Þrír fuglar á síðustu þremur holunum komu Vikari upp í efsta sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2017 20:22 Vikar Jónasson úr GK. Mynd/GSÍ/Seth Vikar Jónasson úr GK er efstur eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Hvaleyrarvelli en það er í umsjón Golfklúbbs Keilis í Hafnarfirði. Vikar hefur eins högg forskot á GR-inginn Guðmund Ágúst Kristjánsson sem lék einnig mjög vel í dag eins og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG sem þriðji tveimur höggum á eftir efsta manni. Það leit út fyrir Guðmundur Ágúst ætlaði að vera efstur en hann kláraði langt á undir Vikari og lék á fimm höggum undir pari. Vikar var á þremur höggum undir pari fyrir þrjár síðustu holurnar en kláraði daginn á þremur fuglum í röð og tók efsta sætið af Guðmundi. Vikar var með átta fugla og tvo skolla í dag en Guðmundur Ágúst var með sex fugla og einn skolla. Egill Ragnar Gunnarsson var með ein örn, fjóra fugla og tvo skolla. Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG og Andri Þór Björnsson úr GR voru líka að spila vel en þeir eru í 4. til 5. sæti á þremur höggum undir pari. Fannar Ingi var með sex fugla og Andri Þór kláraði hringinn án þess að fá skolla.Staðan eftir fyrsta dag í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK 65 (-6) 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 66 (-5) 3. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 67 (-4) 4.- 5. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 68 (-3) 4.- 5. Andri Þór Björnsson, GR 68 (-3) 6.-9. Haraldur Franklín Magnús, GR 69 (-2) 6.-9. Axel Bóasson, GK 69 (-2) 6.-9. Ólafur Björn Loftsson, GKG 69 (-2) 9. Lárus Garðar Long, GV 70 (-1) 10.-12. Gísli Sveinbergsson, GK 70 (-1) 10.-12. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 (-1) 10.-12. Theodór Emil Karlsson, GM 70 (-1) Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Vikar Jónasson úr GK er efstur eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Hvaleyrarvelli en það er í umsjón Golfklúbbs Keilis í Hafnarfirði. Vikar hefur eins högg forskot á GR-inginn Guðmund Ágúst Kristjánsson sem lék einnig mjög vel í dag eins og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG sem þriðji tveimur höggum á eftir efsta manni. Það leit út fyrir Guðmundur Ágúst ætlaði að vera efstur en hann kláraði langt á undir Vikari og lék á fimm höggum undir pari. Vikar var á þremur höggum undir pari fyrir þrjár síðustu holurnar en kláraði daginn á þremur fuglum í röð og tók efsta sætið af Guðmundi. Vikar var með átta fugla og tvo skolla í dag en Guðmundur Ágúst var með sex fugla og einn skolla. Egill Ragnar Gunnarsson var með ein örn, fjóra fugla og tvo skolla. Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG og Andri Þór Björnsson úr GR voru líka að spila vel en þeir eru í 4. til 5. sæti á þremur höggum undir pari. Fannar Ingi var með sex fugla og Andri Þór kláraði hringinn án þess að fá skolla.Staðan eftir fyrsta dag í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK 65 (-6) 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 66 (-5) 3. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 67 (-4) 4.- 5. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 68 (-3) 4.- 5. Andri Þór Björnsson, GR 68 (-3) 6.-9. Haraldur Franklín Magnús, GR 69 (-2) 6.-9. Axel Bóasson, GK 69 (-2) 6.-9. Ólafur Björn Loftsson, GKG 69 (-2) 9. Lárus Garðar Long, GV 70 (-1) 10.-12. Gísli Sveinbergsson, GK 70 (-1) 10.-12. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 (-1) 10.-12. Theodór Emil Karlsson, GM 70 (-1)
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira