Engin lögga vilji vera sú fyrsta til að grípa til byssunnar Snærós Sindradóttir skrifar 20. júní 2017 07:00 Stefna lögreglunnar er að almennir lögreglumenn komi aldrei til með að þurfa að bera skotvopn dagsdaglega. Aginn er mikill sem og þjálfun lögreglumanna, en enginn vill vera fyrstur til að hleypa af. vísir/eyþór „Almennir lögreglumenn vilja halda því sem lengst að þeir verði ekki vopnaðir skotvopnum daglega. Það hefur enginn áhuga á því,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn sem beita skotvopnum mega búast við því að umfangsmikil rannsókn fari fram á atvikinu. Sé niðurstaðan sú að lögreglumaðurinn hafi gengið of langt í valdbeitingu getur hann hlotið dóm fyrir. „Lögreglumaður er alltaf ábyrgur fyrir því að beita ekki meira harðræði en þörf er á. Síðan er það dómstóla að skera úr um hvort lögregla hefur farið út fyrir valdsvið sitt eða ekki. Öll svona mál eru rannsökuð út í ystu æsar,“ segir Ásgeir. Eðli málsins samkvæmt er það engin óskastaða fyrir lögreglumenn að vera rannsakaðir svo gaumgæfilega.Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Fréttablaðið/Anton Brink„Það er nákvæmlega sama ábyrgð sem hvílir á lögreglumönnum við notkun handjárna, kylfu, gass eða skotvopna. Það er bara mismunandi stig valdbeitingar. Þetta er ekki öðruvísi vald en hitt, það bara hefur meiri afleiðingar. Ef lögreglumaður notar valdbeitingarheimild er honum skylt að stoppa þegar hann hefur náð því fram sem hann ætlar að ná fram. Ef lögreglumaður á að nota skotvopn þá er hvert einasta skot sjálfstæð ákvörðun. Ef eitt skot dugar til að stöðva hættuna þá má ekki nota tuttugu skot til vonar og vara.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hljóta almennir lögregluþjónar á bilinu 69 til 99 klukkustunda þjálfun á ári, meðal annars í skotvopnaburði. Lögreglubílar eru búnir skotvopnum í sérstökum öryggishólfum en almennir lögreglumenn hafa aldrei tekið byssu úr slíðri. Skotvopnaburður hefur því alfarið verið í höndum sérsveitar Ríkislögreglustjóra. „Við viljum hafa það þannig að við munum aldrei þurfa að nota skotvopn. Það er mikill agi og mikil þjálfun sem lögreglumenn fá en það vill enginn vera sá fyrsti. Það er okkar stefna að það verði enginn sá fyrsti.“ Ásgeir segir að á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fyrir helgi hafi komið fram í máli lögreglustjóra að almenn lögregla yrði ekki búin skotvopnum dagsdaglega. „Þetta er okkar sérstaða. Við viljum halda henni sem lengst. En við viljum líka sýna ábyrgð og vera með vel þjálfaða lögreglumenn sem geta sinnt öllum verkefnum.“ Gátu ekki sinnt skyldum í skotárás Árið 2011 varð skotárás í Bryggjuhverfi í Reykjavík. Þá höfðu lögreglumenn ekki fengið jafn markvissa skotvopnaþjálfun og nú tíðkast. Ásgeir segir að almennir lögreglumenn hafi ekki getað sinnt skyldum sínum þegar það mál kom upp. „Við höfum skyldum að gegna en sérsveitin mun aldrei geta leyst öll mál ein. Þá vorum við ekki með þjálfaða lögreglumenn og áttum ekki þann búnað sem þarf til að senda lögreglumenn í návígi, til þess að loka svæði af og tryggja öryggi almennra borgara.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45 Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
„Almennir lögreglumenn vilja halda því sem lengst að þeir verði ekki vopnaðir skotvopnum daglega. Það hefur enginn áhuga á því,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumenn sem beita skotvopnum mega búast við því að umfangsmikil rannsókn fari fram á atvikinu. Sé niðurstaðan sú að lögreglumaðurinn hafi gengið of langt í valdbeitingu getur hann hlotið dóm fyrir. „Lögreglumaður er alltaf ábyrgur fyrir því að beita ekki meira harðræði en þörf er á. Síðan er það dómstóla að skera úr um hvort lögregla hefur farið út fyrir valdsvið sitt eða ekki. Öll svona mál eru rannsökuð út í ystu æsar,“ segir Ásgeir. Eðli málsins samkvæmt er það engin óskastaða fyrir lögreglumenn að vera rannsakaðir svo gaumgæfilega.Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Fréttablaðið/Anton Brink„Það er nákvæmlega sama ábyrgð sem hvílir á lögreglumönnum við notkun handjárna, kylfu, gass eða skotvopna. Það er bara mismunandi stig valdbeitingar. Þetta er ekki öðruvísi vald en hitt, það bara hefur meiri afleiðingar. Ef lögreglumaður notar valdbeitingarheimild er honum skylt að stoppa þegar hann hefur náð því fram sem hann ætlar að ná fram. Ef lögreglumaður á að nota skotvopn þá er hvert einasta skot sjálfstæð ákvörðun. Ef eitt skot dugar til að stöðva hættuna þá má ekki nota tuttugu skot til vonar og vara.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hljóta almennir lögregluþjónar á bilinu 69 til 99 klukkustunda þjálfun á ári, meðal annars í skotvopnaburði. Lögreglubílar eru búnir skotvopnum í sérstökum öryggishólfum en almennir lögreglumenn hafa aldrei tekið byssu úr slíðri. Skotvopnaburður hefur því alfarið verið í höndum sérsveitar Ríkislögreglustjóra. „Við viljum hafa það þannig að við munum aldrei þurfa að nota skotvopn. Það er mikill agi og mikil þjálfun sem lögreglumenn fá en það vill enginn vera sá fyrsti. Það er okkar stefna að það verði enginn sá fyrsti.“ Ásgeir segir að á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis fyrir helgi hafi komið fram í máli lögreglustjóra að almenn lögregla yrði ekki búin skotvopnum dagsdaglega. „Þetta er okkar sérstaða. Við viljum halda henni sem lengst. En við viljum líka sýna ábyrgð og vera með vel þjálfaða lögreglumenn sem geta sinnt öllum verkefnum.“ Gátu ekki sinnt skyldum í skotárás Árið 2011 varð skotárás í Bryggjuhverfi í Reykjavík. Þá höfðu lögreglumenn ekki fengið jafn markvissa skotvopnaþjálfun og nú tíðkast. Ásgeir segir að almennir lögreglumenn hafi ekki getað sinnt skyldum sínum þegar það mál kom upp. „Við höfum skyldum að gegna en sérsveitin mun aldrei geta leyst öll mál ein. Þá vorum við ekki með þjálfaða lögreglumenn og áttum ekki þann búnað sem þarf til að senda lögreglumenn í návígi, til þess að loka svæði af og tryggja öryggi almennra borgara.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13 Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45 Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Vopnaburður lögreglu ræddur á fundi allsherjarnefndar Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, forseti borgarstjórnar og borgarstjóri mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar á skrifstofum Alþingis í morgun. 16. júní 2017 10:13
Ákvörðun Ríkislögreglustjóra byggð á upplýsingum sem erfitt er að fjalla um Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis vegna vopnaburðar sérsveitarinnar 16. júní 2017 18:45
Íslendingar berjast með orðum og rökum frekar en vopnum "Við erum friðsæl þjóð sem hefur hlotið það í arf að berjast með orðum og rökum frekar en vopnum,“ sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, við athöfn í tilefni þjóðhátíðardagsins í morgun. 17. júní 2017 13:51