Leitar að náttúrulegum rannsóknarstöðvum við strendur Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 11:04 Súrnun sjávar er hraðari á norðurslóðum því kaldari sjór drekkur í sig meiri koltvísýring en hlýrri. Áhrifin á lífverur eru enn lítt þekkt. Vísir/Valli Vísindamenn reyna nú að finna uppsprettur koltvísýrings á hafsbotni við strendur á Íslandi. Þær geta verið náttúrulegar rannsóknarstöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á lífríki, að sögn Hrannar Egilsdóttur, sjávarlíffræðings. Súrnun sjávar er fylgifiskur gríðarlegrar losunar manna á koltvísýringi sem veldur einnig hnattrænni hlýnun. Hafið hefur tekið upp um þriðjung koltvísýringsins sem menn hafa losað og hefur það valdið súrnun þess. Um leið og hafið súrnar lækkar kalkmettun þess en það getur haft áhrif á kalkmyndandi lífverur eins og kórala og skeldýr sem oft eru undirstöður vistkerfa.Heimamenn segja frá gasuppsprettum í BreiðafirðiÍ Bítinu í morgun lýsti Hrönn því hversu lítið væri í raun vitað um áhrif súrnunar sjávar. Það sé erfitt rannsóknarefni því margir umhverfisþættir séu að verki í hafinu og þeir séu einnig að breytast á hlýnandi jörðu. „Þar í ofanálag vitum við bara svo ofboðslega lítið um vistfræði sjávar. Grunnsævi á Íslandi hafa til dæmis ekki verið mikið rannsökuð. Hafró hefur náttúrulega lagt mesta áherslu á djúpsævi þar sem fiskurinn er,“ sagði Hrönn. Vettvangsvinna er nú að hefjast við Breiðafjörð þar sem Hrönn og fleiri vísindamenn leita að náttúrulegum uppsprettum koltvísýrings á hafsbotninum og kanna lífríkið í kringum þær. Slíkar uppsprettur eru algengar á jarðhitasvæðum eins og ísland er.Hrönn Egilsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum á súrnun sjávar á Íslandi. Hún er nýdoktor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.Vísir„Þetta verkefni felst í að finna og athuga hvort að það séu til svona náttúrulegar rannsóknarstöðvar í hafinu við Ísland þar sem CO2-gas kemur af hafsbotni. Til samanburðar þá eru ölkeldur á landi álíka svæði. Spurningin er: er þetta til einhvers staðar í sjónum?“ segir Hrönn. Upplýsingasöfnunin fyrir verkefnið hefur að miklu leyti falist í að ræða við heimafólk við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þar segir Hrönn að fólk kannist við uppstreymi gass í norðanverðum Breiðafirði. Hún vonast til að kafa eftir tveimur slíkum stöðum á næstunni.Mikilvægt að kortleggja búsvæði og umhverfisþættiHrönn telur að súrnun sjávar geti aðallega haft áhrif á íslenska fiskistofna í gegnum fæðukeðjuna. Hins vegar þurfi að kortleggja búsvæði og hvaða umhverfisþættir séu mikilvægir fyrir tilteknar lífverur. „Ef við áttum okkur á hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða lífverur þá fyrst gætum við mögulega farið að sjá hvernig umhverfisbreytingar til framtíðar gætu haft áhrif á vistkerfin við Ísland,“ segir hún.Sjá einnig:Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Hyggst Hrönn hefja kortlagningu á búsvæðum við Reykjaneshrygg og skoða hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða samfélög lífvera þegar hún hefur störf hjá Hafró í haust. Leggur hún mikla áherslu á að eina leiðin til að vinna gegn súrnun sjávar sé að menn dragi úr losun sinni á koltvísýringi sem veldur einnig breytingum á loftslagi jarðar.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Hrönn Egilsdóttur, sjávarlíffræðing, í Bítinu í heild sinni. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Vísindamenn reyna nú að finna uppsprettur koltvísýrings á hafsbotni við strendur á Íslandi. Þær geta verið náttúrulegar rannsóknarstöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á lífríki, að sögn Hrannar Egilsdóttur, sjávarlíffræðings. Súrnun sjávar er fylgifiskur gríðarlegrar losunar manna á koltvísýringi sem veldur einnig hnattrænni hlýnun. Hafið hefur tekið upp um þriðjung koltvísýringsins sem menn hafa losað og hefur það valdið súrnun þess. Um leið og hafið súrnar lækkar kalkmettun þess en það getur haft áhrif á kalkmyndandi lífverur eins og kórala og skeldýr sem oft eru undirstöður vistkerfa.Heimamenn segja frá gasuppsprettum í BreiðafirðiÍ Bítinu í morgun lýsti Hrönn því hversu lítið væri í raun vitað um áhrif súrnunar sjávar. Það sé erfitt rannsóknarefni því margir umhverfisþættir séu að verki í hafinu og þeir séu einnig að breytast á hlýnandi jörðu. „Þar í ofanálag vitum við bara svo ofboðslega lítið um vistfræði sjávar. Grunnsævi á Íslandi hafa til dæmis ekki verið mikið rannsökuð. Hafró hefur náttúrulega lagt mesta áherslu á djúpsævi þar sem fiskurinn er,“ sagði Hrönn. Vettvangsvinna er nú að hefjast við Breiðafjörð þar sem Hrönn og fleiri vísindamenn leita að náttúrulegum uppsprettum koltvísýrings á hafsbotninum og kanna lífríkið í kringum þær. Slíkar uppsprettur eru algengar á jarðhitasvæðum eins og ísland er.Hrönn Egilsdóttir hefur verið leiðandi í rannsóknum á súrnun sjávar á Íslandi. Hún er nýdoktor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands.Vísir„Þetta verkefni felst í að finna og athuga hvort að það séu til svona náttúrulegar rannsóknarstöðvar í hafinu við Ísland þar sem CO2-gas kemur af hafsbotni. Til samanburðar þá eru ölkeldur á landi álíka svæði. Spurningin er: er þetta til einhvers staðar í sjónum?“ segir Hrönn. Upplýsingasöfnunin fyrir verkefnið hefur að miklu leyti falist í að ræða við heimafólk við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þar segir Hrönn að fólk kannist við uppstreymi gass í norðanverðum Breiðafirði. Hún vonast til að kafa eftir tveimur slíkum stöðum á næstunni.Mikilvægt að kortleggja búsvæði og umhverfisþættiHrönn telur að súrnun sjávar geti aðallega haft áhrif á íslenska fiskistofna í gegnum fæðukeðjuna. Hins vegar þurfi að kortleggja búsvæði og hvaða umhverfisþættir séu mikilvægir fyrir tilteknar lífverur. „Ef við áttum okkur á hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða lífverur þá fyrst gætum við mögulega farið að sjá hvernig umhverfisbreytingar til framtíðar gætu haft áhrif á vistkerfin við Ísland,“ segir hún.Sjá einnig:Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Hyggst Hrönn hefja kortlagningu á búsvæðum við Reykjaneshrygg og skoða hvaða umhverfisþættir eru mikilvægir fyrir hvaða samfélög lífvera þegar hún hefur störf hjá Hafró í haust. Leggur hún mikla áherslu á að eina leiðin til að vinna gegn súrnun sjávar sé að menn dragi úr losun sinni á koltvísýringi sem veldur einnig breytingum á loftslagi jarðar.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Hrönn Egilsdóttur, sjávarlíffræðing, í Bítinu í heild sinni.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira