Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Atli Ísleifsson skrifar 26. júlí 2017 21:30 Bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Vísir/Eyþór/Anton Brink Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Kannar bærinn nú möguleikann á að taka slíkan bát á leigu til að koma fleiri gestum til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi. Akranes hefur verið í tilraunasiglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar, en Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngusorfu til að báturinn gæti siglt á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. „Við fengum neitun frá Samgöngustofu sem við eigum mjög erfitt með að skilja þar sem hafsvæðið milli lands og Eyja er C-hafsvæði, eins og hafsvæðið milli Akraness og Reykjavíkur. Ég kannaði því í dag möguleikann á að leigja nákvæmlega eins bát, „tvíbyttnu“, og fá heimild frá Samgöngustofu til að sigla á eins hafsvæði og Akranesið er að sigla í dag. Ég hlýt að ganga út frá því að jafnræði gildi og við fáum þessa heimild,“ segir Elliði.Vilja svör fyrir hádegi á morgun Elliði segir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið í sambandi við skipamiðlara og að verið sé að kanna möguleikann á leigu á bát frá Norðurlöndum. Hafi hann fengið þau svör að líklegt sé að hægt verði að fá eins bát leigðan þessa daga sem um ræðir. Elliði segist hafa sent erindi á sex starfsmenn Samgöngustofu í dag, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. „Ég hef reyndar fengið þrjú sjálfvirk svör frá þremur þeirra sem eru í sumarfríi. Erindið er brýnt. Þjóðhátíð er ekki um þessa helgi heldur næstu og þyrfti báturinn að vera kominn hingað eftir viku. Þess vegna óskum við eftir því að erindinu verði svarað fyrir hádegi á morgun. Ég sendi einnig afrit á samgönguráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu. Ef Samgöngustofa er það illa mönnuð að ekki sé hægt að svara þessu fyrir hádegi, hlýtur samgönguráðuneytið að grípa inn í.“Vilja auka þjónustu Bæjarstjórinn segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Bæði sé mikið af bókunum og mikið af fyrirspurnum. „Svo erum við ekki bara að leitast eftir að fjölga gestum heldur einnig að auka þjónustuna við þá. Þjóðhátíð hefur breyst mikið á skömmum tíma. Gestir eru orðnir mikið prúðbúnari – núverandi kynslóð er einfaldlega betri en sú sem ég tilheyri. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru meðal annars að gestir geti ferðast á þeim tíma sem það vill. Ef gestir vilja koma til Eyja á föstudegi og fara aftur heim á mánudegi þá viljum við geta mætt slíku. Þetta snýst ekki bara um að koma fleirum á hátíðina heldur að auka þjónustuna og ferðafrelsi gesta okkar.“Ertu bjartýnn á að það takist að fá þennan bát leigðan?„Ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum nokkur stjórnvöld gæti neitað okkur um að fá eins skip á sama hafsvæði og þeir hafa þegar veitt heimild fyrir,“ segir Elliði að lokum. Samgöngur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Kannar bærinn nú möguleikann á að taka slíkan bát á leigu til að koma fleiri gestum til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi. Akranes hefur verið í tilraunasiglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar, en Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngusorfu til að báturinn gæti siglt á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. „Við fengum neitun frá Samgöngustofu sem við eigum mjög erfitt með að skilja þar sem hafsvæðið milli lands og Eyja er C-hafsvæði, eins og hafsvæðið milli Akraness og Reykjavíkur. Ég kannaði því í dag möguleikann á að leigja nákvæmlega eins bát, „tvíbyttnu“, og fá heimild frá Samgöngustofu til að sigla á eins hafsvæði og Akranesið er að sigla í dag. Ég hlýt að ganga út frá því að jafnræði gildi og við fáum þessa heimild,“ segir Elliði.Vilja svör fyrir hádegi á morgun Elliði segir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið í sambandi við skipamiðlara og að verið sé að kanna möguleikann á leigu á bát frá Norðurlöndum. Hafi hann fengið þau svör að líklegt sé að hægt verði að fá eins bát leigðan þessa daga sem um ræðir. Elliði segist hafa sent erindi á sex starfsmenn Samgöngustofu í dag, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. „Ég hef reyndar fengið þrjú sjálfvirk svör frá þremur þeirra sem eru í sumarfríi. Erindið er brýnt. Þjóðhátíð er ekki um þessa helgi heldur næstu og þyrfti báturinn að vera kominn hingað eftir viku. Þess vegna óskum við eftir því að erindinu verði svarað fyrir hádegi á morgun. Ég sendi einnig afrit á samgönguráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu. Ef Samgöngustofa er það illa mönnuð að ekki sé hægt að svara þessu fyrir hádegi, hlýtur samgönguráðuneytið að grípa inn í.“Vilja auka þjónustu Bæjarstjórinn segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Bæði sé mikið af bókunum og mikið af fyrirspurnum. „Svo erum við ekki bara að leitast eftir að fjölga gestum heldur einnig að auka þjónustuna við þá. Þjóðhátíð hefur breyst mikið á skömmum tíma. Gestir eru orðnir mikið prúðbúnari – núverandi kynslóð er einfaldlega betri en sú sem ég tilheyri. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru meðal annars að gestir geti ferðast á þeim tíma sem það vill. Ef gestir vilja koma til Eyja á föstudegi og fara aftur heim á mánudegi þá viljum við geta mætt slíku. Þetta snýst ekki bara um að koma fleirum á hátíðina heldur að auka þjónustuna og ferðafrelsi gesta okkar.“Ertu bjartýnn á að það takist að fá þennan bát leigðan?„Ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum nokkur stjórnvöld gæti neitað okkur um að fá eins skip á sama hafsvæði og þeir hafa þegar veitt heimild fyrir,“ segir Elliði að lokum.
Samgöngur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira