„Skip koma bara og setja fólk í land“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 18:45 Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af litlu eftirliti með ferðamönnum á farþegaskipum og segir að skoða verði málið með lögreglu og tollyfirvöldum. Landeigendur við Látrabjarg og ferðaþjónustuaðilar á Hornströndum hafa áhyggjur af vaxandi ágangi ferðamanna sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. Rekstraraðili ferðaþjónustufyrirtækis sem gerir út áætlunarsiglingar við Hornstrandir segir skrítið hversu mörg skemmtiferðaskip eru farin að koma á svæðið og með þeim sé ekkert eftirlit. „Þetta er friðlýst svæði og þetta er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér bara og setja fólk í land og maður veit ekkert hver gefur þeim leyfi eða hvað. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu að stoppa þetta af þá er þetta bara algjört „kaos“ og vitleysa hérna,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, annara eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Met fjöldi skemmtiferðaskipa er áætlaður hingað til lands á þessu ári og mörg þeirra sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á völdum stöðum. Landeigendafélagið við Látrabjarg vill að takmörkuð verði nálægðin sem skemmtiferðaskip mega sigla nærri friðlandinu og hafa sent umhverfisráðherra bréf þessa efnis.Óttast slys mest „Við óttumst mest að það verði eitthvað slys sem að maður vonar að verði ekki. Það er ekki hægt að bjarga neinum þarna ef að allt fer upp í bjargir,“ segir Jón Pétursson, formaður Landeigendafélagsins við Látrabjarg. Jón segir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á svæðið skipta hundruðum og ágangur þeirra trufli lífríkið á staðnum. Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. „Ég hef áhyggjur af því að þarna komi skip sem hefur ekki verið tollskoðað þar sem enginn er einhvern veginn að fylgjast með hvað er að gerast og tvö hundruð manns labbi komi á gúmmíbátum þarna inn og það sé ekkert eftirlit með því,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Björt segir atvikið í gær þegar farþegar franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal fóru í land í Veiðileysu- og Hesteyrarfirði í gær án þess að skipið væri tollafgreitt, skýrt dæmi um að eftirliti er ábótavant. „Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og við verðum að búa svo um hnútana að það sé bara ekki hægt að valsa hér inn og út eins og hverjum sýnist. Þarna er brotalöm. Það er alveg klárt og við þurfum að passa upp á að laga þetta og við þurfum að gera það með til þess bærum aðilum, með lögreglunni, með tollgæslunni og styrkja þessa innviði miklu miklu meira,“ segir Björt. Tengdar fréttir Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af litlu eftirliti með ferðamönnum á farþegaskipum og segir að skoða verði málið með lögreglu og tollyfirvöldum. Landeigendur við Látrabjarg og ferðaþjónustuaðilar á Hornströndum hafa áhyggjur af vaxandi ágangi ferðamanna sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. Rekstraraðili ferðaþjónustufyrirtækis sem gerir út áætlunarsiglingar við Hornstrandir segir skrítið hversu mörg skemmtiferðaskip eru farin að koma á svæðið og með þeim sé ekkert eftirlit. „Þetta er friðlýst svæði og þetta er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér bara og setja fólk í land og maður veit ekkert hver gefur þeim leyfi eða hvað. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu að stoppa þetta af þá er þetta bara algjört „kaos“ og vitleysa hérna,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, annara eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Met fjöldi skemmtiferðaskipa er áætlaður hingað til lands á þessu ári og mörg þeirra sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á völdum stöðum. Landeigendafélagið við Látrabjarg vill að takmörkuð verði nálægðin sem skemmtiferðaskip mega sigla nærri friðlandinu og hafa sent umhverfisráðherra bréf þessa efnis.Óttast slys mest „Við óttumst mest að það verði eitthvað slys sem að maður vonar að verði ekki. Það er ekki hægt að bjarga neinum þarna ef að allt fer upp í bjargir,“ segir Jón Pétursson, formaður Landeigendafélagsins við Látrabjarg. Jón segir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á svæðið skipta hundruðum og ágangur þeirra trufli lífríkið á staðnum. Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. „Ég hef áhyggjur af því að þarna komi skip sem hefur ekki verið tollskoðað þar sem enginn er einhvern veginn að fylgjast með hvað er að gerast og tvö hundruð manns labbi komi á gúmmíbátum þarna inn og það sé ekkert eftirlit með því,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Björt segir atvikið í gær þegar farþegar franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal fóru í land í Veiðileysu- og Hesteyrarfirði í gær án þess að skipið væri tollafgreitt, skýrt dæmi um að eftirliti er ábótavant. „Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og við verðum að búa svo um hnútana að það sé bara ekki hægt að valsa hér inn og út eins og hverjum sýnist. Þarna er brotalöm. Það er alveg klárt og við þurfum að passa upp á að laga þetta og við þurfum að gera það með til þess bærum aðilum, með lögreglunni, með tollgæslunni og styrkja þessa innviði miklu miklu meira,“ segir Björt.
Tengdar fréttir Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57
Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30