Ron Howard nýr leikstjóri Han Solo-myndarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 17:50 Ron Howard hlaut Óskarsverðlaun fyrir myndina A Beautiful Mind árið 2001. Vísir/Getty Ron Howard hefur verið ráðinn leikstjóri fyrirhugaðrar Stjörnustríðs-kvikmyndar um Han Solo en leikstjórarnir sem áður höfðu verið ráðnir til verksins hættu í vikunni. Lucasfilm, framleiðslufyrirtæki George Lucas, tilkynnti um ráðningu Howard á heimasíðu Stjörnustríðskvikmyndanna í dag. „Það gleður okkur að tilkynna að Ron Howard mun leikstýra Han Solo myndinni. Við erum með æðislegt handrit, einvalalið leikara og starfsfólks og höfum einsett okkur að búa til frábæra kvikmynd. Tökur munu hefjast aftur 10. júlí,“ segir í tilkynningunni. Fyrr í vikunni hættu báðir leikstjórar kvikmyndarinnar, Phil Lord og Christopher Miller, vegna listræns ágreinings við Kathleen Kennedy, forseta Lucasfilm og framleiðanda myndarinnar um Han Solo. Howard er því ráðinn í þeirra stað. Ron Howard hefur unnið sér nokkuð margt til frægðar sem leikstjóri í Hollywood en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndunum Willow, Apollo 13, The Da Vinci Code og A Beautiful Mind. Gert er ráð fyrir að kvikmynd Lucasfilm um Stjörnustríðs-kappann Han Solo verði frumsýnd 25. maí á næsta ári. Tengdar fréttir Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46 Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ron Howard hefur verið ráðinn leikstjóri fyrirhugaðrar Stjörnustríðs-kvikmyndar um Han Solo en leikstjórarnir sem áður höfðu verið ráðnir til verksins hættu í vikunni. Lucasfilm, framleiðslufyrirtæki George Lucas, tilkynnti um ráðningu Howard á heimasíðu Stjörnustríðskvikmyndanna í dag. „Það gleður okkur að tilkynna að Ron Howard mun leikstýra Han Solo myndinni. Við erum með æðislegt handrit, einvalalið leikara og starfsfólks og höfum einsett okkur að búa til frábæra kvikmynd. Tökur munu hefjast aftur 10. júlí,“ segir í tilkynningunni. Fyrr í vikunni hættu báðir leikstjórar kvikmyndarinnar, Phil Lord og Christopher Miller, vegna listræns ágreinings við Kathleen Kennedy, forseta Lucasfilm og framleiðanda myndarinnar um Han Solo. Howard er því ráðinn í þeirra stað. Ron Howard hefur unnið sér nokkuð margt til frægðar sem leikstjóri í Hollywood en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndunum Willow, Apollo 13, The Da Vinci Code og A Beautiful Mind. Gert er ráð fyrir að kvikmynd Lucasfilm um Stjörnustríðs-kappann Han Solo verði frumsýnd 25. maí á næsta ári.
Tengdar fréttir Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46 Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46