Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 17:36 Martin Shkreli hefur verið þekktur sem hataðasti maður internetsins. Vísir/AFP Kviðdómendur í fjársvikamálinu gegn Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, ráða nú ráðum sínum um sekt eða sakleysi hans. Shkreli varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðsluréttinn á lyfinu Daraprim og hækkaði verðið á því um rúmlega fimm þúsund prósent árið 2015. Lyfið hefur verið gefið alnæmissjúklingum. Málið gegn Shkreli nú er því ótengt en hann er sakaður um að reynt að fela fyrir fjárfestum milljóna dollara tap sem hann bar ábyrgð á sem forsvarsmaður tveggja vogunarsjóða um fimm ára skeið.Sumir fjárfestarnir högnuðust þrátt fyrir lygarnarSaksóknarar segja Shkreli hafa logið að fjárfestum sínum um árangur vogunarsjóðanna. Hann hafi gefið út falsaðar afkomuskýrslur og átti við tímasetningar skjala til að fela tapið, að því er segir í frétt Washington Post. Hann er sagður hafa greitt fjárfestunum til baka með verðlausum hlutabréfum í ótengdu sprotafyrirtæki í lyfjaiðnaði sem hann stjórnaði einnig. Fyrirtækið dafnaði þó síðar. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar högnuðust sumir fjárfestarnir þannig myndarlega þrátt fyrir blekkingarnar. Málsvörn Shkreli byggist meðal annars á því að fjárfestarnir hafi ekki orðið fyrir tapi. Saksóknararnir segja það málinu óviðkomandi. Hámarksfangelsisrefsing vegna brotanna sem Shkreli er ákærður fyrir er tuttugu ár. Hann fengi þó líklega mun vægari fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Tengdar fréttir Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli „Hataðasti maður Bandaríkjanna“ safnar pening fyrir son vinar síns sem lést. 28. september 2016 13:56 Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma. 10. nóvember 2016 09:55 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kviðdómendur í fjársvikamálinu gegn Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, ráða nú ráðum sínum um sekt eða sakleysi hans. Shkreli varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðsluréttinn á lyfinu Daraprim og hækkaði verðið á því um rúmlega fimm þúsund prósent árið 2015. Lyfið hefur verið gefið alnæmissjúklingum. Málið gegn Shkreli nú er því ótengt en hann er sakaður um að reynt að fela fyrir fjárfestum milljóna dollara tap sem hann bar ábyrgð á sem forsvarsmaður tveggja vogunarsjóða um fimm ára skeið.Sumir fjárfestarnir högnuðust þrátt fyrir lygarnarSaksóknarar segja Shkreli hafa logið að fjárfestum sínum um árangur vogunarsjóðanna. Hann hafi gefið út falsaðar afkomuskýrslur og átti við tímasetningar skjala til að fela tapið, að því er segir í frétt Washington Post. Hann er sagður hafa greitt fjárfestunum til baka með verðlausum hlutabréfum í ótengdu sprotafyrirtæki í lyfjaiðnaði sem hann stjórnaði einnig. Fyrirtækið dafnaði þó síðar. Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar högnuðust sumir fjárfestarnir þannig myndarlega þrátt fyrir blekkingarnar. Málsvörn Shkreli byggist meðal annars á því að fjárfestarnir hafi ekki orðið fyrir tapi. Saksóknararnir segja það málinu óviðkomandi. Hámarksfangelsisrefsing vegna brotanna sem Shkreli er ákærður fyrir er tuttugu ár. Hann fengi þó líklega mun vægari fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.
Tengdar fréttir Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli „Hataðasti maður Bandaríkjanna“ safnar pening fyrir son vinar síns sem lést. 28. september 2016 13:56 Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma. 10. nóvember 2016 09:55 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sá sem býður hæst má kýla Martin Shkreli „Hataðasti maður Bandaríkjanna“ safnar pening fyrir son vinar síns sem lést. 28. september 2016 13:56
Hataðasti milljarðamæringur heims streymir eina eintakinu af Wu-Tang Clan plötunni Milljarðamæringurinn óvinsæli, Martin Shkreli, keypti eina eintakið af plötunni á sínum tíma. 10. nóvember 2016 09:55
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent