Norskur sparkfræðingur: Eina sem Bendtner gerir betur en Matthías er að tyggja tyggjó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 19:45 Matthías Vilhjálmsson og Nicklas Bendtner. Vísir/Samsett/Getty Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið. Dagbladet skoðaði aðeins betur gagnrýnina á Bendtner. Það er heldur ekki að hjálpa Nicklas Bendtner mikið að íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson getur ekki hætt að skora og það þrátt fyrir að þurfa að byrja mikið á varamannabekknum á meðan Bendtner er í byrjunarliðinu. Matthías Vilhjálmsson kom einu sinni sem oftar inná sem varamaður í leik Rosenborg í Meistaradeildinni í vikunni og tryggði norska liðinu sigur og sæti í þriðju umferðinni. Gríðarlega mikilvægt og verðmætt mark fyrir félagið. Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð. Nicklas Bendtner lék á sínum tíma með bæði Arsenal og Juventus og mörgum finnst því að hann ætti að geta tekið norsku úrvalsdeildina með vinstri. Nicklas Bendtner hefur hinsvegar aðeins skorað sex mörk í deildinni og virðist hafa misst hæfileikann að koma varnarmönnum á óvart. Það er líka erfiður samanburður fyrir Danann sem er ekki að hlaupa mikið að óþörfu þegar hann er borinn saman við hinn baráttuglaða Íslending sem er alltaf á milljón inn á vellinum og hleypur eftir öllum boltum. Eftir leikinn fór knattspyrnuspekingurinn Jesper Mathisen á Twitter og skaut vel á danska framherjann sem er án efa þekktasti leikmaður Rosenborg-liðsins. „Eina sem Bendtner gerir betur en Vilhjálmsson þessa stundina er að tyggja tyggjó,“ skrifaði Jesper Mathisen á Twitter.Eneste Bendtner gjør bedre enn Vilhjalmsson for tida er å tygge tyggis. — Jesper Mathisen (@jespermathisen) July 19, 2017 Sumir eru þó farnir að koma Nicklas Bendtner til varnar og Harald Martin Brattbakk, fyrrum leikmaður Rosenborg, er einn af þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir danska framherann. „Bendtner veit að hann kallar á athygli en núna held ég að menn séu búnir að ganga of langt,“ sagði Harald Martin Brattbakk. Nicklas Bendtner átti nokkrar hrikalega lélegar sendingar í leiknum á móti Dundalk en hann lagði líka upp fyrra markið Rosenborg-liðsins í leiknum. Hann hjálpaði því liðinu en fékk samt að heyra það. Svo er það önnur spurning hvort að danski framherjinn sé yfir höfðu eitthvað að fylgjast með því sem er skrifað um sig. Kannski er honum alveg sama um hvað sé skrifað um hann í Dagbladet, Adresseavisen eða VG. Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Norskir fjölmiðlamenn og sparkfræðingar hafa verið afar duglegir að gagnrýna danska framherjann Nicklas Bendtner á þessu tímabili en Daninn kom til norsku meistarana í Rosenborg fyrir tímabilið. Dagbladet skoðaði aðeins betur gagnrýnina á Bendtner. Það er heldur ekki að hjálpa Nicklas Bendtner mikið að íslenski framherjinn Matthías Vilhjálmsson getur ekki hætt að skora og það þrátt fyrir að þurfa að byrja mikið á varamannabekknum á meðan Bendtner er í byrjunarliðinu. Matthías Vilhjálmsson kom einu sinni sem oftar inná sem varamaður í leik Rosenborg í Meistaradeildinni í vikunni og tryggði norska liðinu sigur og sæti í þriðju umferðinni. Gríðarlega mikilvægt og verðmætt mark fyrir félagið. Rosenborg mætir Celtic í næstu umferð. Nicklas Bendtner lék á sínum tíma með bæði Arsenal og Juventus og mörgum finnst því að hann ætti að geta tekið norsku úrvalsdeildina með vinstri. Nicklas Bendtner hefur hinsvegar aðeins skorað sex mörk í deildinni og virðist hafa misst hæfileikann að koma varnarmönnum á óvart. Það er líka erfiður samanburður fyrir Danann sem er ekki að hlaupa mikið að óþörfu þegar hann er borinn saman við hinn baráttuglaða Íslending sem er alltaf á milljón inn á vellinum og hleypur eftir öllum boltum. Eftir leikinn fór knattspyrnuspekingurinn Jesper Mathisen á Twitter og skaut vel á danska framherjann sem er án efa þekktasti leikmaður Rosenborg-liðsins. „Eina sem Bendtner gerir betur en Vilhjálmsson þessa stundina er að tyggja tyggjó,“ skrifaði Jesper Mathisen á Twitter.Eneste Bendtner gjør bedre enn Vilhjalmsson for tida er å tygge tyggis. — Jesper Mathisen (@jespermathisen) July 19, 2017 Sumir eru þó farnir að koma Nicklas Bendtner til varnar og Harald Martin Brattbakk, fyrrum leikmaður Rosenborg, er einn af þeim sem hafa tekið upp hanskann fyrir danska framherann. „Bendtner veit að hann kallar á athygli en núna held ég að menn séu búnir að ganga of langt,“ sagði Harald Martin Brattbakk. Nicklas Bendtner átti nokkrar hrikalega lélegar sendingar í leiknum á móti Dundalk en hann lagði líka upp fyrra markið Rosenborg-liðsins í leiknum. Hann hjálpaði því liðinu en fékk samt að heyra það. Svo er það önnur spurning hvort að danski framherjinn sé yfir höfðu eitthvað að fylgjast með því sem er skrifað um sig. Kannski er honum alveg sama um hvað sé skrifað um hann í Dagbladet, Adresseavisen eða VG.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira