlutafélög og einkahlutafélög. Einnig verði skylt að greiða öll laun inn á reikning launafólks til að koma í veg fyrir undanskot og svindl á starfsfólki. Þá verði tekist á við kennitöluflakk með markvissum aðgerðum. „Menn fara í atvinnurekstur, stofna til skulda, haupa frá þeim, meðal annars skuldum við ríkið en auðvitað við fleiri. Þetta verðum við að stoppa og þetta er stóratriði. Þarna heyri ég að er mjög mikill samhljómur milli aðila vinnumarkaðrins og alls almennings. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við náum að hrinda því í framkvæmd fljótlega,“ segir Benedikt Jóhannesson. Skattar og tollar Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Fjármálaráðherra telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. Opna þurfi aðgang almennings að hlutfélagaskrá og bæta skráningu eigenda og einfalda virðisaukaskattskerfið með það að markmiði að takmarka undanskot. Þess eru fá dæmi að hugmynd fái eins hörð viðbrögð og skjótan endi og hugmynd starfshóps á vegum fjármálaráðherra að leggja af tíu þúsund króna og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn í baráttunni gegn skattsvikum. Tæpum sólarhring eftir að hugmyndin var sett fram hefur henni verið ýtt út af borðinu. „Það er greinilegt að þetta féll ekki í kramið. Ég hugsaði það nú, að þetta var ekkert meginefni í tillögum nefndanna. Þannig að ég hugsaði með mér að við skulum frekar sameinast um markmiðið sem við erum öll sammála um. Berjast gegn skattsvikunum og tökum þetta út af dagskrá,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Virðisaukaskattskerfið einfaldað Í tillögunum sem tveir starfshópar fjármáláráðherra kynntu í gær er meðal annars lagt til að virðisaukaskattskerfið verði einfaldað, bæði í framkvæmd og álagningu. Lagt er til að bilið milli efra og neðra þreps verði minnkað eða tekið upp eitt þrep sem gæti þá verið 20 prósent í stað 24 prósenta nú í evra þrepi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013.Vísir/GVA„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum t.d. með mat í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi og það hefur verið viðkvæmara en aðrar vörutegundir. Þannig að við verðum líka að gera okkur grein fyrir því hvort pólitísk samstaða er um þetta. Er líklegt að fólk sé ánægt með að borga aðeins meira fyrir amt gegn því að það borgi almennt minni virðisaukaskatt. Þetta þarf að vega og meta og það eru ekki bara skattverndarsjónarmið, við verðum að hafa önnur sjónarmið í huga líka,“ segir fjármálaráðherra. Þá leggur starfshópur til að aðgengi almennings að hlutafélagaskrá verði opnari til hægt sé að fletta eigendum fyrirtækja upp og strangari skilyrði verði sett fyrir því að stofna hlutafélög og einkahlutafélög. Einnig verði skylt að greiða öll laun inn á reikning launafólks til að koma í veg fyrir undanskot og svindl á starfsfólki. Þá verði tekist á við kennitöluflakk með markvissum aðgerðum. „Menn fara í atvinnurekstur, stofna til skulda, haupa frá þeim, meðal annars skuldum við ríkið en auðvitað við fleiri. Þetta verðum við að stoppa og þetta er stóratriði. Þarna heyri ég að er mjög mikill samhljómur milli aðila vinnumarkaðrins og alls almennings. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við náum að hrinda því í framkvæmd fljótlega,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02