Dagur: Vil að Japan eignist alvöru landslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. ágúst 2017 19:00 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, er nú mættur hingað til lands og mun vera með lið sitt í æfingabúðum á Íslandi næstu tvær vikurnar. Dagur sló í gegn sem þjálfari þýska landsliðsins og gerði liðið óvænt að Evrópumeisturum í fyrra og vann til bronsverðlauna með því á Ólympíuleikunum í Ríó. En svo hætti hann skyndilega og tók við landsliði Japan, sem hann mun stýra til 2024. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur gengið stórvel. Ég hef verið í fjórar vikur í Tókýó við æfingar. Við fengum íslenska stráka meðal annars til að æfa með liðinu í tvær vikur til að gefa þeim meiri reynslu gegn öðrum leikmönnum,“ sagði Dagur. „Svo erum við í tvær vikur hér heima og spilum mikið af æfingaleikjum.“ Dagur var ánægður með að hans menn hafi náð jafntefli við Suður-Kóreu skömmu áður en landsliðið hélt til Íslands. „Það er gott að fá jákvæð úrslit eftir langa æfingatörn. Það gefur strákunum sjálfstraust og þeir sjá að þetta er vonandi að færast í rétta átt.“ „Japan hefur aldrei náð að vinna Suður-Kóreu þegar þeir hafa verið með sitt sterkasta lið. Þetta var því skref í rétta átt.“ Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó árið 2020 og Degi er ætlað að mæta með sterkt japanskt handboltalið til leiks. „Ég horfi þó lengra en það. Ég vil byggja upp lið til framtíðar. Við viljum verða samkeppnishæfir eftir þrjú ár, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, en langtímamarkmiðið er að Japan eigi alvöru landslið.“ Dagur segir að það sé ágætur grunnur í japönskum handbolta en að leikmenn skorti helst reynslu af alþjóðlegum handbolta. Hann vill því nýta tímann vel og spilar sjö æfingaleiki hér á landi á þeim tveimur vikum sem að lið hans dvelur hér. Viðtal Guðjóns má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, er nú mættur hingað til lands og mun vera með lið sitt í æfingabúðum á Íslandi næstu tvær vikurnar. Dagur sló í gegn sem þjálfari þýska landsliðsins og gerði liðið óvænt að Evrópumeisturum í fyrra og vann til bronsverðlauna með því á Ólympíuleikunum í Ríó. En svo hætti hann skyndilega og tók við landsliði Japan, sem hann mun stýra til 2024. Hann ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur gengið stórvel. Ég hef verið í fjórar vikur í Tókýó við æfingar. Við fengum íslenska stráka meðal annars til að æfa með liðinu í tvær vikur til að gefa þeim meiri reynslu gegn öðrum leikmönnum,“ sagði Dagur. „Svo erum við í tvær vikur hér heima og spilum mikið af æfingaleikjum.“ Dagur var ánægður með að hans menn hafi náð jafntefli við Suður-Kóreu skömmu áður en landsliðið hélt til Íslands. „Það er gott að fá jákvæð úrslit eftir langa æfingatörn. Það gefur strákunum sjálfstraust og þeir sjá að þetta er vonandi að færast í rétta átt.“ „Japan hefur aldrei náð að vinna Suður-Kóreu þegar þeir hafa verið með sitt sterkasta lið. Þetta var því skref í rétta átt.“ Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó árið 2020 og Degi er ætlað að mæta með sterkt japanskt handboltalið til leiks. „Ég horfi þó lengra en það. Ég vil byggja upp lið til framtíðar. Við viljum verða samkeppnishæfir eftir þrjú ár, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, en langtímamarkmiðið er að Japan eigi alvöru landslið.“ Dagur segir að það sé ágætur grunnur í japönskum handbolta en að leikmenn skorti helst reynslu af alþjóðlegum handbolta. Hann vill því nýta tímann vel og spilar sjö æfingaleiki hér á landi á þeim tveimur vikum sem að lið hans dvelur hér. Viðtal Guðjóns má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira