Safnaði milljón krónum með góðri spilamennsku í Wisconsin Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er búin að safna sér 3,5 milljónum króna á LPGA-mótaröðinni. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni um helgina þegar hún lauk leik í 36.-44. sæti á Thornberry Creek Classic-mótinu sem fram fór í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hæst hefur Ólafía náð í 30. sæti en það gerði hún á sínu öðru móti í Ástralíu eftir frábæra byrjun á mótaröðinni. Kylfingurinn magnaði spilaði lokahringinn á pari eftir að hafa fengið fjóra fugla og fjóra skolla á skrautlegum lokadegi þar sem hún hitti tíu af fjórtán brautum og 17 af 18 flötum sem þykir ansi gott. Spilamennskan var í heildina mjög góð hjá Ólafíu sem komst í gegnum niðurskurðinn í fimmta sinn á þrettán mótum. Hún lauk leik á tíu höggum undir pari. „Það er ákveðinn tindur að komast upp á að ná tveggja stafa tölu á LPGA-mótaröðinni. Ég er bara mjög stolt af því. Vonandi held ég áfram svona,“ sagði Ólafía eftir hringinn í gær.Slæmi kaflinn Það virðast vera fleiri en handboltastrákarnir okkar sem lenda í hinum víðfræga slæma kafla. Ólafía byrjaði lokahringinn nefnilega vel og var á ellefu höggum undir pari eftir fugl á annarri holu. Eftir að hafa parað næstu holu sem var par fimm tók við erfiður kafli. Holur 4-7, sem allt eru par fjögur holur á Thornberry-vellinum, reyndust Ólafíu ekki gjafmildar á mótinu. Fyrstu tvo dagana paraði hún þær allar en fékk svo einn fugl á degi þrjú. Á lokahringnum fór allt í steik á þessum kafla hjá Ólafíu Þórunni. Hún fékk skolla á fjórðu, sjöttu og sjöundu holu og var allt í einu komin á átta högg undir par og færðist niður listann. „Ég var að spila mjög vel en ég datt aðeins úr sambandi við pútterinn minn í smá tíma. Ég missti þrjú metra pútt sem er mjög pirrandi. Annars var ég bara að slá mjög vel og gera allt nokkuð vel,“ sagði Ólafía brosandi en þó nokkuð pirruð. Ólafía sýndi aftur á móti hversu sterk hún er orðin andlega með því að koma aftur og næla í þrjá fugla á móti einum skolla það sem eftir var af hringnum og ljúka leik á pari og í heildina á tíu höggum undir pari, sem var ekki amalegt úr því sem komið var.Skrítið mót Fyrir árangurinn fékk Ólafía Þórunn um 10.000 dali eða ríflega eina milljón króna sem er það mesta sem hún hefur fengið í verðlaunafé á mótaröðinni til þessa. Hún hefur í heildina unnið sér inn um 3,5 milljónir króna á þessu þrettán mótum sem hún hefur spilað á. Þó þetta sé ekki besti árangurinn sem Ólafía hefur náð fær hún hærri tekjur þar sem heildarverðlaunafé mótsins var töluvert meira en á opna ástralska mótinu þar sem hún endaði í 30. sæti í febrúar. Mótið var nokkuð sérstakt og kom ýmislegt upp á. „Þetta var svolítið skrítinn lokadagur. Kylfuberi stelpunnar sem ég var að spila með veiktist og Thomas [kærasti Ólafíu] fór að bera kylfurnar hennar. Þetta var mikil ringulreið,“ sagði Ólafía, en hvað tekur við? „Ég er orðin smá lúin núna. Eins og ég segi er þetta búið að vera skrítið mót. Það voru tafir vegna veðurs og ég byrjaði fjórum sinnum á síðustu tveimur dögunum. Ég er smá þreytt þannig að ég tek mér pásu í einn til tvo daga en ætla svo að koma aftur sterk til leiks.“ Golf Tengdar fréttir Kirk vann þriðja LPGA mótið - Ólafía í 36. - 44 sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Thornberry Creek Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi í kvöld. 9. júlí 2017 21:08 Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23 Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fjóra fugla og fjóra skolla á lokahringnum í Wisconsin. 9. júlí 2017 19:45 Kærasti Ólafíu bar kylfur annarrar stelpu: „Þetta var svolítið skrítinn dagur“ Kylfingurinn kveðst stolt af því að ná í fyrsta sinn tveggja stafa tölu undir pari á LPGA-mótaröðinni. 9. júlí 2017 21:47 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni um helgina þegar hún lauk leik í 36.-44. sæti á Thornberry Creek Classic-mótinu sem fram fór í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hæst hefur Ólafía náð í 30. sæti en það gerði hún á sínu öðru móti í Ástralíu eftir frábæra byrjun á mótaröðinni. Kylfingurinn magnaði spilaði lokahringinn á pari eftir að hafa fengið fjóra fugla og fjóra skolla á skrautlegum lokadegi þar sem hún hitti tíu af fjórtán brautum og 17 af 18 flötum sem þykir ansi gott. Spilamennskan var í heildina mjög góð hjá Ólafíu sem komst í gegnum niðurskurðinn í fimmta sinn á þrettán mótum. Hún lauk leik á tíu höggum undir pari. „Það er ákveðinn tindur að komast upp á að ná tveggja stafa tölu á LPGA-mótaröðinni. Ég er bara mjög stolt af því. Vonandi held ég áfram svona,“ sagði Ólafía eftir hringinn í gær.Slæmi kaflinn Það virðast vera fleiri en handboltastrákarnir okkar sem lenda í hinum víðfræga slæma kafla. Ólafía byrjaði lokahringinn nefnilega vel og var á ellefu höggum undir pari eftir fugl á annarri holu. Eftir að hafa parað næstu holu sem var par fimm tók við erfiður kafli. Holur 4-7, sem allt eru par fjögur holur á Thornberry-vellinum, reyndust Ólafíu ekki gjafmildar á mótinu. Fyrstu tvo dagana paraði hún þær allar en fékk svo einn fugl á degi þrjú. Á lokahringnum fór allt í steik á þessum kafla hjá Ólafíu Þórunni. Hún fékk skolla á fjórðu, sjöttu og sjöundu holu og var allt í einu komin á átta högg undir par og færðist niður listann. „Ég var að spila mjög vel en ég datt aðeins úr sambandi við pútterinn minn í smá tíma. Ég missti þrjú metra pútt sem er mjög pirrandi. Annars var ég bara að slá mjög vel og gera allt nokkuð vel,“ sagði Ólafía brosandi en þó nokkuð pirruð. Ólafía sýndi aftur á móti hversu sterk hún er orðin andlega með því að koma aftur og næla í þrjá fugla á móti einum skolla það sem eftir var af hringnum og ljúka leik á pari og í heildina á tíu höggum undir pari, sem var ekki amalegt úr því sem komið var.Skrítið mót Fyrir árangurinn fékk Ólafía Þórunn um 10.000 dali eða ríflega eina milljón króna sem er það mesta sem hún hefur fengið í verðlaunafé á mótaröðinni til þessa. Hún hefur í heildina unnið sér inn um 3,5 milljónir króna á þessu þrettán mótum sem hún hefur spilað á. Þó þetta sé ekki besti árangurinn sem Ólafía hefur náð fær hún hærri tekjur þar sem heildarverðlaunafé mótsins var töluvert meira en á opna ástralska mótinu þar sem hún endaði í 30. sæti í febrúar. Mótið var nokkuð sérstakt og kom ýmislegt upp á. „Þetta var svolítið skrítinn lokadagur. Kylfuberi stelpunnar sem ég var að spila með veiktist og Thomas [kærasti Ólafíu] fór að bera kylfurnar hennar. Þetta var mikil ringulreið,“ sagði Ólafía, en hvað tekur við? „Ég er orðin smá lúin núna. Eins og ég segi er þetta búið að vera skrítið mót. Það voru tafir vegna veðurs og ég byrjaði fjórum sinnum á síðustu tveimur dögunum. Ég er smá þreytt þannig að ég tek mér pásu í einn til tvo daga en ætla svo að koma aftur sterk til leiks.“
Golf Tengdar fréttir Kirk vann þriðja LPGA mótið - Ólafía í 36. - 44 sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Thornberry Creek Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi í kvöld. 9. júlí 2017 21:08 Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23 Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fjóra fugla og fjóra skolla á lokahringnum í Wisconsin. 9. júlí 2017 19:45 Kærasti Ólafíu bar kylfur annarrar stelpu: „Þetta var svolítið skrítinn dagur“ Kylfingurinn kveðst stolt af því að ná í fyrsta sinn tveggja stafa tölu undir pari á LPGA-mótaröðinni. 9. júlí 2017 21:47 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kirk vann þriðja LPGA mótið - Ólafía í 36. - 44 sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Thornberry Creek Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi í kvöld. 9. júlí 2017 21:08
Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23
Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fjóra fugla og fjóra skolla á lokahringnum í Wisconsin. 9. júlí 2017 19:45
Kærasti Ólafíu bar kylfur annarrar stelpu: „Þetta var svolítið skrítinn dagur“ Kylfingurinn kveðst stolt af því að ná í fyrsta sinn tveggja stafa tölu undir pari á LPGA-mótaröðinni. 9. júlí 2017 21:47