Meirihluti þingnefndar vill kanna stjórnsýslu vegna Reykjavíkurflugvallar Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2017 14:05 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir meirihluta nefndarinnar telja nauðsynlegt að stjórnsýsla varðandi lokun flugbrautarinnar verði skoðuð frekar. vísir/jóik Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlirlitsnefndar Alþingis hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun meti hvort stjórnssýslulega hafi verið rétt staðið að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar á síðasta ári og sölu lands ríkisins við flugvöllinn. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir meirihluta nefndarinnar telja nauðsynlegt að stjórnsýsla varðandi lokun flugbrautarinnar verði skoðuð frekar. Spurningar hafi vaknað eftir að fulltrúar í öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna mætti með gögn um málið á fund nefndarinnar í mars. En þá hafi einnig fulltrúar Ísavía og Samgöngustofu komið fyrir nefndina. „Þá kom fram meðal annars að um tímabundna lokun hafi verið að ræða í júlímánuði í fyrra. Í framhaldi, eins og menn muna, var landið við suð-vesturenda nayeðarbrautarinnar selt í ágúst í fyrra. Það átti að gerast þegar búið væri að loka flugbrautinni formlega,“ segir Njáll Trausti. Málið snýst þar að leiðandi að huta til um hvort réttar forsendur hafi verið fyrir hendi þegar ríkið seldi Reykjavíkurborg hluta flugvallarlandsins. Áður en Njáll Trausti varð þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi var hann framarlega í samtökunum Hjartað í Vatnsmýri sem börðust gegn lokun minnstu flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli sem samtökin kalla yfirleitt neyðarbraut. Í gegnum árin hefur verið skrifað undir fjölda yfirlýsinga og samkomulaga milli Reykjavíkurborgar og fjölda ráðherra um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem samkvæmt skipulagi á að vera horfinn með öllu úr Vatnsmýrinni eftir sjö ár. Þá eru Valsmenn hf. byrjaðir að byggja við annan enda umræddrar flugbrautar samkvæmt skipulagi borgarinnar og Hæstiréttur hefur einnig úrskurðað í málinu. Njáll Trausti segir engu að síður nauðsynlegt að skoða hvort stjórnsýsla ráðuneytis, borgar og Ísavía hafi verið eðlileg í málinu.Heldur þú að þetta breyti einhverju um það að þessi flugbraut er farin. Það er m.a. byrjað að byggja á svæðinu? „Já, það verður náttúrlega bara að koma í ljós hvernig stjórnsýslan tekur á því. Líka varðandi framhaldið og Reyljavíkurflugvöll og önnur verkefni sem ríkið á þátt í og samskipti við sveitarfélög og annað. Þá hlýtur alltaf að vera þessi frumskylda; að staðið sé rétt að málum og það er það sem við viljum fá fram. Síðan verður bara að koma í ljós varðandi Reykjavíkurflugvöll hvernig menn ætla að takast á við það ef kemur í ljós að illa hafi verið staðið að málinu. Segjum sem svo að það geti orðið niðurstaða. Þá verður stjórnsýslan bara að takast á við það,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlirlitsnefndar Alþingis hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun meti hvort stjórnssýslulega hafi verið rétt staðið að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar á síðasta ári og sölu lands ríkisins við flugvöllinn. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir meirihluta nefndarinnar telja nauðsynlegt að stjórnsýsla varðandi lokun flugbrautarinnar verði skoðuð frekar. Spurningar hafi vaknað eftir að fulltrúar í öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna mætti með gögn um málið á fund nefndarinnar í mars. En þá hafi einnig fulltrúar Ísavía og Samgöngustofu komið fyrir nefndina. „Þá kom fram meðal annars að um tímabundna lokun hafi verið að ræða í júlímánuði í fyrra. Í framhaldi, eins og menn muna, var landið við suð-vesturenda nayeðarbrautarinnar selt í ágúst í fyrra. Það átti að gerast þegar búið væri að loka flugbrautinni formlega,“ segir Njáll Trausti. Málið snýst þar að leiðandi að huta til um hvort réttar forsendur hafi verið fyrir hendi þegar ríkið seldi Reykjavíkurborg hluta flugvallarlandsins. Áður en Njáll Trausti varð þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi var hann framarlega í samtökunum Hjartað í Vatnsmýri sem börðust gegn lokun minnstu flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli sem samtökin kalla yfirleitt neyðarbraut. Í gegnum árin hefur verið skrifað undir fjölda yfirlýsinga og samkomulaga milli Reykjavíkurborgar og fjölda ráðherra um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem samkvæmt skipulagi á að vera horfinn með öllu úr Vatnsmýrinni eftir sjö ár. Þá eru Valsmenn hf. byrjaðir að byggja við annan enda umræddrar flugbrautar samkvæmt skipulagi borgarinnar og Hæstiréttur hefur einnig úrskurðað í málinu. Njáll Trausti segir engu að síður nauðsynlegt að skoða hvort stjórnsýsla ráðuneytis, borgar og Ísavía hafi verið eðlileg í málinu.Heldur þú að þetta breyti einhverju um það að þessi flugbraut er farin. Það er m.a. byrjað að byggja á svæðinu? „Já, það verður náttúrlega bara að koma í ljós hvernig stjórnsýslan tekur á því. Líka varðandi framhaldið og Reyljavíkurflugvöll og önnur verkefni sem ríkið á þátt í og samskipti við sveitarfélög og annað. Þá hlýtur alltaf að vera þessi frumskylda; að staðið sé rétt að málum og það er það sem við viljum fá fram. Síðan verður bara að koma í ljós varðandi Reykjavíkurflugvöll hvernig menn ætla að takast á við það ef kemur í ljós að illa hafi verið staðið að málinu. Segjum sem svo að það geti orðið niðurstaða. Þá verður stjórnsýslan bara að takast á við það,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira