Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2017 10:55 Lambið sem ferðamennrnir aflífuðu var um 10 til 12 kíló að sögn bónda sem kom á vettvang. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/Pjetur Átta erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir sauðaþjófnað í Breiðdal á Austurlandi í gærkvöldi en mennirnir eltu uppi lamb og aflífuðu það með því að skera það á háls. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mennirnir hafi verið sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeir greiddu fyrir eignatjónið en þeir gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan mennirnir eru. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem hafði afskipti af mönnunum áður en lögreglan kom á staðinn.Lambið í svörtum ruslapoka og hnífurinn undir pokanum „Elsta dóttir mín var á ferðinni þarna sunnan við Breiðdalsvík rétt hjá Kleifarrétt. Þá eru þar sex til átta útlendingar á tveimur húsbílum hlaupandi á eftir lambi þarna meðfram fjörunni. Hún sá náttúrulega að þetta var eitthvað óeðlilegt og hringdi í okkur yfir á Breiðdalsvík þar sem við vorum í matarboði. Við förum að skoða þetta en þá var leikurinn búinn að berast einhverja 600 til 700 metra að ármótum þar sem Krossá rennur til sjávar og þar hafa þeir verið búnir að króa lambið og koma því inn í húsbíl þegar við komum að þeim,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að ferðamennirnir hafi ekki viljað viðurkenna neitt varðandi lambið svo það er hringt í lögregluna sem kemur á staðinn skömmu síðar. „Lögreglumaðurinn fær leyfi til að fara inn í annan húsbílinn og þar er lambið bara í svörtum ruslapoka og búið að skera það á háls sem þeir hafa gert á meðan lambið var lifandi. Hnífurinn lá svo undir pokanum,“ segir Björgvin sem telur að lambið hafi verið um 10 til 12 kíló. Eins og áður segir voru mennirnir sektaðir og kærðir fyrir brot á lögum um velferð dýra og eignarspjöll. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Átta erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir sauðaþjófnað í Breiðdal á Austurlandi í gærkvöldi en mennirnir eltu uppi lamb og aflífuðu það með því að skera það á háls. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að mennirnir hafi verið sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeir greiddu fyrir eignatjónið en þeir gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. Hann vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan mennirnir eru. Björgvin Gunnarsson, bóndi á Núpi í Berufirði, var einn þeirra sem hafði afskipti af mönnunum áður en lögreglan kom á staðinn.Lambið í svörtum ruslapoka og hnífurinn undir pokanum „Elsta dóttir mín var á ferðinni þarna sunnan við Breiðdalsvík rétt hjá Kleifarrétt. Þá eru þar sex til átta útlendingar á tveimur húsbílum hlaupandi á eftir lambi þarna meðfram fjörunni. Hún sá náttúrulega að þetta var eitthvað óeðlilegt og hringdi í okkur yfir á Breiðdalsvík þar sem við vorum í matarboði. Við förum að skoða þetta en þá var leikurinn búinn að berast einhverja 600 til 700 metra að ármótum þar sem Krossá rennur til sjávar og þar hafa þeir verið búnir að króa lambið og koma því inn í húsbíl þegar við komum að þeim,“ segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að ferðamennirnir hafi ekki viljað viðurkenna neitt varðandi lambið svo það er hringt í lögregluna sem kemur á staðinn skömmu síðar. „Lögreglumaðurinn fær leyfi til að fara inn í annan húsbílinn og þar er lambið bara í svörtum ruslapoka og búið að skera það á háls sem þeir hafa gert á meðan lambið var lifandi. Hnífurinn lá svo undir pokanum,“ segir Björgvin sem telur að lambið hafi verið um 10 til 12 kíló. Eins og áður segir voru mennirnir sektaðir og kærðir fyrir brot á lögum um velferð dýra og eignarspjöll.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira