Í eldhúsi Evu: Laxa tacos Eva Laufey skrifar 3. júlí 2017 21:00 Laxinn tekur sig vel út í skeljunum. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að laxa tacos. Laxa tacos 600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd salt og pipar, magn eftir smekk 1 hvítlauksrif Við steikingu: 1 msk ólífuolía 1 límóna 1 msk sesamfræ Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita, kryddið til með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og bætið olíunni saman við. Rífið niður hvítlauk og bætið honum saman við. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið fiskinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Sáldrið sesamfræjum yfir fiskinn í lokin og kreistið safann úr hálfri límónu yfir fiskinn. Blandið laxinum saman við mangósalsa og berið fram í tacoskeljum. Mangósalsa 1 ferskt mangó í teningum 1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður ½ agúrka, smátt skorin ½ rauð paprika 1 stór tómatur, fínt skorinn 1 msk fínsaxaður kóríander safi og rifinn börkur af ½ límónu 1 tsk gróft salt Ferskmalaður svartur pipar, magn eftir smekk Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt niður og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar og kreistið safann úr límónunni yfir. Geymið salsa í kæli áður en þið berið það fram. Hitið tacoskeljar í ofni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, þið getið auðvitað notað heilhveitivefjur líka. Berið laxinn fram í tacoskeljum og hellið vel af sósu yfir rétt áður en þið berið skeljarnar fram. Einföld kóríandersósa Handfylli kóríander 1-2 msk ólífuolía Salt og pipar 2 dl sýrður rjómi Rifinn börkur af ¼ límónu Aðferð: Merjið kóríander og ólífuolíu í mortéli eða í matvinnsluvél, blandið kóríanderblöndunni saman við sýrða rjómann og rífið niður börk af límónu. Kryddið til með salti og pipar. Eva Laufey Lax Sjávarréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að laxa tacos. Laxa tacos 600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd salt og pipar, magn eftir smekk 1 hvítlauksrif Við steikingu: 1 msk ólífuolía 1 límóna 1 msk sesamfræ Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita, kryddið til með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og bætið olíunni saman við. Rífið niður hvítlauk og bætið honum saman við. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið fiskinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Sáldrið sesamfræjum yfir fiskinn í lokin og kreistið safann úr hálfri límónu yfir fiskinn. Blandið laxinum saman við mangósalsa og berið fram í tacoskeljum. Mangósalsa 1 ferskt mangó í teningum 1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður ½ agúrka, smátt skorin ½ rauð paprika 1 stór tómatur, fínt skorinn 1 msk fínsaxaður kóríander safi og rifinn börkur af ½ límónu 1 tsk gróft salt Ferskmalaður svartur pipar, magn eftir smekk Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt niður og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar og kreistið safann úr límónunni yfir. Geymið salsa í kæli áður en þið berið það fram. Hitið tacoskeljar í ofni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, þið getið auðvitað notað heilhveitivefjur líka. Berið laxinn fram í tacoskeljum og hellið vel af sósu yfir rétt áður en þið berið skeljarnar fram. Einföld kóríandersósa Handfylli kóríander 1-2 msk ólífuolía Salt og pipar 2 dl sýrður rjómi Rifinn börkur af ¼ límónu Aðferð: Merjið kóríander og ólífuolíu í mortéli eða í matvinnsluvél, blandið kóríanderblöndunni saman við sýrða rjómann og rífið niður börk af límónu. Kryddið til með salti og pipar.
Eva Laufey Lax Sjávarréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira