Kristján vann Einvígið á Nesinu í annað sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2017 17:38 Kristján með sigurlaunin. vísir/andri marinó Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, sem fór fram á Nesvellinum í dag. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig árið 2014. Ellefu kylfingar tóku þátt að þessu sinni. Venju samkvæmt var leikinn níu holu höggleikur í morgun. Þar lék Björgvin Sigurbergsson best, eða á tveimur höggum undir pari vallarins. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson stóðu síðastir eftir og hafði sá fyrrnefndi betur á endanum. Að móti loknu var svo verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir þátttökuna. Mótið var að venju góðgerðarmót og afhenti Auður Þórarinsdóttir frá DHL á Íslandi Guðjóni Jóhannssyni frá Vinaliðaliðaverkefninu eina milljón króna en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.Lokastaðan í Einvíginu á Nesinu 2017: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 3. Birgir Björn Magnússon, GK 4. Björgvin Sigurbergsson, GK 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 6. Björgvin Þorsteinsson, GA 7. Ingvar Andri Magnússon, GR 8. Úlfar Jónsson, GKG 9. Oddur Óli Jónasson, NK 10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 11. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, sem fór fram á Nesvellinum í dag. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig árið 2014. Ellefu kylfingar tóku þátt að þessu sinni. Venju samkvæmt var leikinn níu holu höggleikur í morgun. Þar lék Björgvin Sigurbergsson best, eða á tveimur höggum undir pari vallarins. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson stóðu síðastir eftir og hafði sá fyrrnefndi betur á endanum. Að móti loknu var svo verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir þátttökuna. Mótið var að venju góðgerðarmót og afhenti Auður Þórarinsdóttir frá DHL á Íslandi Guðjóni Jóhannssyni frá Vinaliðaliðaverkefninu eina milljón króna en verkefnið leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.Lokastaðan í Einvíginu á Nesinu 2017: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 3. Birgir Björn Magnússon, GK 4. Björgvin Sigurbergsson, GK 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 6. Björgvin Þorsteinsson, GA 7. Ingvar Andri Magnússon, GR 8. Úlfar Jónsson, GKG 9. Oddur Óli Jónasson, NK 10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 11. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira