Noble: Tapið gegn Íslandi plagar Joe hvern dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2017 16:40 Noble og Bilic á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Andri Marinó Mark Noble, fyrirliði West Ham, sló á létta strengi þegar hann ræddi við fréttamenn á Laugardalsvelli síðdegis, fyrir leik liðsins gegn Manchester City klukkan 14.00 á morgun. Slaven Bilic, stjóri liðsins, var með honum á blaðamannafundinum og hlakkar til að mæta Íslandi. „Við fáum að spila við eitt stærsta félags heims en við erum líka með gott lið. Við mætum Manchester United í fyrstu umferð deildarinnar og það er leikurinn sem við erum að hugsa um og þurfum að vera tilbúnir fyrir,“ sagði Bilic. „Við erum mjög spenntir. Við vitum að það verður frábært andrúmsloft á leiknum og vonandi finnum við fyrir því á morgun.“ Talið barst fljótlega að sigri Íslands á Englandi á 16-liða úrslitum EM í fyrra en Noble var spurður út í leikinn. „Ég var að velta því fyrir mér hvað ég myndi vera lengi á Íslandi áður en ég fengi þessa spurningu,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég væri helst til að hafa Joe Hart með mér hérna uppi, ég veit að þetta plagar hann á hverjum degi.“ „En þið áttuð það skilið, af hverju ekki? Gylfi er maðurinn sem allt snýst um enda frábær leikmaður. Ísland er nú orðin toppþjóð í knattspyrnunni og þess vegna erum við hér í dag.“Slaven Bilic, stjóri West Ham.Vísir/Andri MarinóBilic fylgist einnig vel með íslenska landsliðinu enda fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu. Hann horfði til dæmis á leik Íslands og Króatíu í vor, sem Ísland vann 1-0. „Við vorum óheppnir. Þetta var dæmigerður 0-0 leikur en við spiluðum ekki nógu vel til að vinna og Ísland var afar skipulagt. Liðið beitir góðum skyndisóknum og er hættulegt í föstum leikatriði. Markið kom eftir eitt slíkt.“ „En ég er nokkuð viss um að Króatía fari til Rússlands. Ísland á möguleika og það er allt opið. En nú er komin pressa á leikmannina sem var ekki áður. Það gæti haft eitthvað að segja.“ Leikur West Ham og Manchester City á Laugardalsvelli hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Mark Noble, fyrirliði West Ham, sló á létta strengi þegar hann ræddi við fréttamenn á Laugardalsvelli síðdegis, fyrir leik liðsins gegn Manchester City klukkan 14.00 á morgun. Slaven Bilic, stjóri liðsins, var með honum á blaðamannafundinum og hlakkar til að mæta Íslandi. „Við fáum að spila við eitt stærsta félags heims en við erum líka með gott lið. Við mætum Manchester United í fyrstu umferð deildarinnar og það er leikurinn sem við erum að hugsa um og þurfum að vera tilbúnir fyrir,“ sagði Bilic. „Við erum mjög spenntir. Við vitum að það verður frábært andrúmsloft á leiknum og vonandi finnum við fyrir því á morgun.“ Talið barst fljótlega að sigri Íslands á Englandi á 16-liða úrslitum EM í fyrra en Noble var spurður út í leikinn. „Ég var að velta því fyrir mér hvað ég myndi vera lengi á Íslandi áður en ég fengi þessa spurningu,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég væri helst til að hafa Joe Hart með mér hérna uppi, ég veit að þetta plagar hann á hverjum degi.“ „En þið áttuð það skilið, af hverju ekki? Gylfi er maðurinn sem allt snýst um enda frábær leikmaður. Ísland er nú orðin toppþjóð í knattspyrnunni og þess vegna erum við hér í dag.“Slaven Bilic, stjóri West Ham.Vísir/Andri MarinóBilic fylgist einnig vel með íslenska landsliðinu enda fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu. Hann horfði til dæmis á leik Íslands og Króatíu í vor, sem Ísland vann 1-0. „Við vorum óheppnir. Þetta var dæmigerður 0-0 leikur en við spiluðum ekki nógu vel til að vinna og Ísland var afar skipulagt. Liðið beitir góðum skyndisóknum og er hættulegt í föstum leikatriði. Markið kom eftir eitt slíkt.“ „En ég er nokkuð viss um að Króatía fari til Rússlands. Ísland á möguleika og það er allt opið. En nú er komin pressa á leikmannina sem var ekki áður. Það gæti haft eitthvað að segja.“ Leikur West Ham og Manchester City á Laugardalsvelli hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira