Félagsmálaráðherra vill Costco og IKEA-áhrif á íslenskan landbúnað Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 06:45 Costco og IKEA hafa að mati Þorsteins haft góð áhrif á vöruverð á Íslandi, áhrif sem hann vill einnig ná fram í landbúnaði. Vísir Félagsmálaráðherra kallar eftir aukinni erlendri samkeppni í landbúnaði og segir löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af innlendum matvörum sem njóta ríkisverndar. Innkoma Costco og IKEA á íslenskan markað sanni „hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar.“ Þorsteinn Víglundsson birti í gærkvöld súlurit á Facebook-síðu sinni, sem byggir á tölum frá Numbeo, þar sem borinn er saman mánaðarlegur kostnaður matkörfu fyrir einstakling í 8 löndum; Íslandi, þremur öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska súlan, sem sjá má hér að neðan lengst til vinstri, er hæst þeirra allra. Súlurnar skiptast í tvo hluta; efri og dekkri hlutinn er kostnaður einstaklinga af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar; svo sem mjólk, kjöt og osta. Hinn neðri og ljósari er til marks kostnað einstaklinga við aðra matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar. Efri hluti íslensku súlunnar, fjárhæðin sem Íslendingar greiða fyrir verndaða innlenda matvöru, er umtalsvert hærri en í samanburðurlöndunum og hærri en báðir hluta súlna Þýskalands og Bretlands.Eins og sjá má á súluritinu sem Þorsteinn birti er matvælakostnaður hér á landi hærri en í samanburðarlöndunum, ekki síst fyrir sakir vernaðra innlendra landbúnaðarafurða.Þennan kostnað vill Þorsteinn lækka með aukinni erlendri samkeppni sem hann segir veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval en ella. Vísar hann máli sínu til stuðnings í fyrrnefnda innkomu Costco á smásölumarkaðinn og IKEA - „sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi,“ að mati Þorsteins. „Við eigum sífellt að leitast við að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð og mestan kaupmátt,“ segir Þorsteinn og bætir við að um það séu landsmenn vafalítið sammála.Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.Vísir/VilhelmVíkur hann því næst máli sínu að „þeim mörkuðum sem enn búa við ríka vernd frá samkeppni og það háa verð sem íslenskir neytendur greiða fyrir þá vernd,“ og að hans mati er matvörumarkaðurinn þar augljóst dæmi. Íslendingar greiði langtum hærra matvælaverð en í þeim löndum sem súluritið hér að ofan nær til og stærsta hluta skýringarinnar megi rekja til verndaðrar innlendrar matvöru. Það sé hins vegar mun minni verðmunur á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta samkeppn og það að mati Þorsteins „sýnir ótvírætt kosti samkeppninnar,“ ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í samanburðarlöndunum. „Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum. Það er ekkert náttúrulögmál að við séum með eitt hæsta matvælaverð í heimi,“ segir ráðherrann og telur löngu tímabært að breyta þessu. „Látum hagsmuni almennings ráða för.“ Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan. Costco Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Félagsmálaráðherra kallar eftir aukinni erlendri samkeppni í landbúnaði og segir löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af innlendum matvörum sem njóta ríkisverndar. Innkoma Costco og IKEA á íslenskan markað sanni „hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar.“ Þorsteinn Víglundsson birti í gærkvöld súlurit á Facebook-síðu sinni, sem byggir á tölum frá Numbeo, þar sem borinn er saman mánaðarlegur kostnaður matkörfu fyrir einstakling í 8 löndum; Íslandi, þremur öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska súlan, sem sjá má hér að neðan lengst til vinstri, er hæst þeirra allra. Súlurnar skiptast í tvo hluta; efri og dekkri hlutinn er kostnaður einstaklinga af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar; svo sem mjólk, kjöt og osta. Hinn neðri og ljósari er til marks kostnað einstaklinga við aðra matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar. Efri hluti íslensku súlunnar, fjárhæðin sem Íslendingar greiða fyrir verndaða innlenda matvöru, er umtalsvert hærri en í samanburðurlöndunum og hærri en báðir hluta súlna Þýskalands og Bretlands.Eins og sjá má á súluritinu sem Þorsteinn birti er matvælakostnaður hér á landi hærri en í samanburðarlöndunum, ekki síst fyrir sakir vernaðra innlendra landbúnaðarafurða.Þennan kostnað vill Þorsteinn lækka með aukinni erlendri samkeppni sem hann segir veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval en ella. Vísar hann máli sínu til stuðnings í fyrrnefnda innkomu Costco á smásölumarkaðinn og IKEA - „sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi,“ að mati Þorsteins. „Við eigum sífellt að leitast við að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð og mestan kaupmátt,“ segir Þorsteinn og bætir við að um það séu landsmenn vafalítið sammála.Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.Vísir/VilhelmVíkur hann því næst máli sínu að „þeim mörkuðum sem enn búa við ríka vernd frá samkeppni og það háa verð sem íslenskir neytendur greiða fyrir þá vernd,“ og að hans mati er matvörumarkaðurinn þar augljóst dæmi. Íslendingar greiði langtum hærra matvælaverð en í þeim löndum sem súluritið hér að ofan nær til og stærsta hluta skýringarinnar megi rekja til verndaðrar innlendrar matvöru. Það sé hins vegar mun minni verðmunur á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta samkeppn og það að mati Þorsteins „sýnir ótvírætt kosti samkeppninnar,“ ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í samanburðarlöndunum. „Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum. Það er ekkert náttúrulögmál að við séum með eitt hæsta matvælaverð í heimi,“ segir ráðherrann og telur löngu tímabært að breyta þessu. „Látum hagsmuni almennings ráða för.“ Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan.
Costco Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira