Körfubolti

Jókerinn í Denver fær félaga undir körfuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Millsap var valinn í stjörnulið Austurdeildarinnar öll árin sín hjá Atlanta.
Millsap var valinn í stjörnulið Austurdeildarinnar öll árin sín hjá Atlanta. vísir/getty
Denver Nuggets hefur samið við framherjann Paul Millsap um að leika með liðinu næstu þrjú árin.

Hinn 32 ára gamli Millsap kemur til Denver frá Atlanta Hawks sem hann hefur leikið með undanfarin fjögur ár. Millsap var valinn í stjörnulið Austurdeildarinnar öll árin sín hjá Atlanta.

Millsap er að hefja sitt tólfta tímabil í NBA-deildinni. Hann var valinn númer 47 af Utah Jazz í nýliðavalinu 2006.

Forráðamenn Denver vonast til að Millsap hjálpi serbneska miðherjanum Nikola Jokic, sem sló í gegn á síðasta tímabili, að verða enn betri. Þeir félagar ættu að vera illviðráðanlegir saman á næsta tímabili.

Millsap var með 18,1 stig, 7,7 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

NBA

Tengdar fréttir

Jókerinn í NBA er ekkert grín

Serbinn Nikola Jokic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni á fyrstu sex vikum ársins 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×