Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 29. júlí 2017 13:13 Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. vísir/jóhann k. jóhannsson Ferðamenn í Mýrdal hafa lítið kippt sér upp við jökulhlaupið í Múlakvísl en virðast þó forvitnir yfir þessum náttúruhamförum, segir Helga Ólafsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins í Þakgili í Vík. Helga hefur sjálf upplifað nokkur jökulhlaup í gegnum tíðina og segist hún nokkuð róleg yfir stöðu mála. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður bara stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. En ég var vara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ segir Helga. Aðspurð segir hún ferðamennina sömuleiðis nokkuð slaka. Fólk spurði spurninga í gærkvöldi og lögreglan kom og sagði að það væri ekkert að óttast – hún væri bara að fylgjast með. Þannig að það voru bara allir rólegir,“ segir Helga. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. Ég var bara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ bætir hún við. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Ágúst Freyr Bjarnason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé stöðugt. Svæðið verði áfram í vöktun, eða þar til fer að róast. Þá segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að unnið sé eftir ákveðinni viðbragðsáætlun. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján, en fólk hefur verið beðið um að vera ekki í nágrenni árinnar. Tengdar fréttir Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ferðamenn í Mýrdal hafa lítið kippt sér upp við jökulhlaupið í Múlakvísl en virðast þó forvitnir yfir þessum náttúruhamförum, segir Helga Ólafsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins í Þakgili í Vík. Helga hefur sjálf upplifað nokkur jökulhlaup í gegnum tíðina og segist hún nokkuð róleg yfir stöðu mála. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður bara stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. En ég var vara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ segir Helga. Aðspurð segir hún ferðamennina sömuleiðis nokkuð slaka. Fólk spurði spurninga í gærkvöldi og lögreglan kom og sagði að það væri ekkert að óttast – hún væri bara að fylgjast með. Þannig að það voru bara allir rólegir,“ segir Helga. „Mér varð ekkert illa við en auðvitað vill maður fylgjast með og svo metur maður stöðuna út frá því sem maður hefur séð áður. Ég var bara nokkuð róleg þegar ég var búin að skoða þetta,“ bætir hún við. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Ágúst Freyr Bjarnason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé stöðugt. Svæðið verði áfram í vöktun, eða þar til fer að róast. Þá segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að unnið sé eftir ákveðinni viðbragðsáætlun. „Við lokuðum í gær vegum og slóðum í kringum Mýrdalsjökul og það er sá viðbúnaður sem við erum með. Núna í morgunsárið höfum við verið að stöðva ferðamenn og hvetja fólk til að halda áfram. Við höfum ekki gripið til þess að loka þjóðveginum, enn þá allavega. Við ætlum aðeins að sjá hver framvindan verður,“ segir Sveinn Kristján, en fólk hefur verið beðið um að vera ekki í nágrenni árinnar.
Tengdar fréttir Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36