Segja hugmynd um aukið millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll byggða á veikum grunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júlí 2017 18:47 Á myndinni má sjá London City Airport sem staðsettur 12 km frá miðpunkti Lúndúna, Westminster. Þarna má einnig sjá hvar Reykjavíkurflugvöllur væri staðsettur í London miðað við 1,3 km frá miðpunkti. Björn og Andri Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt, eru ekki sáttir með hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Isavia, um að auka við millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Létu þeir Björn og Andri skoðun sína á málinu í ljós í færslu á Facebook sem inniheldur meðal annars skýringarmyndir um raunverulega staðsetningu flugvallarins í London. „Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn í samtali við Vísi.Ef London City Airport væri í Reykjavík væri hann norðaustan við Úlfarsfell, miðað við 12 km fjarlægð frá listaverkinu Miðja Reykjavíkur eftir Kristinn E. HrafnssonBjörn og AndriHugmynd ráðherrans og Karls felst í því að flogið yrði frá London City Airport til Reykjavíkur með það meðal annars að markmiði að létta undir álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2.Byggt á veikum grunni Björn segir hugmyndir forstjóra Isavia og ráðherra vera byggða á veikum grunni. Mikill munur sé á þessum tveimur flugvöllum. Meðal annars sé London City Airport einnar brautar völlur þar sem aðkoma er alltaf yfir ánni. „Í kjölfarið æstust upp nokkrir karlmenn, sem vildu nota þessa frétt sem rök fyrir því að aukið millilandaflug væri einnig æskilegt á Reykjavíkurflugvelli. Burtséð frá augljósum reginmun á stórborginni Lundúnum og Reykjavík, þá er rétt að taka fram að London City Airport er alls ekki í "miðborg" Lundúna,“ segir í færslunni. Benda þeir á að London City Airport er í raun 12 kílómetra frá miðpunkti London sé hann miðaður við Westminster. Hann sé því alls ekki inn í miðborg London. Þá benda þeir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur er aðeins 1,3 km frá miðpunkti Reykjavíkur sé hann miðaður við listaverkið "Miðja Reykjavíkur" eftir Kristinn E. Hrafnsson, sem er á mótum Aðalstrætis og Vesturgötu. Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Sjá meira
Björn Teitsson, formaður samtaka um bíllausan lífsstíl og Andri Gunnar Lyngberg Andrésson, arkitekt, eru ekki sáttir með hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra og Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Isavia, um að auka við millilandaflug í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Létu þeir Björn og Andri skoðun sína á málinu í ljós í færslu á Facebook sem inniheldur meðal annars skýringarmyndir um raunverulega staðsetningu flugvallarins í London. „Fyrst og fremst vildum við að fólk gæti tekið afstöðu með því að sjá þetta í staðinn fyrir að þurfa að fá einhverjar upplýsingar sem eru villandi,“ segir Björn í samtali við Vísi.Ef London City Airport væri í Reykjavík væri hann norðaustan við Úlfarsfell, miðað við 12 km fjarlægð frá listaverkinu Miðja Reykjavíkur eftir Kristinn E. HrafnssonBjörn og AndriHugmynd ráðherrans og Karls felst í því að flogið yrði frá London City Airport til Reykjavíkur með það meðal annars að markmiði að létta undir álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London,“ sagði Jón í samtali við Stöð 2.Byggt á veikum grunni Björn segir hugmyndir forstjóra Isavia og ráðherra vera byggða á veikum grunni. Mikill munur sé á þessum tveimur flugvöllum. Meðal annars sé London City Airport einnar brautar völlur þar sem aðkoma er alltaf yfir ánni. „Í kjölfarið æstust upp nokkrir karlmenn, sem vildu nota þessa frétt sem rök fyrir því að aukið millilandaflug væri einnig æskilegt á Reykjavíkurflugvelli. Burtséð frá augljósum reginmun á stórborginni Lundúnum og Reykjavík, þá er rétt að taka fram að London City Airport er alls ekki í "miðborg" Lundúna,“ segir í færslunni. Benda þeir á að London City Airport er í raun 12 kílómetra frá miðpunkti London sé hann miðaður við Westminster. Hann sé því alls ekki inn í miðborg London. Þá benda þeir einnig á að Reykjavíkurflugvöllur er aðeins 1,3 km frá miðpunkti Reykjavíkur sé hann miðaður við listaverkið "Miðja Reykjavíkur" eftir Kristinn E. Hrafnsson, sem er á mótum Aðalstrætis og Vesturgötu.
Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Sjá meira
Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. 22. júlí 2017 19:00