Hjóla 1300 km til styrktar krabbameinssjúkum börnum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júlí 2017 14:00 Liðin eru búin að vera undirbúa sig í allan vetur. Myndin er tekin úr síðustu æfingaferð hópsins þar sem hjólaðir voru 200 km. Team Rynkeby Ísland Þrjátíu og tveir Íslendingar ætla sér að hjóla 1300 km næstu átta daga til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar. Þetta er liður í Team Rynkeby góðgerðastarfinu sem hefst á morgun. Hægt er að leggja málefninu lið inn á vefsíðu Team Rynkeby. „Við vorum að koma til Kaupmannahöfn í morgun og erum að fara að setja hjólin saman,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, ein af meðlimum stýrihóps íslenska hópsins, þegar blaðamaður náði tali af henni. Guðbjörg segir að allskonar fólk taki þátt í verkefninu. Þetta sé því nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Alls sóttu um 70 manns um að fá að taka þátt í ár og af þeim voru 32 valdir. „Við erum búin að vera á fullu. Við seljum auglýsingalógó á fatnaði. Það erum við búin að vera að gera í vetur. Hjólafötin okkar eru með íslenskum lógóum á. Við erum búin að halda golfmót og við erum búin að vera með bíósýningu. Allt fé sem við söfnun rennur til SKB á Íslandi,“ segir Guðbjörg. Haldið verður af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í fyrramálið og hjólað verður að spítala á svæðinu og þar verður krabbameinsdeildin heimsókt. Eftir það munu liðin hefja hjólaferð sína en búist er við að farið verði 150 til 200 km á dag. Guðbjörg og maðurinn hennar, Viðar Einarsson, fengu þessa hugmynd árið 2014 þegar þau sáu lið í verkefninu leggja af stað í túrinn í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau komust fljótlega að því að íslenskt lið hefði aldrei tekið þátt. Guðbjörg fór síðan ásamt manni sínum og vinahjónum og prófuðu að hjóla með dönskum hóp í fyrra til að vita hvernig verkefnið gekk fyrir sig. Íslenska liðið er búið að þjálfa stíft í allan vetur til að undirbúa sig undir þrekvirkið. Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för. Guðbjörg nefnir að það kosti 18 þúsund danskar krónur að fá að taka þátt í verkefninu. Inn í því er fatnaður og hjól ásamt hótelgistingu. Þátttakendur greiða fyrir þátttökuna sjálfir. Alls taka 44 lið þátt í ár eða um 1.700 manns. Þar af eru 400 aðstoðarmenn. Íþróttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Þrjátíu og tveir Íslendingar ætla sér að hjóla 1300 km næstu átta daga til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hjólað verður frá Kaupmannahöfn til Parísar. Þetta er liður í Team Rynkeby góðgerðastarfinu sem hefst á morgun. Hægt er að leggja málefninu lið inn á vefsíðu Team Rynkeby. „Við vorum að koma til Kaupmannahöfn í morgun og erum að fara að setja hjólin saman,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, ein af meðlimum stýrihóps íslenska hópsins, þegar blaðamaður náði tali af henni. Guðbjörg segir að allskonar fólk taki þátt í verkefninu. Þetta sé því nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Alls sóttu um 70 manns um að fá að taka þátt í ár og af þeim voru 32 valdir. „Við erum búin að vera á fullu. Við seljum auglýsingalógó á fatnaði. Það erum við búin að vera að gera í vetur. Hjólafötin okkar eru með íslenskum lógóum á. Við erum búin að halda golfmót og við erum búin að vera með bíósýningu. Allt fé sem við söfnun rennur til SKB á Íslandi,“ segir Guðbjörg. Haldið verður af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í fyrramálið og hjólað verður að spítala á svæðinu og þar verður krabbameinsdeildin heimsókt. Eftir það munu liðin hefja hjólaferð sína en búist er við að farið verði 150 til 200 km á dag. Guðbjörg og maðurinn hennar, Viðar Einarsson, fengu þessa hugmynd árið 2014 þegar þau sáu lið í verkefninu leggja af stað í túrinn í Kaupmannahöfn. Þá byrjaði boltinn að rúlla og þau komust fljótlega að því að íslenskt lið hefði aldrei tekið þátt. Guðbjörg fór síðan ásamt manni sínum og vinahjónum og prófuðu að hjóla með dönskum hóp í fyrra til að vita hvernig verkefnið gekk fyrir sig. Íslenska liðið er búið að þjálfa stíft í allan vetur til að undirbúa sig undir þrekvirkið. Team Rynkeby er samnorrænt verkefni sem hefur verið haldið ár hvert síðan árið 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur hópur tekur þátt í verkefninu. Hjólreiðarmennirnir eru þó ekki þeir einu sem koma að verkefninu heldur er einnig aðstoðarteymi með í för. Guðbjörg nefnir að það kosti 18 þúsund danskar krónur að fá að taka þátt í verkefninu. Inn í því er fatnaður og hjól ásamt hótelgistingu. Þátttakendur greiða fyrir þátttökuna sjálfir. Alls taka 44 lið þátt í ár eða um 1.700 manns. Þar af eru 400 aðstoðarmenn.
Íþróttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira