Vísaði fréttamanni frá borði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 18:30 Skipstjóri á franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem hleypti tæplega tvö hundruð farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum, segist hafa haft leyfi til þess, þótt hvorki skip né farþegar hafi þá verið tollafgreidd. Hann vísaði fréttamönnum frá borði þegar gengið var nánar að honum vegna málsins. Skemmtiferðaskipið er fyrsta skemmtiferðaskip sem leggst að bryggju á Akranesi að að því tilefni var tekið á móti því við viðhöfn í morgun. „Það var mjög spennandi að leggjast hér upp að, sérstaklega af því að hér er þröngt. Það eru forréttindi fyrir okkur á svo stóru skipi að koma inn í svona litla höfn, ekki aðeins til Reykjavíkur heldur einnig til smærri staða. Farþegarnir fá þá að upplifa nýja reynslu,“ segir Etienne Garcia, skipstjóri skipsins. Skipið er skráð í Frakklandi og eru farþegar þess 181 auk áhafnar. Boðið er upp á siglingar til Jan Mayen, Svalbarða, Grænlands og Íslands. Skipið kom frá Grænlandi í gær og hafði viðkomu á Vestfjörðum. Þegar komið var inn í Veiðileysufjörð var kastað akkeri og öllum farþegunum siglt í land á smærri bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Öll skip sem hingað koma eiga að fara í gegnum tollskoðun áður en farþegar fá að fara frá borði. Á þessu eru þó undanþágur samkvæmt heimildum fréttastofu en staðfest er að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og fóru farþegar skipsins frá borði án heimildar yfirvalda.„Svara ekki slíkum spurningum“Voruð þið með heimild fyrir þessu? „Já, auðvitað. Við höfðum heimild frá umhverfis- og ferðamálayfirvöldum,“ segir Garcia.Var skipið tollafgreitt? „Já,“ segir Garcia.Áður en fólk fór frá borði? „Ég svara ekki slíkum spurningum. Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?,“ sagði Garcia. Frá Veiðileysufirði var skipinu svo siglt í Hesteyrarfjörð þar sem farþegar fóru aftur frá borði. „Hvers vegna ertu að tala um þetta?,“ spurði Garcia fréttamann.Af því að þú brýtur íslensk og alþjóðleg lög með því að hleypa fólki frá borði úti á landi án tollafgreiðslu. „Öll okkar mál fara í gegnum umboðsmann okkar héðan í frá,“ sagði Garcia. Báðir viðkomustaðir skipsins í viðkvæmri náttúru og innan friðlýsts svæðis á HornströndumVissir þú að svæðið er viðkvæmt og nýtur reglna um vernd? „Já, við vissum það. Við höfðum heimild frá umhverfis...,“ sagði Garcia.Hver gaf þessa heimild? „Umhverfisverndarráð Íslands,“ sagði Garcia. Á þessum tímapunkti var skipstjóri skemmtiferðaskipsins orðinn ósáttur við spurningar fréttastofu. „Ég svara ekki fleiri spurningum. Takk fyrir,“ sagði Garcia. Eftir þetta var fréttamanni og myndatökumanni vísað frá borði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var gert viðvart um málið í gær og hafði samband við skipstjóra skipsins sem viðurkenndi að hafa hleypt farþegum í land. Honum var gert grein fyrir því að slíkt væri með öllu óheilmilt nema að undangenginni tollafgreiðslu. Var skipstjóra gert að sækja þá farþega sem voru komnir í land og taka þá í skipið hið snarasta og varð skipstjórinn við því. Umboðsaðili skipsins hér á landi heitir Gára og baðs framkvæmdastjóri fyrirtækisins undan viðtali í dag. Hann sagði málið í ferli og yrði tekið fyrir á morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Skipstjóri á franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem hleypti tæplega tvö hundruð farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum, segist hafa haft leyfi til þess, þótt hvorki skip né farþegar hafi þá verið tollafgreidd. Hann vísaði fréttamönnum frá borði þegar gengið var nánar að honum vegna málsins. Skemmtiferðaskipið er fyrsta skemmtiferðaskip sem leggst að bryggju á Akranesi að að því tilefni var tekið á móti því við viðhöfn í morgun. „Það var mjög spennandi að leggjast hér upp að, sérstaklega af því að hér er þröngt. Það eru forréttindi fyrir okkur á svo stóru skipi að koma inn í svona litla höfn, ekki aðeins til Reykjavíkur heldur einnig til smærri staða. Farþegarnir fá þá að upplifa nýja reynslu,“ segir Etienne Garcia, skipstjóri skipsins. Skipið er skráð í Frakklandi og eru farþegar þess 181 auk áhafnar. Boðið er upp á siglingar til Jan Mayen, Svalbarða, Grænlands og Íslands. Skipið kom frá Grænlandi í gær og hafði viðkomu á Vestfjörðum. Þegar komið var inn í Veiðileysufjörð var kastað akkeri og öllum farþegunum siglt í land á smærri bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Öll skip sem hingað koma eiga að fara í gegnum tollskoðun áður en farþegar fá að fara frá borði. Á þessu eru þó undanþágur samkvæmt heimildum fréttastofu en staðfest er að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og fóru farþegar skipsins frá borði án heimildar yfirvalda.„Svara ekki slíkum spurningum“Voruð þið með heimild fyrir þessu? „Já, auðvitað. Við höfðum heimild frá umhverfis- og ferðamálayfirvöldum,“ segir Garcia.Var skipið tollafgreitt? „Já,“ segir Garcia.Áður en fólk fór frá borði? „Ég svara ekki slíkum spurningum. Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?,“ sagði Garcia. Frá Veiðileysufirði var skipinu svo siglt í Hesteyrarfjörð þar sem farþegar fóru aftur frá borði. „Hvers vegna ertu að tala um þetta?,“ spurði Garcia fréttamann.Af því að þú brýtur íslensk og alþjóðleg lög með því að hleypa fólki frá borði úti á landi án tollafgreiðslu. „Öll okkar mál fara í gegnum umboðsmann okkar héðan í frá,“ sagði Garcia. Báðir viðkomustaðir skipsins í viðkvæmri náttúru og innan friðlýsts svæðis á HornströndumVissir þú að svæðið er viðkvæmt og nýtur reglna um vernd? „Já, við vissum það. Við höfðum heimild frá umhverfis...,“ sagði Garcia.Hver gaf þessa heimild? „Umhverfisverndarráð Íslands,“ sagði Garcia. Á þessum tímapunkti var skipstjóri skemmtiferðaskipsins orðinn ósáttur við spurningar fréttastofu. „Ég svara ekki fleiri spurningum. Takk fyrir,“ sagði Garcia. Eftir þetta var fréttamanni og myndatökumanni vísað frá borði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var gert viðvart um málið í gær og hafði samband við skipstjóra skipsins sem viðurkenndi að hafa hleypt farþegum í land. Honum var gert grein fyrir því að slíkt væri með öllu óheilmilt nema að undangenginni tollafgreiðslu. Var skipstjóra gert að sækja þá farþega sem voru komnir í land og taka þá í skipið hið snarasta og varð skipstjórinn við því. Umboðsaðili skipsins hér á landi heitir Gára og baðs framkvæmdastjóri fyrirtækisins undan viðtali í dag. Hann sagði málið í ferli og yrði tekið fyrir á morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57