Íslendingar draga ráðherra Eystrasaltsráðsins til fyrsta fundar í fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2017 19:04 Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins ásamt fulltrúa Evrópusambandsins funduðu um framtíð sína og fleira á fundi í Reykjavík í dag. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur ár sem ráðherrar allra ríkjanna koma saman til fundar. Öll Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin þrjú, Þýskaland, Pólland og Rússland eiga aðild að Eystrasaltsráðinu sem stofnað var fyrir 25 árum en á fundinum í Reykjavík í dag var einnig fulltrúi Evrópusambandsins. En vegna yfirtöku Rússa á Krímskaga og hernaðarlegra afskipta í Úkraínu, hefur ekki verið haldinn ráðherrafundur í ráðinu í fjögur ár. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og formaður Eystrasaltsráðsins, segir Íslendinga hafa gegnt formennsku í því í eitt ár og lagt áherslu á að koma þessum fundi á. „Við vildum þetta samtal á. Þótt það væru erfiðleikar milli þjóðanna þyrfti samtal stjórnmálamanna til að ýta málum áfram. Það er ekkert launungarmál að Eystrasaltslöndin voru treg í taumi. En kannski vegna vinfengis þeirra við Íslendinga fyrr og síðar hafi gert það að verkum að þau gáfu eftir. Því þetta ráð byggir á að allir séu einhuga um niðurstöðu,“ segir Guðmundur Árni. Á meðal fundarefna í dag var framtíð svæðisins, svæðisbundin innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, almannavarnir og samstarf um rannsóknir og nýsköpun. Þá voru áherslumál formennsku Íslands um réttindi barna, lýðræði og jafnrétti til umræðu. Guðmundur Árni segir að vissulega hafi hegðun Rússa undanfarin ár haft truflandi áhrif en öryggismál séu ekki rædd í Eystrasaltsráðinu. „En auðvitað tengist þetta hinni stóru mynd. Það er auðvitað togstreyta til staðar. En við Íslendingar segjum alltaf; tökum samtalið og reynum að finna sameiginlega niðurstöðu og skilning,“ segir Guðmundur Árni. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins ásamt fulltrúa Evrópusambandsins funduðu um framtíð sína og fleira á fundi í Reykjavík í dag. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur ár sem ráðherrar allra ríkjanna koma saman til fundar. Öll Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin þrjú, Þýskaland, Pólland og Rússland eiga aðild að Eystrasaltsráðinu sem stofnað var fyrir 25 árum en á fundinum í Reykjavík í dag var einnig fulltrúi Evrópusambandsins. En vegna yfirtöku Rússa á Krímskaga og hernaðarlegra afskipta í Úkraínu, hefur ekki verið haldinn ráðherrafundur í ráðinu í fjögur ár. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og formaður Eystrasaltsráðsins, segir Íslendinga hafa gegnt formennsku í því í eitt ár og lagt áherslu á að koma þessum fundi á. „Við vildum þetta samtal á. Þótt það væru erfiðleikar milli þjóðanna þyrfti samtal stjórnmálamanna til að ýta málum áfram. Það er ekkert launungarmál að Eystrasaltslöndin voru treg í taumi. En kannski vegna vinfengis þeirra við Íslendinga fyrr og síðar hafi gert það að verkum að þau gáfu eftir. Því þetta ráð byggir á að allir séu einhuga um niðurstöðu,“ segir Guðmundur Árni. Á meðal fundarefna í dag var framtíð svæðisins, svæðisbundin innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, almannavarnir og samstarf um rannsóknir og nýsköpun. Þá voru áherslumál formennsku Íslands um réttindi barna, lýðræði og jafnrétti til umræðu. Guðmundur Árni segir að vissulega hafi hegðun Rússa undanfarin ár haft truflandi áhrif en öryggismál séu ekki rædd í Eystrasaltsráðinu. „En auðvitað tengist þetta hinni stóru mynd. Það er auðvitað togstreyta til staðar. En við Íslendingar segjum alltaf; tökum samtalið og reynum að finna sameiginlega niðurstöðu og skilning,“ segir Guðmundur Árni.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira