Ökumaður sem lést í sjálfstýrandi Teslu hunsaði ítrekaðar viðvaranir Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 10:07 Rafbílaframleiðandinn Tesla býður upp sjálfstýribúnað í bílum sínum. Vísir/EPA Tölvukerfi Tesla-rafmagnsbifreiðar sem var á sjálfstýringu varaði ökumanninn sex sinnum við með hljóðtilkynningu að hann ætti að taka við stýrinu áður en hann skall á vöruflutningabíl á miklum hraða í fyrra. Slysið var fyrsta banaslysið þar sem sjálfstýrandi bíll kom við sögu. Rannsóknarnefnd bandarískra yfirvalda hefur komist að því að ökumaðurinn fékk sex hljóðviðvaranir auk þess sem sjö tilkynningar birtust í mælaborði bílsins síðustu mínúturnar fyrir áreksturinn. Slysið átti sér stað nærri Williston í Flórída í maí í fyrra. Sjálfstýringarbúnaður er í Tesla-bifreiðum en fyrirtækið gerir engu að síður þá kröfu að ökumenn séu með hendur á stýri allan tímann sem sjálfstýringin er í gangi.Loka á ökumenn sem hunsa viðvaranir ítrekað Gögn úr bílnum sýndu hins vegar að ökumaðurinn hafði ekki haft hendur á stýri 90% af hinstu ökuferðinni, að því er segir í frétt Washington Post. Jók hann jafnvel hraðann tveimur mínútum fyrir slysið. Þegar hann rakst á flutningabílinn var hann á yfir 110 km/klst. Ökumaðurinn gerði enga tilraun til að bremsa, stýra eða forða árekstrinum.Sjá einnig:Ný uppfærsla Tesla gerir bílinn nánast sjálfkeyrandi Slysið hefur vakið mikla athygli enda sjálfstýrandi og sjálfkeyrandi bílar enn nýir af nálinni. Talið er að niðurstaða rannsóknarinnar á orsökum þess geti haft áhrif á afstöðu almennings til sjálfkeyrandi bifreiða. Eftir slysið uppfærði Tesla hugbúnaðinn. Hunsi ökumenn öryggisviðvaranir sjálfstýribúnaðsins ítrekað slekkur bíllinn á honum. Ekki er þá hægt að nota sjálfstýringuna þar til bíllinn er ræstur aftur. Tækni Tengdar fréttir Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Tölvukerfi Tesla-rafmagnsbifreiðar sem var á sjálfstýringu varaði ökumanninn sex sinnum við með hljóðtilkynningu að hann ætti að taka við stýrinu áður en hann skall á vöruflutningabíl á miklum hraða í fyrra. Slysið var fyrsta banaslysið þar sem sjálfstýrandi bíll kom við sögu. Rannsóknarnefnd bandarískra yfirvalda hefur komist að því að ökumaðurinn fékk sex hljóðviðvaranir auk þess sem sjö tilkynningar birtust í mælaborði bílsins síðustu mínúturnar fyrir áreksturinn. Slysið átti sér stað nærri Williston í Flórída í maí í fyrra. Sjálfstýringarbúnaður er í Tesla-bifreiðum en fyrirtækið gerir engu að síður þá kröfu að ökumenn séu með hendur á stýri allan tímann sem sjálfstýringin er í gangi.Loka á ökumenn sem hunsa viðvaranir ítrekað Gögn úr bílnum sýndu hins vegar að ökumaðurinn hafði ekki haft hendur á stýri 90% af hinstu ökuferðinni, að því er segir í frétt Washington Post. Jók hann jafnvel hraðann tveimur mínútum fyrir slysið. Þegar hann rakst á flutningabílinn var hann á yfir 110 km/klst. Ökumaðurinn gerði enga tilraun til að bremsa, stýra eða forða árekstrinum.Sjá einnig:Ný uppfærsla Tesla gerir bílinn nánast sjálfkeyrandi Slysið hefur vakið mikla athygli enda sjálfstýrandi og sjálfkeyrandi bílar enn nýir af nálinni. Talið er að niðurstaða rannsóknarinnar á orsökum þess geti haft áhrif á afstöðu almennings til sjálfkeyrandi bifreiða. Eftir slysið uppfærði Tesla hugbúnaðinn. Hunsi ökumenn öryggisviðvaranir sjálfstýribúnaðsins ítrekað slekkur bíllinn á honum. Ekki er þá hægt að nota sjálfstýringuna þar til bíllinn er ræstur aftur.
Tækni Tengdar fréttir Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20