Búið að landa ellefu hrefnum Haraldur Guðmundsson skrifar 5. júlí 2017 06:00 Gunnar Bergmann Jónsson mundar hrefnubyssuna. VÍSIR/VILHELM Hrefnuveiðimenn hafa aðeins veitt ellefu dýr það sem af er sumri og er útlit fyrir að markmið um 46 dýr á yfirstandandi vertíð náist ekki. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, eru að veiðum í Faxaflóa en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Það hefur gengið þokkalega en þetta fór ekki af stað fyrr en í byrjun júní,“ sagði Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Veiðarnar hófust um mánaðamótin apríl-maí en fyrsta dýrinu var ekki landað fyrr en í annarri viku júnímánaðar. „Það fer eftir veðri og vindum hvernig þetta þróast en báðir bátarnir eru úti núna og hvorugur kominn með neitt. Svo virðist veðrið ætla að verða leiðinlegt fram yfir helgi. Við stefndum að jafn mörgum dýrum og í fyrra eða 46. Það er ekki útlit fyrir að það náist enda þyrfti ansi margt að ganga upp til að svo yrði,“ segir Gunnar Bergmann. IP-útgerð gerir Hrafnreyði út og rekur vinnslu í Hafnarfirði. Fyrirtæki Gunnars hafa flutt inn hrefnukjöt frá Noregi þegar framboð hefur ekki annað eftirspurn. Að hans sögn hefur IP-útgerð ekki keypt neitt kjöt að utan á þessu ári. „Þetta rétt slapp í vor en það var naumt. Við kláruðum allt okkar kjöt í byrjun maí og svo kom nýtt inn í byrjun júní. Við höfum því ekki þurft að flytja inn kjöt á þessu ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hrefnuveiðimenn hafa aðeins veitt ellefu dýr það sem af er sumri og er útlit fyrir að markmið um 46 dýr á yfirstandandi vertíð náist ekki. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, eru að veiðum í Faxaflóa en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Það hefur gengið þokkalega en þetta fór ekki af stað fyrr en í byrjun júní,“ sagði Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Veiðarnar hófust um mánaðamótin apríl-maí en fyrsta dýrinu var ekki landað fyrr en í annarri viku júnímánaðar. „Það fer eftir veðri og vindum hvernig þetta þróast en báðir bátarnir eru úti núna og hvorugur kominn með neitt. Svo virðist veðrið ætla að verða leiðinlegt fram yfir helgi. Við stefndum að jafn mörgum dýrum og í fyrra eða 46. Það er ekki útlit fyrir að það náist enda þyrfti ansi margt að ganga upp til að svo yrði,“ segir Gunnar Bergmann. IP-útgerð gerir Hrafnreyði út og rekur vinnslu í Hafnarfirði. Fyrirtæki Gunnars hafa flutt inn hrefnukjöt frá Noregi þegar framboð hefur ekki annað eftirspurn. Að hans sögn hefur IP-útgerð ekki keypt neitt kjöt að utan á þessu ári. „Þetta rétt slapp í vor en það var naumt. Við kláruðum allt okkar kjöt í byrjun maí og svo kom nýtt inn í byrjun júní. Við höfum því ekki þurft að flytja inn kjöt á þessu ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira