Starfsmönnum gjaldeyriseftirlits fækkað um þriðjung eftir afnám hafta Hörður Ægisson skrifar 5. júlí 2017 09:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Bankinn segir að gjaldeyriseftirlitið eigi enn eftir að ljúka ýmsum rannsóknarmálum. vísir/anton brink Starfsmönnum í gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands hefur fækkað um liðlega þrjátíu prósent það sem af er þessu ári en næstum fjórir mánuðir eru liðnir síðan fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru nánast að öllu leyti afnumin. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Markaðarins þann 23. júní síðastliðinn um hversu margir væru starfandi hjá gjaldeyriseftirlitinu kemur fram að heildarfjöldi starfsmanna, eða svonefnd ársverk, sé í dag um það bil sextán. Í lok síðasta árs voru hins vegar 23 starfandi hjá gjaldeyriseftirlitinu og nam heildarlaunakostnaður eftirlitsins á árinu 2016 samtals um 314 milljónum króna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýndi í vikunni að ekki væri enn farin fram „umfangsmikil endurskipulagning og hagræðing gjaldeyriseftirlitsins“. Seðlabankinn segist í svari sínu til Markaðarins ekki geta sagt til um á þessari stundu hvort gjaldeyriseftirlitið verði lagt niður á þessa ári, eða starfsemi þess færð yfir til annarra sviða bankans. Þannig bendir bankinn meðal annars á að eftirlitið eigi enn eftir að ljúka ýmsum rannsóknarmálum vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál. „Ákvarðarnir hafa ekki verið teknar um hvort ýmis verkefni sem tengjast gjaldeyrismálum verða í sérstöku gjaldeyriseftirliti eða ekki þegar verkefnum í tengslum við framkvæmd og losun fjármagnshafta lýkur. Í framhaldi af stórum skrefum við losun fjármagnshafta fyrr á þessu ári hefur dregið úr vinnu sem tengdist undanþágum. Gjaldeyriseftirlitið á hins vegar ólokið fjölda rannsóknarmála og hefur enn mikil verkefni sem lúta að undirbúningi lagabreytinga og annarra aðgerða sem tengjast losun þeirra fjármagnshafta sem standa eftir og snúa aðallega að aflandskrónueignum og afleiðuviðskiptum í spákaupmennskuskyni,“ segir í skriflegu svari bankans. Gjaldeyriseftirlitið, ásamt öðrum sviðum bankans, vinnur nú að því að finna svonefndu fjárstreymistæki, sem var virkjað í maí í fyrra, grundvöll eftir að ýmis lagaákvæði um fjármagnshöft hafa verið felld úr gildi. Seðlabankinn segir að stefnt sé að því að þeirri vinnu ljúki á þessu ári en fjárstreymistæki bankans felur það í sér samkvæmt núgildandi reglum að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Seðlabankinn bendir á að mjög hafi dregið úr yfirvinnu í gjaldeyriseftirliti á undanförnum mánuðum. „Álag var verulegt í tengslum við undirbúning og framkvæmd skrefa sem tekin voru við losun fjármagnshafta á síðustu árum. Umfang gjaldeyriseftirlitsins verður tekið til frekari skoðunar á komandi mánuðum þegar hillir undir lokin á vinnu við síðasta áfanga losunar hafta,“ segir í svari bankans. Þá kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Markaðarins að Ingibjörg Guðbjartsdóttir, sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans þangað til hún fór í leyfi í eitt ár í júlí í fyrra til að hefja framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við Harvard-háskóla, muni ekki snúa aftur til starfa á þessu ári. Hún sé núna í leyfi frá bankanum þar til á næsta ári. Starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans jókst mjög að umfangi á árunum eftir að því var komið á fót 2009. Heildarlaunakostnaður þess náði hámarki í fyrra en árið áður var sá kostnaður um 291 milljón króna og árinu 2014 um 228 milljónir, að því er fram kom í svari Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í mars síðastliðnum um eftirlitsstofnanir sem heyra undir ráðuneyti hans.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Starfsmönnum í gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands hefur fækkað um liðlega þrjátíu prósent það sem af er þessu ári en næstum fjórir mánuðir eru liðnir síðan fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru nánast að öllu leyti afnumin. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Markaðarins þann 23. júní síðastliðinn um hversu margir væru starfandi hjá gjaldeyriseftirlitinu kemur fram að heildarfjöldi starfsmanna, eða svonefnd ársverk, sé í dag um það bil sextán. Í lok síðasta árs voru hins vegar 23 starfandi hjá gjaldeyriseftirlitinu og nam heildarlaunakostnaður eftirlitsins á árinu 2016 samtals um 314 milljónum króna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýndi í vikunni að ekki væri enn farin fram „umfangsmikil endurskipulagning og hagræðing gjaldeyriseftirlitsins“. Seðlabankinn segist í svari sínu til Markaðarins ekki geta sagt til um á þessari stundu hvort gjaldeyriseftirlitið verði lagt niður á þessa ári, eða starfsemi þess færð yfir til annarra sviða bankans. Þannig bendir bankinn meðal annars á að eftirlitið eigi enn eftir að ljúka ýmsum rannsóknarmálum vegna meintra brota á lögum um gjaldeyrismál. „Ákvarðarnir hafa ekki verið teknar um hvort ýmis verkefni sem tengjast gjaldeyrismálum verða í sérstöku gjaldeyriseftirliti eða ekki þegar verkefnum í tengslum við framkvæmd og losun fjármagnshafta lýkur. Í framhaldi af stórum skrefum við losun fjármagnshafta fyrr á þessu ári hefur dregið úr vinnu sem tengdist undanþágum. Gjaldeyriseftirlitið á hins vegar ólokið fjölda rannsóknarmála og hefur enn mikil verkefni sem lúta að undirbúningi lagabreytinga og annarra aðgerða sem tengjast losun þeirra fjármagnshafta sem standa eftir og snúa aðallega að aflandskrónueignum og afleiðuviðskiptum í spákaupmennskuskyni,“ segir í skriflegu svari bankans. Gjaldeyriseftirlitið, ásamt öðrum sviðum bankans, vinnur nú að því að finna svonefndu fjárstreymistæki, sem var virkjað í maí í fyrra, grundvöll eftir að ýmis lagaákvæði um fjármagnshöft hafa verið felld úr gildi. Seðlabankinn segir að stefnt sé að því að þeirri vinnu ljúki á þessu ári en fjárstreymistæki bankans felur það í sér samkvæmt núgildandi reglum að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Seðlabankinn bendir á að mjög hafi dregið úr yfirvinnu í gjaldeyriseftirliti á undanförnum mánuðum. „Álag var verulegt í tengslum við undirbúning og framkvæmd skrefa sem tekin voru við losun fjármagnshafta á síðustu árum. Umfang gjaldeyriseftirlitsins verður tekið til frekari skoðunar á komandi mánuðum þegar hillir undir lokin á vinnu við síðasta áfanga losunar hafta,“ segir í svari bankans. Þá kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Markaðarins að Ingibjörg Guðbjartsdóttir, sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans þangað til hún fór í leyfi í eitt ár í júlí í fyrra til að hefja framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við Harvard-háskóla, muni ekki snúa aftur til starfa á þessu ári. Hún sé núna í leyfi frá bankanum þar til á næsta ári. Starfsemi gjaldeyriseftirlits Seðlabankans jókst mjög að umfangi á árunum eftir að því var komið á fót 2009. Heildarlaunakostnaður þess náði hámarki í fyrra en árið áður var sá kostnaður um 291 milljón króna og árinu 2014 um 228 milljónir, að því er fram kom í svari Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í mars síðastliðnum um eftirlitsstofnanir sem heyra undir ráðuneyti hans.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira