Ólafía Þórunn spilar heima á Íslandi í næstu viku: Hlakka ótrúlega mikið til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 15:25 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vill láta gott af sér leiða. Mynd/Twitter-síða Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun ásamt KPMG halda góðgerðargolfmót til styrktar Barnaspítala Hringsins en hún nær nú að koma heim til Íslands eftir mikla törn. Góðgerðargolfmótið fer fram á á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en þetta verður í fyrsta sinn sem Ólafía Þórunn tekur þátt í móti á Íslandi síðan að hún tryggði sig inn á LPGA-mótaröðina. Mótið er einstakt og sögulegt að því leyti að til leiks mæta fimm LPGA kylfingar og gefst öllum þátttakendum tækifæri að spila nokkrar holur með einum þeirra. Auk þeirra munu nokkrir aðrir af bestu kylfingum landsins einnig taka þátt í mótinu. Fjöldi þátttakenda mun takmarkast við átján holl en um er að ræða boðsmót þar sem fyrirtæki og einstaklingar kaupa sæti í mótinu og styrkja þannig gott málefni en þátttökugjöldin renna óskipt til Barnaspítala Hringsins. „Ég hlakka ótrúlega mikið til að koma heim eftir nokkuð langa og stranga keppnislotu. Ég hef nánast ekkert spilað golf heima síðan á landsmótinu í fyrra þannig að það verður mjög gaman að koma og spila með góðum félögum og styrkja um leið þetta frábæra málefni sem er mér mjög hugleikið. Höfum gaman og #verumgóð“ segir Ólafía Þórunn í fréttatilkynningu um mótið. „Við erum ákaflega stoltir stuðningsaðilar Ólafíu Þórunnar og það að standa að svona viðburði með henni sameinar vel markmið okkar um að styðja við golfíþróttina og að láta gott af okkur leiða,“ sagði Jón S. Helgason framkvæmdarstjóri KPMG í fréttatilkynningunni. „Við vonum bara að sem flestir komi og horfi á þessa kylfinga, það er ekki á hverjum degi sem við fáum LPGA spilara til landsins að spila golf,“ sagði Jón. Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs kemur að framkvæmd mótsins og er mótið haldið á Leirdalsvelli. „Það er mikill heiður að halda góðgerðarmót KPMG og Ólafíu Þórunnar hér hjá GKG og leggja góðu málefni lið um leið og við sýnum Ólafíu Þórunni þakklætisvott fyrir framlag hennar til golfíþróttarinnar. Við hjá GKG leggjum áherslu á að reka fjölskylduvænan golfklúbb og liður í því er öflugt barna- og unglingastarf og að auka hlut kvenna í golfíþróttinni. Hjá GKG eru um 650 börn og unglingar sem nýta sér þjónustu GKG á hverju ári. Eftir framgöngu Ólafíu Þórunnar á stóra sviðinu og þeirri staðreynd að hún keppir nú á mótaröð þeirra bestu sjáum við aukinn áhuga stúlkna á golfíþróttinni,“ sagði Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, í umræddri fréttatilkynningu. Golf Tengdar fréttir Ólafía fékk 2,6 milljónir í Skotlandi Komin í 104. sæti peningalistans og hoppar upp um átján sæti á milli vikna. 31. júlí 2017 08:34 Ólafía í öflugum ráshópi á Opna breska Hefur leik í hádeginu á fimmtudag á öðru risamóti hennar í ár. 1. ágúst 2017 22:41 Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28 Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38 Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10 Ólafía passaði einu sinni börn Lauru en er nú ráshópi með henni á opna breska Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að fara að keppa á opna breska risamótinu um Verslunarmannahelgina en fyrsti hringurinn verður spilaður á Kingsbarns golfvellinum í Skotlandi á morgun. 2. ágúst 2017 10:00 Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun ásamt KPMG halda góðgerðargolfmót til styrktar Barnaspítala Hringsins en hún nær nú að koma heim til Íslands eftir mikla törn. Góðgerðargolfmótið fer fram á á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en þetta verður í fyrsta sinn sem Ólafía Þórunn tekur þátt í móti á Íslandi síðan að hún tryggði sig inn á LPGA-mótaröðina. Mótið er einstakt og sögulegt að því leyti að til leiks mæta fimm LPGA kylfingar og gefst öllum þátttakendum tækifæri að spila nokkrar holur með einum þeirra. Auk þeirra munu nokkrir aðrir af bestu kylfingum landsins einnig taka þátt í mótinu. Fjöldi þátttakenda mun takmarkast við átján holl en um er að ræða boðsmót þar sem fyrirtæki og einstaklingar kaupa sæti í mótinu og styrkja þannig gott málefni en þátttökugjöldin renna óskipt til Barnaspítala Hringsins. „Ég hlakka ótrúlega mikið til að koma heim eftir nokkuð langa og stranga keppnislotu. Ég hef nánast ekkert spilað golf heima síðan á landsmótinu í fyrra þannig að það verður mjög gaman að koma og spila með góðum félögum og styrkja um leið þetta frábæra málefni sem er mér mjög hugleikið. Höfum gaman og #verumgóð“ segir Ólafía Þórunn í fréttatilkynningu um mótið. „Við erum ákaflega stoltir stuðningsaðilar Ólafíu Þórunnar og það að standa að svona viðburði með henni sameinar vel markmið okkar um að styðja við golfíþróttina og að láta gott af okkur leiða,“ sagði Jón S. Helgason framkvæmdarstjóri KPMG í fréttatilkynningunni. „Við vonum bara að sem flestir komi og horfi á þessa kylfinga, það er ekki á hverjum degi sem við fáum LPGA spilara til landsins að spila golf,“ sagði Jón. Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs kemur að framkvæmd mótsins og er mótið haldið á Leirdalsvelli. „Það er mikill heiður að halda góðgerðarmót KPMG og Ólafíu Þórunnar hér hjá GKG og leggja góðu málefni lið um leið og við sýnum Ólafíu Þórunni þakklætisvott fyrir framlag hennar til golfíþróttarinnar. Við hjá GKG leggjum áherslu á að reka fjölskylduvænan golfklúbb og liður í því er öflugt barna- og unglingastarf og að auka hlut kvenna í golfíþróttinni. Hjá GKG eru um 650 börn og unglingar sem nýta sér þjónustu GKG á hverju ári. Eftir framgöngu Ólafíu Þórunnar á stóra sviðinu og þeirri staðreynd að hún keppir nú á mótaröð þeirra bestu sjáum við aukinn áhuga stúlkna á golfíþróttinni,“ sagði Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, í umræddri fréttatilkynningu.
Golf Tengdar fréttir Ólafía fékk 2,6 milljónir í Skotlandi Komin í 104. sæti peningalistans og hoppar upp um átján sæti á milli vikna. 31. júlí 2017 08:34 Ólafía í öflugum ráshópi á Opna breska Hefur leik í hádeginu á fimmtudag á öðru risamóti hennar í ár. 1. ágúst 2017 22:41 Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28 Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38 Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10 Ólafía passaði einu sinni börn Lauru en er nú ráshópi með henni á opna breska Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að fara að keppa á opna breska risamótinu um Verslunarmannahelgina en fyrsti hringurinn verður spilaður á Kingsbarns golfvellinum í Skotlandi á morgun. 2. ágúst 2017 10:00 Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Ólafía fékk 2,6 milljónir í Skotlandi Komin í 104. sæti peningalistans og hoppar upp um átján sæti á milli vikna. 31. júlí 2017 08:34
Ólafía í öflugum ráshópi á Opna breska Hefur leik í hádeginu á fimmtudag á öðru risamóti hennar í ár. 1. ágúst 2017 22:41
Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28
Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38
Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10
Ólafía passaði einu sinni börn Lauru en er nú ráshópi með henni á opna breska Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að fara að keppa á opna breska risamótinu um Verslunarmannahelgina en fyrsti hringurinn verður spilaður á Kingsbarns golfvellinum í Skotlandi á morgun. 2. ágúst 2017 10:00
Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00