Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Miklar birgðir af kindakjöti hafa safnast upp í landinu. vísir/pjetur Gegndarlaus offramleiðsla á kindakjöti er rót þess vanda sem blasir við í sauðfjárbúskap, að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir bændur verða að minnka framleiðsluna og laga hana að markaðinum í stað þess að seilast enn einu sinni í vasa skattborgara. „Ég held að það sé kominn tími til þess að bændur setjist niður og horfi á raunveruleikann eins og hann blasir við, rétt eins og búskapurinn væri hver önnur atvinnugrein, og taki ákvarðanir út frá honum en ekki einhverri óskhyggju,“ segir Þórólfur í samtali við blaðið.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla ÍslandsLíkt og Fréttablaðið fjallaði um í gær er útlit fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar í haust verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri. Um mitt þetta ár voru birgðirnar um 2.600 tonn sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur dregist nokkuð saman. Samdrátturinn var 5,1 prósent í fyrra og 14,4 prósent árið þar áður. Eru bændur uggandi yfir mögulegri lækkun á afurðaverði í haust. Þórólfur segir að framleiðsla á kindakjöti sé á milli þrjátíu til fimmtíu prósent umfram neyslu hér innanlands. Ekki fari á milli mála að of mikið sé framleitt af kjöti. Verkefnið sem bændur standi frammi fyrir sé að laga framleiðslugetuna að markaðinum miðað við það verð sem þeir þurfa að fá til þess að geta staðið undir framleiðslukostnaði. „En forysta bænda hefur aldrei verið tilbúin til þess að gera það,“ segir hann. Hún hafi frekar, svo dæmi séu tekin, leitað leiða til þess að seilast dýpra ofan í vasa skattborgara, svo sem til þess að greiða fyrir auknum útflutningi, og reynt að selja Bandaríkjamönnum, sem hafa aldrei borðað kindakjöt, slíkt kjöt. „Ef menn telja sig vera með hágæðavöru í höndunum fara menn með þá vöru á markaði sem þekkja vöruna, til dæmis í Bretlandi, Frakklandi og að hluta til í Miðjarðarhafslöndunum í tilviki lambakjötsins. Í staðinn hafa menn hins vegar verið að leika sér í New York.“ Þórólfur segir forystu bænda syngja sama sönginn á hverju einasta sumri. „Bændur stíga fram og segja að afurðaverðið á stöðvunum verði að hækka. En þá verður birgðavandi þeirra einungis enn þá meiri og þeir þurfa þá að borga enn meira með útflutningnum ef þeir ætla að flytja eitthvað út. Þeir lenda í þessum vonda spíral þar sem allt sem þeir gera eykur á vandann og enga leið er að finna út úr honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gegndarlaus offramleiðsla á kindakjöti er rót þess vanda sem blasir við í sauðfjárbúskap, að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir bændur verða að minnka framleiðsluna og laga hana að markaðinum í stað þess að seilast enn einu sinni í vasa skattborgara. „Ég held að það sé kominn tími til þess að bændur setjist niður og horfi á raunveruleikann eins og hann blasir við, rétt eins og búskapurinn væri hver önnur atvinnugrein, og taki ákvarðanir út frá honum en ekki einhverri óskhyggju,“ segir Þórólfur í samtali við blaðið.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla ÍslandsLíkt og Fréttablaðið fjallaði um í gær er útlit fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar í haust verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri. Um mitt þetta ár voru birgðirnar um 2.600 tonn sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur dregist nokkuð saman. Samdrátturinn var 5,1 prósent í fyrra og 14,4 prósent árið þar áður. Eru bændur uggandi yfir mögulegri lækkun á afurðaverði í haust. Þórólfur segir að framleiðsla á kindakjöti sé á milli þrjátíu til fimmtíu prósent umfram neyslu hér innanlands. Ekki fari á milli mála að of mikið sé framleitt af kjöti. Verkefnið sem bændur standi frammi fyrir sé að laga framleiðslugetuna að markaðinum miðað við það verð sem þeir þurfa að fá til þess að geta staðið undir framleiðslukostnaði. „En forysta bænda hefur aldrei verið tilbúin til þess að gera það,“ segir hann. Hún hafi frekar, svo dæmi séu tekin, leitað leiða til þess að seilast dýpra ofan í vasa skattborgara, svo sem til þess að greiða fyrir auknum útflutningi, og reynt að selja Bandaríkjamönnum, sem hafa aldrei borðað kindakjöt, slíkt kjöt. „Ef menn telja sig vera með hágæðavöru í höndunum fara menn með þá vöru á markaði sem þekkja vöruna, til dæmis í Bretlandi, Frakklandi og að hluta til í Miðjarðarhafslöndunum í tilviki lambakjötsins. Í staðinn hafa menn hins vegar verið að leika sér í New York.“ Þórólfur segir forystu bænda syngja sama sönginn á hverju einasta sumri. „Bændur stíga fram og segja að afurðaverðið á stöðvunum verði að hækka. En þá verður birgðavandi þeirra einungis enn þá meiri og þeir þurfa þá að borga enn meira með útflutningnum ef þeir ætla að flytja eitthvað út. Þeir lenda í þessum vonda spíral þar sem allt sem þeir gera eykur á vandann og enga leið er að finna út úr honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00