Félagsmálaráðherra vill einfalda bótakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 14:01 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Vilhelm Nefnd sem félagsmála- og jafnréttisráðherra hefur skipað á að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Ráðherra segir nefndinni meðal annars ætlað að greina hvar svo kallaðar fátæktargildrur leynist í kerfinu og koma. Að lokinni greiningu nefndarinnar verði haft samráð við hagsmunahópa um breytingar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði nefndina í gær og segir að henni sé ætlað að skila tillögum sínum fyrir byrjun desember á þessu ári. Við endurskoðun á kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta á nefndin meðal annars að horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.Á að reyna að minnka útgjöld ríkissjóðs eða bæta hag þeirra sem fá bætur frá ríkinu?„Það er nú alls enginn útgangspunktur að minnka útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti geri ég nú ráð fyrir að þessar breytingar gætu falið í sér einhvern kostnað. Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er eftirfarandi. Við höfum verið gagnrýnd í úttektum í gegnum tíðina að á okkar bótakerfum fyrir það að tilgangur þeirra geti oft á tíðum verið mjög óskýr,“ segir Þorsteinn. Barnabætur og vaxtabætur nái til dæmis töluvert upp tekjustigann. En í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar sé að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. „Það sé óljóst til dæmis í tilfelli barnabóta hvort verið sé að hvetja til barneigna eða verið að styðja við tekjulága foreldra. Þess vegna er eitt meginmarkmiðið í þessari vinnu að skoða leiðir til að láta þessi bótakerfi styðja betur við tekjulægstu einstaklingana. Sem raunverulega þurfa þá á mestum stuðningi að halda,“ segir félagsmálaráðherra. Og þá óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Þeir sem fá bætur frá hinu opinbera hafa vakið athygli á að þau geti falið í sér alls kyns jaðaráhrif tekjulega séð. „Það er auðvitað alltaf þannig þegar við erum að styðja við tekjulægstu einstaklingana fylgja því jaðaráhrif með hækkandi tekjum. En það er þá mikilvægt að það sé samt sem áður alltaf fyrir hendi hvati til aukinna tekna. Það er að segja að fólk sé ekki að lenda í þeirri stöðu að vera nánast verr statt með hækkandi tekjum. Eins og getur gerst í einstaka tilvikum. Þannig að við munum horfa til jaðaráhrifa þessa kerfis,“ segir Þorsteinn. Hann tekur einnig fram að þegar þessi nefnd hafi lokið störfum undir lok ársins verði hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu til að móta endanlegar tillögur til úrbóta á bótakerfinu. Þá muni nefnd á vegum fjármálaráðherra endurskoða tekjuskattskerfið og gera það með hliðsjón af breytingum á bótakerfinu. Tengdar fréttir Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Nefnd sem félagsmála- og jafnréttisráðherra hefur skipað á að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Ráðherra segir nefndinni meðal annars ætlað að greina hvar svo kallaðar fátæktargildrur leynist í kerfinu og koma. Að lokinni greiningu nefndarinnar verði haft samráð við hagsmunahópa um breytingar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði nefndina í gær og segir að henni sé ætlað að skila tillögum sínum fyrir byrjun desember á þessu ári. Við endurskoðun á kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta á nefndin meðal annars að horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.Á að reyna að minnka útgjöld ríkissjóðs eða bæta hag þeirra sem fá bætur frá ríkinu?„Það er nú alls enginn útgangspunktur að minnka útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti geri ég nú ráð fyrir að þessar breytingar gætu falið í sér einhvern kostnað. Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er eftirfarandi. Við höfum verið gagnrýnd í úttektum í gegnum tíðina að á okkar bótakerfum fyrir það að tilgangur þeirra geti oft á tíðum verið mjög óskýr,“ segir Þorsteinn. Barnabætur og vaxtabætur nái til dæmis töluvert upp tekjustigann. En í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar sé að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. „Það sé óljóst til dæmis í tilfelli barnabóta hvort verið sé að hvetja til barneigna eða verið að styðja við tekjulága foreldra. Þess vegna er eitt meginmarkmiðið í þessari vinnu að skoða leiðir til að láta þessi bótakerfi styðja betur við tekjulægstu einstaklingana. Sem raunverulega þurfa þá á mestum stuðningi að halda,“ segir félagsmálaráðherra. Og þá óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Þeir sem fá bætur frá hinu opinbera hafa vakið athygli á að þau geti falið í sér alls kyns jaðaráhrif tekjulega séð. „Það er auðvitað alltaf þannig þegar við erum að styðja við tekjulægstu einstaklingana fylgja því jaðaráhrif með hækkandi tekjum. En það er þá mikilvægt að það sé samt sem áður alltaf fyrir hendi hvati til aukinna tekna. Það er að segja að fólk sé ekki að lenda í þeirri stöðu að vera nánast verr statt með hækkandi tekjum. Eins og getur gerst í einstaka tilvikum. Þannig að við munum horfa til jaðaráhrifa þessa kerfis,“ segir Þorsteinn. Hann tekur einnig fram að þegar þessi nefnd hafi lokið störfum undir lok ársins verði hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu til að móta endanlegar tillögur til úrbóta á bótakerfinu. Þá muni nefnd á vegum fjármálaráðherra endurskoða tekjuskattskerfið og gera það með hliðsjón af breytingum á bótakerfinu.
Tengdar fréttir Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36