Paint verður áfram til staðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 10:24 Aðdáendur Paint geta tekið gleði sína á ný eftir að margir höfðu málað skrattann á vegginn í gær þegar svo virtist sem að dagar forritsins væru taldir. Vísir/Kjartan Tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að myndvinnsluforritið Paint verði áfram til staðar í nýjum útgáfum af Windows-stýrikerfinu. Áður hafði virst sem að dagar forritsins ástsæla væru taldir. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt lýsingu á næstu uppfærslu á Windows 10-stýrikerfinu yrði Paint annað hvort fjarlægt eða það ekki þróað áfram.Sjá einnig:Microsoft eyðir Paint Fréttunum var tekið með sorg á samfélagsmiðlum en víst er að margir Windows-notendur hafi fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína í Paint í gegnum tíðina.Ókeypis í vefverslun WindowsFyrirtækið segir nú að Paint muni ekki endilega verða sjálfkrafa hluti af Windows 10 en að forritið verði aðgengilegt ókeypis í vefversluninni Windows Store, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við höfum eitthvað lært þá er það að eftir 32 ár á MS Paint sér marga aðdáendur,“ segir í færslu á bloggsíðu Microsoft. Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því að það kom fyrst á markaðinn árið 1985. Ný og þróaðri útgáfa, Paint 3D, verður hluti af Windows 10-stýrikerfinu í næstu uppfærslum. Önnur forrit sem verða slegin út af borðinu í næstu uppfærslu Windows 10 virðast ekki hafa verið netverjum slíkur harmdauði og Paint. Á meðal þeirra er tölvupóstforritið Outlook Express. Microsoft Tækni Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að myndvinnsluforritið Paint verði áfram til staðar í nýjum útgáfum af Windows-stýrikerfinu. Áður hafði virst sem að dagar forritsins ástsæla væru taldir. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt lýsingu á næstu uppfærslu á Windows 10-stýrikerfinu yrði Paint annað hvort fjarlægt eða það ekki þróað áfram.Sjá einnig:Microsoft eyðir Paint Fréttunum var tekið með sorg á samfélagsmiðlum en víst er að margir Windows-notendur hafi fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína í Paint í gegnum tíðina.Ókeypis í vefverslun WindowsFyrirtækið segir nú að Paint muni ekki endilega verða sjálfkrafa hluti af Windows 10 en að forritið verði aðgengilegt ókeypis í vefversluninni Windows Store, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við höfum eitthvað lært þá er það að eftir 32 ár á MS Paint sér marga aðdáendur,“ segir í færslu á bloggsíðu Microsoft. Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því að það kom fyrst á markaðinn árið 1985. Ný og þróaðri útgáfa, Paint 3D, verður hluti af Windows 10-stýrikerfinu í næstu uppfærslum. Önnur forrit sem verða slegin út af borðinu í næstu uppfærslu Windows 10 virðast ekki hafa verið netverjum slíkur harmdauði og Paint. Á meðal þeirra er tölvupóstforritið Outlook Express.
Microsoft Tækni Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent