Nýr valkostur í lífeyrissparnaði frá og með deginum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 20:00 Launafólk á almennum vinnumarkaði getur frá og með deginum í dag ráðstafað auknu mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrisgreiðslum í séreignasjóð hjá sínum lífeyrissjóði. En á næsta ári lýkur jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda. Árið 2015 greiddi launafólk á almennum markaði fjögur prósent af launum í lífeyrissjóði en mótframlag vinnuveitenda var átta prósent. Í kjarasamningum í byrjun síðasta árs var ákveðið að hækka mótframlag atvinnurekenda í þremur skrefum um 3,5 prósentustig þannig að heildargreiðsla vegna launafólks á almenna markaðnum yrði sú sama og hjá hinu opinbera.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands.Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands segir að þannig hafi mótframlagið farið úr átta prósentum í 8,5 prósent í fyrra og frá með deginum í dag fari það í tíu prósent. Síðasta skrefið verði svo tekið á næsta ári þegar mótframlag atvinnurekenda verði 11,5 prósent. Og þá núna 1. júli standa sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum frami fyrir nýu vali? „Já, það er hin stóra breytingin sem er að taka gildi núna frá og með 1. júlí í ár. Sjóðfélagar hafa núna aukið val um það hvernig þeir ráðstafa þessu viðbótariðgjaldi, þessum 3,5 prósentum sem þetta verður orðið eftir ár,“ segir Henný. Allir þeir sem greiða í lífeyrissjóð og vilja ráðstaða nú þegar tveimur prósentum og allt upp í 3,5 prósentum eftir ár í séreign hjá lífeyrissjóði, verða að hafa samband við sinn lífeyrissjóð í þessum mánuði og gera samning um það. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda.Grafík/Stöð 2„Þannig að nú er mikilvægt að hver og einn sjóðfélagi setji sig inn í málið og taki upplýsta ákvörðun um það hvernig hann vill ráðstafa framlaginu. Í raun og veru hvernig hann vill að tryggingavernd hans hjá lífeyrissjóðnum sé samsett,“ segir Henný. Þetta er nýtt úrræði, sem ýmist getur aukið almennan lífeyrisrétt eða myndað séreign.En þessi hluti, ef fólk ákveður að setja hann í séreignarhlutann, getur það leyst hann út hvenær? „Það getur leyst hann út fimm árum fyrir almennan lífeyristökualdur er gert ráð fyrir. Sem er þá sextíu og tveggja ára í dag. Það er mikilvægt að taka það líka fram að þetta er annað en þesi hefðbundni séreignarsparnaður sem við þekkjum í kerfinu nú þegar. Þetta er í raun nýr valkostur sem hefur verið kallaður tilgreind séreign,“ segir Henný Hinz. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Launafólk á almennum vinnumarkaði getur frá og með deginum í dag ráðstafað auknu mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrisgreiðslum í séreignasjóð hjá sínum lífeyrissjóði. En á næsta ári lýkur jöfnun lífeyrisréttinda á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda. Árið 2015 greiddi launafólk á almennum markaði fjögur prósent af launum í lífeyrissjóði en mótframlag vinnuveitenda var átta prósent. Í kjarasamningum í byrjun síðasta árs var ákveðið að hækka mótframlag atvinnurekenda í þremur skrefum um 3,5 prósentustig þannig að heildargreiðsla vegna launafólks á almenna markaðnum yrði sú sama og hjá hinu opinbera.Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands.Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands segir að þannig hafi mótframlagið farið úr átta prósentum í 8,5 prósent í fyrra og frá með deginum í dag fari það í tíu prósent. Síðasta skrefið verði svo tekið á næsta ári þegar mótframlag atvinnurekenda verði 11,5 prósent. Og þá núna 1. júli standa sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum frami fyrir nýu vali? „Já, það er hin stóra breytingin sem er að taka gildi núna frá og með 1. júlí í ár. Sjóðfélagar hafa núna aukið val um það hvernig þeir ráðstafa þessu viðbótariðgjaldi, þessum 3,5 prósentum sem þetta verður orðið eftir ár,“ segir Henný. Allir þeir sem greiða í lífeyrissjóð og vilja ráðstaða nú þegar tveimur prósentum og allt upp í 3,5 prósentum eftir ár í séreign hjá lífeyrissjóði, verða að hafa samband við sinn lífeyrissjóð í þessum mánuði og gera samning um það. Lífeyrissparnaður fólks er settur saman úr eigin framlagi þess og mótframlagi atvinnurekenda.Grafík/Stöð 2„Þannig að nú er mikilvægt að hver og einn sjóðfélagi setji sig inn í málið og taki upplýsta ákvörðun um það hvernig hann vill ráðstafa framlaginu. Í raun og veru hvernig hann vill að tryggingavernd hans hjá lífeyrissjóðnum sé samsett,“ segir Henný. Þetta er nýtt úrræði, sem ýmist getur aukið almennan lífeyrisrétt eða myndað séreign.En þessi hluti, ef fólk ákveður að setja hann í séreignarhlutann, getur það leyst hann út hvenær? „Það getur leyst hann út fimm árum fyrir almennan lífeyristökualdur er gert ráð fyrir. Sem er þá sextíu og tveggja ára í dag. Það er mikilvægt að taka það líka fram að þetta er annað en þesi hefðbundni séreignarsparnaður sem við þekkjum í kerfinu nú þegar. Þetta er í raun nýr valkostur sem hefur verið kallaður tilgreind séreign,“ segir Henný Hinz.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira