Innlent

Fjaðrárgljúfur enn til sölu: Fasteignasali segir marga hafa sýnt jörðinni áhuga

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Magnús segir að þeir sem festi kaup á jörðinni muni líklega tengja hana við ferðaþjónustu á Íslandi.
Magnús segir að þeir sem festi kaup á jörðinni muni líklega tengja hana við ferðaþjónustu á Íslandi. Vísir/Vilhelm
Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi var sett á sölu í desember 2016. Hluti eignarinnar er Fjaðrárgljúfur sem er ein mesta náttúruperla landsins.

Magnús Leópoldsson, löggildur fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, er einn þeirra sem sér um sölu jarðarinnar. Hann tekur fram, í samtali við Vísi, að jörðin sé ekki seld eins og er. Magnús segir að þeir sem festi kaup á jörðinni muni líklega tengja hana við ferðaþjónustu á Íslandi.

Sjá einnig: Náttúruperlan Fjaðrárgljúfur auglýst til sölu

„Það eru aðilar að skoða þetta. Þessu hefur verið sýndur töluverður áhugi og þetta er í athugun,“ segir Magnús.  Hann nefnir að það taki tíma að selja jörð sem þessa og tæknileg atriði geti hægt á ferlinu. Til að mynda þurfi að fjármagna kaupin en jörð sem þessi kostar gífurlegar fjárhæðir.

„Þetta gengur ekki eins hratt fyrir sig og að selja litla íbúð í Reykjavík. Það eru alls konar ástæður fyrir því að mál tefjast,“ segir Magnús en býst við að jörðin verði seld á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×