Golf

Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari

Elías Orri Njarðarson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á þriðja hring sínum á Opna skoska mótinu í golfi í dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á þriðja hring sínum á Opna skoska mótinu í golfi í dag visir/getty
mynd/heimasíða lpga
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn vel á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.

Ólafía lék hringinn í dag á einu höggi yfir pari og er á pari samanlagt á mótinu þegar að einn hringur er eftir. Ólafía situr í 6-8. sæti eftir daginn, jöfn Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu og Georgiu Hall frá Englandi.

Dagurinn byrjaði vel því að strax á fyrstu holunni fékk Ólafía fugl. Hún fékk tvo fugla í dag, 13 pör og þrjá skolla.

Fuglanna fékk hún á fyrstu holunni og á þeirri síðustu. Hún fékk skollana á 9., 12., og 17 holu.

Karrie Webb leiðir mótið á -7 höggum undir pari.

Fylgst var með gangi mála hér í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×