Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn hefur unnið fjölmörg alþjóðleg verðlaun. Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær tíu myndir sem valdar voru til þátttöku á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 30. júní til 8 júlí í Tékklandi. Þrjár myndir verða síðan valdar til úrslita og verður tilkynnt um þær myndir á Venice Days fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir lok júlí mánaðar. Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar. Á síðasta ári vann þýska myndin Toni Erdmann eftir Maren Ade og hlaut sú mynd einnig flest verðlaun í Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum 2016 og var tilnefnd til Óskars, Golden Globes og Bafta verðlauna.Tíu ára gömul verðlaun LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing þeirra, sem meðal annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. Myndirnar þrjár sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir fjörutíu borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Verðlaunamyndin verður svo einnig gerð fáanleg fyrir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt af Evrópuþinginu. Hjartasteinn er sýnd í Bíó Paradís í sumar en nýlega hófust einnig sýningar á henni í kvikmyndahúsum í Noregi, Portúgal, Danmörku og Svíþjóð. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær tíu myndir sem valdar voru til þátttöku á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 30. júní til 8 júlí í Tékklandi. Þrjár myndir verða síðan valdar til úrslita og verður tilkynnt um þær myndir á Venice Days fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir lok júlí mánaðar. Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar. Á síðasta ári vann þýska myndin Toni Erdmann eftir Maren Ade og hlaut sú mynd einnig flest verðlaun í Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum 2016 og var tilnefnd til Óskars, Golden Globes og Bafta verðlauna.Tíu ára gömul verðlaun LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing þeirra, sem meðal annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. Myndirnar þrjár sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir fjörutíu borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Verðlaunamyndin verður svo einnig gerð fáanleg fyrir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt af Evrópuþinginu. Hjartasteinn er sýnd í Bíó Paradís í sumar en nýlega hófust einnig sýningar á henni í kvikmyndahúsum í Noregi, Portúgal, Danmörku og Svíþjóð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira