Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði leiðtogum G20 ríkjanna í dag að þeir yrðu að vera tilbúnir til þess að finna málamiðlanir. Milljónir manna vonuðust til þess að þau myndu hjálpa til við að leysa vandamál heimsins.
Leiðtogarnir ræddu hin ýmsu málefni í dag, eins og hryðjuverk, viðskipti og loftslagsbreytingar.
„Ég er viss um að allir munu reyna að ná sem bestum árangri,“ sagði Merkel, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
„Við vitum öll af hinum stóru heimslægu vandamálum og að tíminn sé mikilvægur. Svo lausnir finnast eingöngu ef við erum tilbúin til þess að finna málamiðlanir án þess, og ég vil vera skýr, að beygja okkur of mikið.“
Merkel benti á að G20 ríkin mynda um tvo þriðju af öllum jarðarbúum, fjóra fimmtu af vergri framleiðslu heimsins og þrjá fjórðu af alþjóðaviðskiptum.
G20 ríkin eru Argentína, Ástralía, Brasilía, Síle, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Indónesía, Indland, Ítalía, Japan, Kanada, Suður-Kórea, Mexíkó, Rússlands, Sádi-Arabía, Suður-Afríka, Tyrkland, Bandaríkin og Evrópusambandið.
Leiðtogar Hollands, Noregs, Spánar, Gíneu, Senegal, Singapúr og Víetnam eru einnig á fundinum.
Nauðsynlegt að finna „málamiðlanir“

Tengdar fréttir

Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband
Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag.

Mótmælendur í Hamborg bjóða leiðtoga velkomna til helvítis
Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg.

Trump og Pútín mætast í dag
Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma.