Dómari í Pennsylvaníu tilkynnti í dag að réttað yrði aftur yfir gamanleikaranum Bill Cosby sem ákærður er fyrir kynferðisofbeldi í nóvember. Upphaflegu réttarhöldin yfir Cosby voru ómerkt í síðasta mánuði.
Kviðdómi í málinu tókst ekki að komast að niðurstöðu þrátt fyrir að hafa rætt um sekt eða sakleysi Cosby í 52 klukkustundir, að því er kemur fram í frétt Washington Post.
Cosby er ákærður fyrir að hafa byrlað konu ólyfjan og misnotað hana kynferðislega árið 2004.
Réttarhöldin í nóvember fara fram á sama stað og áður, í úthverfi Fíladelfíu.