Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 Aðalheiður Ámundadóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 29. júlí 2017 06:00 John Snorri Sigurjónsson varð fyrstur Íslendinga upp á K2. Mynd/Kári Schram „Vonandi kemst hann til landsins sem fyrst. Ég veit hann langar heim,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, um John Snorra Sigurjónsson. Hann komst upp á topp eins illkleifasta fjalls veraldar, K2, fyrstur Íslendinga í gær. Safnaði John Snorri styrkjum fyrir félagið á meðan á göngu stóð. Hjördís telur að John Snorri eigi um tveggja vikna ferðalag fram undan. Hann er væntanlegur niður í grunnbúðir K2 í dag, sem er óvænt að sögn Hjördísar. „Þeir ætluðu sér að fara niður í skrefum.“ Fljótlega eftir komuna í grunnbúðirnar mun John Snorri halda niður fjallið með föruneyti sínu. Tekur þá við fimm til sex daga ganga niður í byggð. „Þegar þangað er komið þurfa þeir að koma sér í flug áleiðis til Íslands. Þetta verður um það bil tveggja vikna ferðalag,“ segir Hjördís. Í samtali við fréttastofu í gær sagði John Snorri að ferðalagið niður fjallið væri í raun erfiðasti hluti leiðangursins. „Þegar maður er á leiðinni niður þá snýr maður baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðandi snjóflóð og grjóthrun.“ Hjördís segir söfnunina hafa tekið kipp síðustu klukkutímana áður en tindi var náð. Þá hafi hún einnig aukist eftir því sem John Snorri færðist nær toppi fjallsins. Styrktarféð verður nýtt í samráði við deildarstjóra kvennadeildarinnar og nefnir Hjördís að til dæmis gæti það verið nýtt í skoðunarbekki og skoðunarljós. Hjördís sagðist þó ekki geta gefið upp hversu mikið hefði safnast. Annar ofurhugi og fjallgöngugarpur, Vilborg Arna Gissurardóttir, sagði vægt til orða tekið þegar Fréttablaðið spurði hana hvort um mikið afrek væri að ræða. „Þetta er gríðarlega mikið afrek,“ sagði Vilborg sem hefur sjálf meðal annars klifið Everestfjall. „Það sem ég vil líka leggja áherslu á, og finnst hafa gleymst í umræðunni, er að hann er ekki bara búinn að klífa eitt 8.000 metra fjall. Hann er búinn að klífa tvö á mjög stuttum tíma,“ segir Vilborg. Birtist í Fréttablaðinu Fjallamennska Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Vonandi kemst hann til landsins sem fyrst. Ég veit hann langar heim,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, um John Snorra Sigurjónsson. Hann komst upp á topp eins illkleifasta fjalls veraldar, K2, fyrstur Íslendinga í gær. Safnaði John Snorri styrkjum fyrir félagið á meðan á göngu stóð. Hjördís telur að John Snorri eigi um tveggja vikna ferðalag fram undan. Hann er væntanlegur niður í grunnbúðir K2 í dag, sem er óvænt að sögn Hjördísar. „Þeir ætluðu sér að fara niður í skrefum.“ Fljótlega eftir komuna í grunnbúðirnar mun John Snorri halda niður fjallið með föruneyti sínu. Tekur þá við fimm til sex daga ganga niður í byggð. „Þegar þangað er komið þurfa þeir að koma sér í flug áleiðis til Íslands. Þetta verður um það bil tveggja vikna ferðalag,“ segir Hjördís. Í samtali við fréttastofu í gær sagði John Snorri að ferðalagið niður fjallið væri í raun erfiðasti hluti leiðangursins. „Þegar maður er á leiðinni niður þá snýr maður baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðandi snjóflóð og grjóthrun.“ Hjördís segir söfnunina hafa tekið kipp síðustu klukkutímana áður en tindi var náð. Þá hafi hún einnig aukist eftir því sem John Snorri færðist nær toppi fjallsins. Styrktarféð verður nýtt í samráði við deildarstjóra kvennadeildarinnar og nefnir Hjördís að til dæmis gæti það verið nýtt í skoðunarbekki og skoðunarljós. Hjördís sagðist þó ekki geta gefið upp hversu mikið hefði safnast. Annar ofurhugi og fjallgöngugarpur, Vilborg Arna Gissurardóttir, sagði vægt til orða tekið þegar Fréttablaðið spurði hana hvort um mikið afrek væri að ræða. „Þetta er gríðarlega mikið afrek,“ sagði Vilborg sem hefur sjálf meðal annars klifið Everestfjall. „Það sem ég vil líka leggja áherslu á, og finnst hafa gleymst í umræðunni, er að hann er ekki bara búinn að klífa eitt 8.000 metra fjall. Hann er búinn að klífa tvö á mjög stuttum tíma,“ segir Vilborg.
Birtist í Fréttablaðinu Fjallamennska Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda