Golf

Spieth vann sitt þriðja risamót og jafnaði met Jack Nicklaus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Spieth átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir að sigurinn var í höfn.
Jordan Spieth átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir að sigurinn var í höfn. vísir/getty
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth hrósaði sigri á The Open á Royal Birkdale vellinum í Southport á Englandi í dag.

Spieth hafði betur í baráttu við landa sinn, Matt Kuchar, sem veitti honum harða keppni.

Spieth kom sér í vandræði í dag en átti góðan endasprett og tryggði sér sigurinn.

Hann lék hringina fjóra á samtals 12 höggum undir pari, þremur höggum á undan Kuchar. Kínverjinn Haotong Li var svo þriðji á sex höggum undir pari.

Þetta var þriðji sigur Spieths á risamóti á ferlinum. Hann hafði áður unnið Masters-mótið og Opna bandaríska árið 2015.

Spieth er aðeins annar kylfingurinn sem afrekar það að vinna The Open, Masters og Opna bandaríska áður en hann verður 24 ára. Hinn er sjálfur Gullbjörninn, Jack Nicklaus.

Spieth er jafnframt sá yngsti til að vinna The Open síðan Seve Ballesteros gerði það 1979.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×