Persónuupplýsingum um stjörnur Game of Thrones lekið á netið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 13:30 Já halló, er þetta Tyrion? Vísir Óprúttnir tölvuþrjótar sem brutust inn í tölvukerfi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO reyna nú að féfletta stöðina um margar milljónir Bandaríkjadala. Nú þegar hafa hakkararnir lekið persónulegum símanúmerum leikara úr þáttunum Game of Thrones, tölvupóstum og handritum af óbirtum þáttum. Fái þeir ekki borgað segjast þeir ætla að leka enn meira efni, þar á meðal heilu sjónvarpsþáttaröðunum og persónulegum tölvupóstsamskiptum. Í fimm mínútna löngu myndbandi ávarpar einstaklingur sem kallar sig „Mr. Smith“ Richar Plepler, forstjóra HBO. Þar er sagt að ef upphæðin berist ekki innan þriggja daga muni þeir leka efninu sem þeir hafi undir höndum. Samkvæmt frétt á vef breska blaðsins The Guardian segist hópurinn hafa stolið 1,5 terabæti af gögnum. HBO hefur viðurkennt að viðkvæmum upplýsingum hafi verið stolið en þvertekur fyrir að öllu tölvukerfi stöðvarinnar hafi verið stefnt í hættu. Þá er sjónvarpsrisinn í samstarfi við bæði lögreglu og sérfræðinga um netöryggismál við rannsókn málsins. Í myndbandsávarpinu krefjast hakkararnir sex mánaða launa í netgjaldmiðlinum Bitcoin og segjast þeir þéna 12 til 15 milljónir dollara á ári, eða sem nemur 1,2 – 1,5 milljörðum íslenskra króna, við það að kúga fé úr fyrirtækjum. Ásamt myndbandinu lak hópurinn 3,4 gígabætum af efni. Þar á meðal voru upplýsingar um innranet HBO, lykilorð tölvustjóra og handrit að fimm Game of Thrones þáttum. Eitt skjalið virðist innihalda lista yfir leikara í Game of Thrones, ásamt persónulegum símanúmerum þeirra og tölvupóstföngum leikaranna. Game of Thrones Tengdar fréttir Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35 Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Óprúttnir tölvuþrjótar sem brutust inn í tölvukerfi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar HBO reyna nú að féfletta stöðina um margar milljónir Bandaríkjadala. Nú þegar hafa hakkararnir lekið persónulegum símanúmerum leikara úr þáttunum Game of Thrones, tölvupóstum og handritum af óbirtum þáttum. Fái þeir ekki borgað segjast þeir ætla að leka enn meira efni, þar á meðal heilu sjónvarpsþáttaröðunum og persónulegum tölvupóstsamskiptum. Í fimm mínútna löngu myndbandi ávarpar einstaklingur sem kallar sig „Mr. Smith“ Richar Plepler, forstjóra HBO. Þar er sagt að ef upphæðin berist ekki innan þriggja daga muni þeir leka efninu sem þeir hafi undir höndum. Samkvæmt frétt á vef breska blaðsins The Guardian segist hópurinn hafa stolið 1,5 terabæti af gögnum. HBO hefur viðurkennt að viðkvæmum upplýsingum hafi verið stolið en þvertekur fyrir að öllu tölvukerfi stöðvarinnar hafi verið stefnt í hættu. Þá er sjónvarpsrisinn í samstarfi við bæði lögreglu og sérfræðinga um netöryggismál við rannsókn málsins. Í myndbandsávarpinu krefjast hakkararnir sex mánaða launa í netgjaldmiðlinum Bitcoin og segjast þeir þéna 12 til 15 milljónir dollara á ári, eða sem nemur 1,2 – 1,5 milljörðum íslenskra króna, við það að kúga fé úr fyrirtækjum. Ásamt myndbandinu lak hópurinn 3,4 gígabætum af efni. Þar á meðal voru upplýsingar um innranet HBO, lykilorð tölvustjóra og handrit að fimm Game of Thrones þáttum. Eitt skjalið virðist innihalda lista yfir leikara í Game of Thrones, ásamt persónulegum símanúmerum þeirra og tölvupóstföngum leikaranna.
Game of Thrones Tengdar fréttir Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35 Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Næsta þætti af Game of Thrones stolið í tölvuinnbroti hjá HBO HBO segist hafa orðið fyrir tölvuinnbroti og þjófarnir hafi stolið efni. Entertainment Weekly segir að næsti þáttur Game of Thrones sé á meðal þýfisins. 31. júlí 2017 18:35