Golf

Tiger fær aðstoð við lyfin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. vísir/getty
Tiger Woods greindi frá því í gær að hann hefði leitað á náðir sérfræðinga til að aðstoða sig með lyfjaskammtana sína.

Tiger er tiltölulega nýkominn úr sinni fjórðu bakaðgerð á síðustu þremur árum og var handtekinn á dögunum þar sem hann var lyfjaður undir stýri og átti erfitt með mál.

Hann var augljóslega búinn að dæla í sig allt of mikið af sterkum verkjalyfjum og nú hefur hann fengið sérfræðiráðgjöf um hvernig sé best að haga sinni lyfjainntöku.

Tiger þakkaði einnig fyrir allan stuðninginn sem hann hefði fengið síðustu vikur.


Tengdar fréttir

Benzinn hans Tigers var stórskemmdur

Tiger Woods var handtekinn í Flórída á dögunum og það þarf ekki að koma á óvart að lögreglumenn hafi talið að hann væri ölvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×