Yfirmaður hjá Icelandair sendur í leyfi vegna rannsóknar FME Hörður Ægisson skrifar 19. júlí 2017 06:00 Hlutabréfaverð Icelandair hefur rétt úr kútnum og hækkað um 20 prósent frá því í byrjun júní. Vísir/Vilhelm Yfirmaður hjá Icelandair hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar Fjármálaeftirlitsins (FME) á meintum brotum á lögum um verðbréfaviðskipti. Beinist rannsókn FME, samkvæmt heimildum Markaðarins, að viðskiptum með bréf í félaginu í aðdraganda þess að Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega 30 prósent. Í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins staðfestir Icelandair að félagið hafi í lok maí síðastliðins fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. „Viðkomandi starfsmaður fór þá strax í leyfi frá störfum sínum og verður þar til rannsókninni lýkur,“ segir í svari Icelandair. Félagið segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið.Kom fjárfestum í opna skjöldu Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér rétt fyrir opnun markaða miðvikudaginn 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um átta milljarða króna, og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ sagði meðal annars í tilkynningu Icelandair. Afkomuviðvörun flugfélagsins kom fjárfestum á markaði í opna skjöldu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 24 prósent – úr 22,1 krónum á hlut í 16,8 krónur á hlut – og 27 milljarðar af markaðsvirði Icelandair Group þurrkuðust út á aðeins einum viðskiptadegi. Þegar hlutabréfaverð Icelandair var í hæstu hæðum í apríl 2016 var Icelandair metið á um 195 milljarða en í kjölfar afkomuviðvörunar félagsins í byrjun febrúar hafði virði þess lækkað samanlagt um 110 milljarða á aðeins níu mánuðum. Gengi bréfa Icelandair hafði lækkað nokkuð dagana áður en afkomuviðvörun félagsins var gerð opinber. Þannig stóð hlutabréfaverð félagsins í 23,4 krónum á hlut við lokun markaða 25. janúar en gengið lækkaði samtals um ríflega fimm prósent það sem eftir lifði janúarmánaðar. Hlutabréfaverð Icelandair hélt áfram að falla næstu vikur og mánuði eftir afkomuviðvörun félagsins og fór lægst í rúmlega 13 krónur á hlut í apríl. Frá því í byrjun júnímánaðar hefur gengi bréfa flugfélagsins rétt nokkuð úr kútnum og hækkað um liðlega 20 prósent. Þannig sendi félagið frá sér tilkynningu eftir lokun markaða 6. júlí síðastliðinn um að farþegum Icelandair hafi í júní fjölgað um um 11 prósent á milli ára. Þá jókst framboðsnýting um 11 prósent og sætanýting hækkaði einnig nokkuð frá fyrra ári og var 85,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Yfirmaður hjá Icelandair hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar Fjármálaeftirlitsins (FME) á meintum brotum á lögum um verðbréfaviðskipti. Beinist rannsókn FME, samkvæmt heimildum Markaðarins, að viðskiptum með bréf í félaginu í aðdraganda þess að Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega 30 prósent. Í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins staðfestir Icelandair að félagið hafi í lok maí síðastliðins fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. „Viðkomandi starfsmaður fór þá strax í leyfi frá störfum sínum og verður þar til rannsókninni lýkur,“ segir í svari Icelandair. Félagið segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið.Kom fjárfestum í opna skjöldu Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér rétt fyrir opnun markaða miðvikudaginn 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um átta milljarða króna, og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ sagði meðal annars í tilkynningu Icelandair. Afkomuviðvörun flugfélagsins kom fjárfestum á markaði í opna skjöldu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 24 prósent – úr 22,1 krónum á hlut í 16,8 krónur á hlut – og 27 milljarðar af markaðsvirði Icelandair Group þurrkuðust út á aðeins einum viðskiptadegi. Þegar hlutabréfaverð Icelandair var í hæstu hæðum í apríl 2016 var Icelandair metið á um 195 milljarða en í kjölfar afkomuviðvörunar félagsins í byrjun febrúar hafði virði þess lækkað samanlagt um 110 milljarða á aðeins níu mánuðum. Gengi bréfa Icelandair hafði lækkað nokkuð dagana áður en afkomuviðvörun félagsins var gerð opinber. Þannig stóð hlutabréfaverð félagsins í 23,4 krónum á hlut við lokun markaða 25. janúar en gengið lækkaði samtals um ríflega fimm prósent það sem eftir lifði janúarmánaðar. Hlutabréfaverð Icelandair hélt áfram að falla næstu vikur og mánuði eftir afkomuviðvörun félagsins og fór lægst í rúmlega 13 krónur á hlut í apríl. Frá því í byrjun júnímánaðar hefur gengi bréfa flugfélagsins rétt nokkuð úr kútnum og hækkað um liðlega 20 prósent. Þannig sendi félagið frá sér tilkynningu eftir lokun markaða 6. júlí síðastliðinn um að farþegum Icelandair hafi í júní fjölgað um um 11 prósent á milli ára. Þá jókst framboðsnýting um 11 prósent og sætanýting hækkaði einnig nokkuð frá fyrra ári og var 85,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira