Sorglegur endir Íslands á HM eftir tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júlí 2017 14:30 Strákarnir hafa spilað vel í Alsír. Ísland er úr leik á HM leikmanna 21 árs og yngri eftir að hafa tapað fyrir Túnis í 16-liða úrslitum í dag, 28-27. Túnis hafði forystu í hálfleik, 14-13. Niðurstaðan er sorgleg fyrir íslenska liðið enda hafði það spilað vel á mótinu til þess. Leikmenn höfðu sagt fyrir mót að þeir ætluðu sér alla leið og vinna gull. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik en Túnisar voru með frumkvæðið sem og í upphafi síðari hálfleiks. Íslendingar komu til baka, ekki síst vegna framlags Óðins Þórs Ríkharðssonar sem átti stórleik og skoraði hvert markið á fætur öðru. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 19-17, Túnis í vil, en þá tók Óðinn Þór til sinna mála. Hann skoraði fimm mörk í röð fyrir Ísland og breytti stöðunni í 22-20. Mikil spenna var á lokamínútunum og fengu Íslendingar þó nokkur tækifæri til að síga fram úr. Allt kom þó fyrir ekki. Elvar Örn Jónsson jafnaði metin þegar 50 sekúndur voru eftir en Anouar Ben Abdallah kom Túnis aftur yfir, 28-27, þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Íslendingar héldu í sókn og fengu aukakast þegar þrjár sekúndur voru eftir. Ómar Ingi Magnússon skaut að marki úr erfiðri stöðu en skot hans var varið. Óðinn Þór átti sem fyrr segir stórleik en hann skoraði átta mörk í tíu skotum. Ómar Ingi, Arnar Freyr Arnarsson og Sigursteinn Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hver. Ómar Ingi tók þrettán skot í leiknum. Grétar Ari Guðjónsson stóð í marki Íslands allan leikinn og varði tólf skot. Skander Zaied var markahæstur hjá Túnis með ellefu mörk en hann tók alls 24 skot í leiknum. Ben Abdallah skoraði sjö mörk í tíu skotum. Íslenska liðið vann fyrstu fjóra leiki sína á mótinu en tapaði síðustu tveimur. Handbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Sjá meira
Ísland er úr leik á HM leikmanna 21 árs og yngri eftir að hafa tapað fyrir Túnis í 16-liða úrslitum í dag, 28-27. Túnis hafði forystu í hálfleik, 14-13. Niðurstaðan er sorgleg fyrir íslenska liðið enda hafði það spilað vel á mótinu til þess. Leikmenn höfðu sagt fyrir mót að þeir ætluðu sér alla leið og vinna gull. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik en Túnisar voru með frumkvæðið sem og í upphafi síðari hálfleiks. Íslendingar komu til baka, ekki síst vegna framlags Óðins Þórs Ríkharðssonar sem átti stórleik og skoraði hvert markið á fætur öðru. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 19-17, Túnis í vil, en þá tók Óðinn Þór til sinna mála. Hann skoraði fimm mörk í röð fyrir Ísland og breytti stöðunni í 22-20. Mikil spenna var á lokamínútunum og fengu Íslendingar þó nokkur tækifæri til að síga fram úr. Allt kom þó fyrir ekki. Elvar Örn Jónsson jafnaði metin þegar 50 sekúndur voru eftir en Anouar Ben Abdallah kom Túnis aftur yfir, 28-27, þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Íslendingar héldu í sókn og fengu aukakast þegar þrjár sekúndur voru eftir. Ómar Ingi Magnússon skaut að marki úr erfiðri stöðu en skot hans var varið. Óðinn Þór átti sem fyrr segir stórleik en hann skoraði átta mörk í tíu skotum. Ómar Ingi, Arnar Freyr Arnarsson og Sigursteinn Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hver. Ómar Ingi tók þrettán skot í leiknum. Grétar Ari Guðjónsson stóð í marki Íslands allan leikinn og varði tólf skot. Skander Zaied var markahæstur hjá Túnis með ellefu mörk en hann tók alls 24 skot í leiknum. Ben Abdallah skoraði sjö mörk í tíu skotum. Íslenska liðið vann fyrstu fjóra leiki sína á mótinu en tapaði síðustu tveimur.
Handbolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ Sjá meira