Segjast finna fyrir því að hægist á komum ferðamanna Benedikt bóas skrifar 21. júní 2017 07:00 Forstöðumaður Ferðamálastofu segir krónuna vera vandamálið í ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/Pjetur Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustu (SAF) finna að tekið hefur að hægjast á komum ferðamanna, sérstaklega á hinum svokölluðu köldu svæðum sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki er jafn mikil fækkun á svæðunum í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni en þó eru blikur á lofti. Þegar evran fór niður fyrir 120 krónur fóru ferðamenn að halda að sér höndum og jafnvel afbóka. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, fagstofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á sviði ferðamála, segir tilfinninguna vera um fækkun. „Tölurnar eru hins vegar ekki komnar svo það er ekki hægt að rökstyðja tilfinninguna um fækkun með tölum enn,“ segir hann. „En þegar evran datt niður fyrir 120 krónurnar þá gerðist eitthvað. Þar virðast hafa verið sársaukamörkin í þessari styrkingu krónunnar. En við sjáum frá Isavia að það er ekki fækkun í fluginu því það er svo ódýrt að fljúga til landsins. Hins vegar er það kannski svo, þegar krónan er eins og hún er, að fólk á ekki fyrir jafn miklu. Það er krónan sem er að koma okkur í koll.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVÍSIR/ERNIRHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Elíasi og segir tilfinninguna svipaða. „Ég er ekki með staðfestar tölur en okkar félagsmenn finna fyrir því að það sé að hægjast á. Svæðin í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni eru í skárri málum en úti á landi, en það er ljóst að afkoma fyrirtækjanna er ekki í línulegu sambandi við fjölgun ferðamanna.“ Helga telur mikilvægt að ráðamenn hlusti. „Á sama tíma og gengið er að styrkjast um tugi prósenta og launakostnaður um svipað – svo ekki sé talað um ósamkeppnishæfan fjármagnskostnað – á að bæta tæplega 20 milljarða virðisaukaskattshækkun á greinina. Ferðaþjónustan er mikilvæg útflutningsatvinnugrein fyrir þjóðarbúið en hún er að tapa samkeppnishæfni sinni.“ Hún segir afar slæmt að stjórnvöld ætli að bæta þessum skatti á greinina sem sé í þrengingum. „Menn þurfa að taka höndum saman og tryggja stöðugleika og það um allt land. Þannig eykst verðmætasköpun hennar fyrir allt þjóðarbúið. En það er ekki gert með því að skattpína hana,“ segir Helga. „Við eigum stórt land og ferðaþjónustuaðilar hafa verið að byggja upp á spennandi svæðum. Þessa innviði eigum við að nýta og tryggja þannig byggðastefnu í sessi. Þessir aðilar munu fara verst út komi til skattahækkana eins og ríkisstjórnin áformar nú.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustu (SAF) finna að tekið hefur að hægjast á komum ferðamanna, sérstaklega á hinum svokölluðu köldu svæðum sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki er jafn mikil fækkun á svæðunum í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni en þó eru blikur á lofti. Þegar evran fór niður fyrir 120 krónur fóru ferðamenn að halda að sér höndum og jafnvel afbóka. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, fagstofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á sviði ferðamála, segir tilfinninguna vera um fækkun. „Tölurnar eru hins vegar ekki komnar svo það er ekki hægt að rökstyðja tilfinninguna um fækkun með tölum enn,“ segir hann. „En þegar evran datt niður fyrir 120 krónurnar þá gerðist eitthvað. Þar virðast hafa verið sársaukamörkin í þessari styrkingu krónunnar. En við sjáum frá Isavia að það er ekki fækkun í fluginu því það er svo ódýrt að fljúga til landsins. Hins vegar er það kannski svo, þegar krónan er eins og hún er, að fólk á ekki fyrir jafn miklu. Það er krónan sem er að koma okkur í koll.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVÍSIR/ERNIRHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Elíasi og segir tilfinninguna svipaða. „Ég er ekki með staðfestar tölur en okkar félagsmenn finna fyrir því að það sé að hægjast á. Svæðin í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni eru í skárri málum en úti á landi, en það er ljóst að afkoma fyrirtækjanna er ekki í línulegu sambandi við fjölgun ferðamanna.“ Helga telur mikilvægt að ráðamenn hlusti. „Á sama tíma og gengið er að styrkjast um tugi prósenta og launakostnaður um svipað – svo ekki sé talað um ósamkeppnishæfan fjármagnskostnað – á að bæta tæplega 20 milljarða virðisaukaskattshækkun á greinina. Ferðaþjónustan er mikilvæg útflutningsatvinnugrein fyrir þjóðarbúið en hún er að tapa samkeppnishæfni sinni.“ Hún segir afar slæmt að stjórnvöld ætli að bæta þessum skatti á greinina sem sé í þrengingum. „Menn þurfa að taka höndum saman og tryggja stöðugleika og það um allt land. Þannig eykst verðmætasköpun hennar fyrir allt þjóðarbúið. En það er ekki gert með því að skattpína hana,“ segir Helga. „Við eigum stórt land og ferðaþjónustuaðilar hafa verið að byggja upp á spennandi svæðum. Þessa innviði eigum við að nýta og tryggja þannig byggðastefnu í sessi. Þessir aðilar munu fara verst út komi til skattahækkana eins og ríkisstjórnin áformar nú.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira