Eigandi Prooptik í hluthafahóp Kviku Hörður Ægisson skrifar 21. júní 2017 09:00 Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum. Gunnar Henrik B. Gunnarsson, fjárfestir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Prooptik, er kominn í hluthafahóp Kviku fjárfestingarbanka með rúmlega tveggja prósenta eignarhlut sem hann á óbeint í gegnum eignarhaldsfélagið RES II. Gunnar keypti hlutinn af breska fjárfestinum Don McCarthy, fyrrverandi stjórnarformanni House of Fraser, en hann átti helmingshlut í fjárfestingarfélaginu Grandier, sem var með samtals sjö prósenta eignarhlut í Kviku, á móti fjárfestinum Sigurði Bollasyni. Félagið RES II hefur núna tekið yfir hlut Grandier samhliða því að McCarthy hefur losað um fjárfestingu sína í bankanum en félagið seldi einnig fyrir skemmstu átta prósenta hlut sinn í tryggingafélaginu VÍS. McCarthy hefur dregið úr fjárfestingum sínum á Íslandi vegna veikinda sem hann hefur glímt við.Gunnar á 30 prósenta hlut í félaginu RES II sem á aftur sjö prósent í Kviku.Sigurður hefur á sama tíma aukið lítillega við hlut sinn í Kviku og fer núna með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bankanum í gegnum félagið RES II sem er í eigu hans og Gunnars. Auk þess að vera hluthafi í Kviku á Gunnar, ásamt eiginkonu sinni Lovísu Ólafsdóttur, meðal annars 9,5 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Verðbréf. Félagið Grandier eignaðist sjö prósenta hlutinn í Kviku í lok nóvember í fyrra. Á sama tíma og Sigurður og McCarthy komu inn í hluthafahóp bankans fyrir um sjö mánuðum keyptu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þau eiga sömuleiðis um átta prósent í VÍS og er Svanhildur Nanna stjórnarformaður félagsins. Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum og arðsemi eigin fjár var 34,7 prósent. Þá var hagnaður bankans eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs tæplega 400 milljónir, sem var talsvert umfram áætlun. Stærsti hluthafi Kviku er VÍS með um 25 prósent. Á meðal annarra helstu hluthafa bankans, fyrir utan RES II og KB2 fjárfestingar, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brimgarðar ehf., Varða Capital og fjárfestingarfélagið Sigla. Mest lesið Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Sjá meira
Gunnar Henrik B. Gunnarsson, fjárfestir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Prooptik, er kominn í hluthafahóp Kviku fjárfestingarbanka með rúmlega tveggja prósenta eignarhlut sem hann á óbeint í gegnum eignarhaldsfélagið RES II. Gunnar keypti hlutinn af breska fjárfestinum Don McCarthy, fyrrverandi stjórnarformanni House of Fraser, en hann átti helmingshlut í fjárfestingarfélaginu Grandier, sem var með samtals sjö prósenta eignarhlut í Kviku, á móti fjárfestinum Sigurði Bollasyni. Félagið RES II hefur núna tekið yfir hlut Grandier samhliða því að McCarthy hefur losað um fjárfestingu sína í bankanum en félagið seldi einnig fyrir skemmstu átta prósenta hlut sinn í tryggingafélaginu VÍS. McCarthy hefur dregið úr fjárfestingum sínum á Íslandi vegna veikinda sem hann hefur glímt við.Gunnar á 30 prósenta hlut í félaginu RES II sem á aftur sjö prósent í Kviku.Sigurður hefur á sama tíma aukið lítillega við hlut sinn í Kviku og fer núna með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bankanum í gegnum félagið RES II sem er í eigu hans og Gunnars. Auk þess að vera hluthafi í Kviku á Gunnar, ásamt eiginkonu sinni Lovísu Ólafsdóttur, meðal annars 9,5 prósenta hlut í verðbréfafyrirtækinu ALM Verðbréf. Félagið Grandier eignaðist sjö prósenta hlutinn í Kviku í lok nóvember í fyrra. Á sama tíma og Sigurður og McCarthy komu inn í hluthafahóp bankans fyrir um sjö mánuðum keyptu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þau eiga sömuleiðis um átta prósent í VÍS og er Svanhildur Nanna stjórnarformaður félagsins. Á árinu 2016 nam hagnaður Kviku um tveimur milljörðum og arðsemi eigin fjár var 34,7 prósent. Þá var hagnaður bankans eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs tæplega 400 milljónir, sem var talsvert umfram áætlun. Stærsti hluthafi Kviku er VÍS með um 25 prósent. Á meðal annarra helstu hluthafa bankans, fyrir utan RES II og KB2 fjárfestingar, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brimgarðar ehf., Varða Capital og fjárfestingarfélagið Sigla.
Mest lesið Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Sjá meira