Tvö sprotafyrirtæki auðvelda leigjendum íbúða að auka tekjurnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 14:00 Tvö ung sprotafyrirtæki hafa tekið höndum saman um að bjóða fólki sem leigir tímabundið út íbúðir sínar upp á að setja upp þjónustusíður við auglýsingar þeirra á leigusíðum. Þannig geti leigjendur vakið athygli á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu og jafnframt drýgt tekjur sínar af húsnæðinu. Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost voru bæði stofnuð á síðasta ári. Þau hafa nú skrifað undir samstarfssamning sem ætlað er að gera leigusölum, sem leigja íbúðir sínar út í skammtímaleigu til ferðafólks, kleift að verða enn betri gestgjafar og næla sér um leið í aukatekjur. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Travelade segir ferðamenn vera að leita að upplifun þegar þeir komi til Íslands. „Og þeir leita oft til þessara gestgjafa. Ef ég er með AirBnB íbúð leita gestirnir oft til mín, biðja mig um meðmæli; hvað á ég að gera á íslandi, hvað á ég að skoða, hvað á ég að sjá Þannig að við erum í raun að gera þessum gestgjöfum kleift að að búa til persónulegar síður með upplýsingum og meðmælum fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim lífið,“ segir Andri Heiðar. Bæði fyrirtækin eru sprotafyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu. Travelade er vefur sem auðveldar ferðafólki að skipuleggja ferðalagið sitt og finna ferðir, ráðleggingar og afþreyingu við sitt hæfi. En TotalHost gerir hins vegar leigusölum sem leigja íbúðir sínar ferðafólki, t.d. í gegnum AirBnB, kleift að fá greidda ákveðna þóknun frá bílaleigum og öðrum ferðaþjónustuaðilum fyrir að benda ferðafólki á þjónustu þeirra.Ganga ekki eftir skráningu íbúða Andri Heiðar segir fyrirtækin hins vegar ekki ganga eftir því að þeir sem þeir sem leigi íbúðirnar séu skráðir hjá sýslumanni og ekki sé eingöngu verið að miða á þá sem eru með íbúðir sínar skráðar hjá AirBnB. Það sé á ábyrgð hvers og eins leigusala að skrá starfsemi sína. En margir sem leigi út íbúðir séu nú þegar að veita viðskiptavinum sínum alls kyns upplýsingar um afþreyingu og þjónustu og Travelade og TotalHost ætli í samstarfi að auðvelda leigusölum þetta. „Á móti þá getur gestgjafinn fengið auknar tekjur, þóknunartekjur, með því að hjálpa þessum aðila. Með því að hjálpa þessum aðila að bóka hvort sem það eru bílaleigubílar eða ferðir og fleira,“ segir Andri Heiðar. Þá telur hann að með því að leigusalar veki athygli á ýmsu því sem hægt sé að skoða á Íslandi og taka sér fyrir hendur, muni þetta hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Vegna þess að ef við erum með fjöldann allan af fólki sem er að búa til meðmæli eða hálfgerðar ferðahandbækur á Netinu fyrir sína ferðamenn, þá sjáum við að það gerist sjálfkrafa að mælt er með fleiri stöðum. Það er ekki bara verið að mæla með gullna hringnum og Blá lóninu, heldur verið að segja frá gönguleiðum hér og þar og ferðum víðar um landið. Þannig að við erum að vonast til að þetta hjálpi líka til við að dreifa ferðamönnum aðeins betur um landið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Tvö ung sprotafyrirtæki hafa tekið höndum saman um að bjóða fólki sem leigir tímabundið út íbúðir sínar upp á að setja upp þjónustusíður við auglýsingar þeirra á leigusíðum. Þannig geti leigjendur vakið athygli á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu og jafnframt drýgt tekjur sínar af húsnæðinu. Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost voru bæði stofnuð á síðasta ári. Þau hafa nú skrifað undir samstarfssamning sem ætlað er að gera leigusölum, sem leigja íbúðir sínar út í skammtímaleigu til ferðafólks, kleift að verða enn betri gestgjafar og næla sér um leið í aukatekjur. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Travelade segir ferðamenn vera að leita að upplifun þegar þeir komi til Íslands. „Og þeir leita oft til þessara gestgjafa. Ef ég er með AirBnB íbúð leita gestirnir oft til mín, biðja mig um meðmæli; hvað á ég að gera á íslandi, hvað á ég að skoða, hvað á ég að sjá Þannig að við erum í raun að gera þessum gestgjöfum kleift að að búa til persónulegar síður með upplýsingum og meðmælum fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim lífið,“ segir Andri Heiðar. Bæði fyrirtækin eru sprotafyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu. Travelade er vefur sem auðveldar ferðafólki að skipuleggja ferðalagið sitt og finna ferðir, ráðleggingar og afþreyingu við sitt hæfi. En TotalHost gerir hins vegar leigusölum sem leigja íbúðir sínar ferðafólki, t.d. í gegnum AirBnB, kleift að fá greidda ákveðna þóknun frá bílaleigum og öðrum ferðaþjónustuaðilum fyrir að benda ferðafólki á þjónustu þeirra.Ganga ekki eftir skráningu íbúða Andri Heiðar segir fyrirtækin hins vegar ekki ganga eftir því að þeir sem þeir sem leigi íbúðirnar séu skráðir hjá sýslumanni og ekki sé eingöngu verið að miða á þá sem eru með íbúðir sínar skráðar hjá AirBnB. Það sé á ábyrgð hvers og eins leigusala að skrá starfsemi sína. En margir sem leigi út íbúðir séu nú þegar að veita viðskiptavinum sínum alls kyns upplýsingar um afþreyingu og þjónustu og Travelade og TotalHost ætli í samstarfi að auðvelda leigusölum þetta. „Á móti þá getur gestgjafinn fengið auknar tekjur, þóknunartekjur, með því að hjálpa þessum aðila. Með því að hjálpa þessum aðila að bóka hvort sem það eru bílaleigubílar eða ferðir og fleira,“ segir Andri Heiðar. Þá telur hann að með því að leigusalar veki athygli á ýmsu því sem hægt sé að skoða á Íslandi og taka sér fyrir hendur, muni þetta hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Vegna þess að ef við erum með fjöldann allan af fólki sem er að búa til meðmæli eða hálfgerðar ferðahandbækur á Netinu fyrir sína ferðamenn, þá sjáum við að það gerist sjálfkrafa að mælt er með fleiri stöðum. Það er ekki bara verið að mæla með gullna hringnum og Blá lóninu, heldur verið að segja frá gönguleiðum hér og þar og ferðum víðar um landið. Þannig að við erum að vonast til að þetta hjálpi líka til við að dreifa ferðamönnum aðeins betur um landið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira